Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1974, Blaðsíða 58

Læknaneminn - 01.12.1974, Blaðsíða 58
Hvað þessi roseola hefur verið er bágt að segja þar sem engin lýsing er á veikinni (sjá þó síðar, 1887), en svo virðist helst sem skarlatssóttin hafi ekki farið út fyrir Isafjarðarsýslu, svo að varla hafi verið um þá veiki að ræða. Trúlega hefur hún borist til Snæfjallastrandar úr erlendum fiskiskipum og má í því sambandi hafa í huga að skarlatssóttin gekk í Færeyjum 1873-1875. 1881: „14. læknishérað. Skarlatsveikin hefur ver- ið hér öllu skæðari en kíkhóstinn, en þó hafa börn eigi dáið úr henni, nema þar sem hún hefur orðið typhös. Ég hefi haft 2 tilfelli af þeirri tegund hennar, og dóu bæði. Veikin kom upp á Seyðisfirði um mán- aðarmótin ágúst september, en eigi varð komizt fyr- ir, hvort hún fluttist hingað til lands með Norð- mönnum eða kaupförum. 15. læknishérað. Stakk sér niður síðari helming ársins, var allþung. A einum bæ dóu 4 börn, og nokkur börn dóu á Seyðisfirði.“ (3, 1881-1890, 5-6). 1882: „15. læknishérað. Eins og við mátti búast, hætti fiekkusóttin ekki í fyrra, heldur hefur sjálfsagt verið uppi, þótt ekki fréttist annað hingað, en það væri hálsbólga (diphteritis), sem fleiri börn dóu úr.“ (3, 1881-1890, 22). 1883: „Aðalfaraldurinn á árinu var rubeolae, sem ekki kvað hafa gengið í landinu mörg undanfarin ár. Ekki veitti það vernd gegn sjúkdómnum, þótt menn hefðu fengið mislinga árið áður. Ollum skýrsl- um ber saman um, að faraldurinn hafi verið mjög vægur, og ég veit ekkert mannslát af völdum hans.“ „Gengu mjög víða á landinu og lögðust aðallega á börn og ungt fólk, en voru yfirleitt vægir. Sumir fengu hálsbólgu, og urðu þeir að jafnaði veikari en aðrir. Ekki er unnt að fullyrða, hvort skarlatssótt kann að hafa gengið samtímis.“ Veikinnar er getið í 3., 6., 9., 12., 13., 14. og 15. læknishéraði og víðast að hausti til að síðustu 3 mánuði ársins. (3, 1881- 1890, 31.-33). 1884: Rauðra hunda er getið í 15., 18. og 20. læknishéraði. 15. læknishérað: „Gengu hér almennt 1883, en aftur hefur veikin hið liðna ár ekki gert vart við sig nema í vissum sveitum. I sumum tilfell- um var angina tonsillaris samfara, og líktist hún þá meira scarlatina en veikinni frá 1883. - Læknir tel- ur veikina hafa verið væga nema í Mjóafirði, en þar 48 lágu menn allt að 4 vikum og einn dó.“ (3, 1881- 1890, 44). 1881-1884: Það eru allar líkur til að skarlatssótt hafi verið á ferðinni öll þessi ár, þó aldrei sé talað um skinnflagning, því áberandi hálsbólga ásamt út- brotum og mannslátum eiga vart heima með rauð- um hundum. En þar fyrir mega þeir einnig hafa ver- ið á ferðinni og hugsanlegt er að þeir ásamt barna- veiki á sama sjúklingi hafi getað líkst skarlatssótt og stundum orðið honum að fjörtjóni. 1887: Faraldurs er getið úr 8 læknishéruðum (1., 9., 11.-15. og 19.) og er sýnilega um sömu sóttina að ræða þó hún hljóti mismunandi nafngiftir hjá læknunum, rauðir hundar, skarlatssótt, útbrotaveiki. En alls staðar þar sem nánari lýsing fylgir, er auk útbrotanna hálsbólga og mikill skinnflutningur með- al einkennanna, svo það fer ekki á milli mála að um skarlatssótt er að ræða. Feril farsóttarinnar má nokkuð rekja af því hvenær hún er á hverjum stað. Hennar er fyrst getið í 11. læknishéraði (Akureyri) svo: „Útbrotaveiki (roseola) hefur gengið allt árið, þó einkum fyrra hluta þess. Veiktust af henni bæði börn og fullorðnir. Varð veiki þessi talsvert skæð, eink- um á börnum, svo að jafnvel einstaka barn dó úr henni. Veikinni fylgdi oft hálsbólga bæði að utan og innan. Var bólgan utan á hálsinum stundum rotnun- arkennd.“ (3, 1881-1890, 81). Þorgrímur Johnsen héraðslæknir í Eyjafjarðarsýslu var það einnig 1875 og notar sömu nafngift, roseola, um faraldurinn sein þá gekk í sýslunni (sjá hér að framan) svo væntan- lega hefur það þá einnig verið skarlatssótt. Síðast í júnímánuði ber fyrst á útsláttarveikinni á Húsavík (12. læknishérað) og í Skagafjörðinn (9. læknishérað) er skarlatssóttin komin í júlímánuði, í hinum héruðunum hefst hún um haustið og vetur- inn. Arni Jónsson héraðslæknir í Skagafjarðarsýslu gefur mjög greinargóða lýsingu á faraldrinum sexn hann dregur saman í eftirfarandi niðurstöðu: „Hinn einkennilegi rauði útsláttur, skinnkastið og hálsbólgan, sem stöðugt sjúkdómseinkenni, leiddi mig til að álíta, að veiki þessi ætti skylt við skarlats- sótt, jafnvel þótt skarlatssótt sé sjaldgæf hér á landi, og tilfellin, er ég hef séð og haft sögur af, voru yfir höfuð miklu vægari en vænta mátti í skarlatssótt, eftir því sem henni er lýst.“ (3, 1881-1890, 81). Hér LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.