Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1974, Blaðsíða 53

Læknaneminn - 01.12.1974, Blaðsíða 53
verð'u i' reynt að benda á nokkur atriði, sem gætu verið orsaka- þættir. Unga fólkið í dag er að ein- hverju leyti í uppreisn. Það hafn- ar gildismati eldri kynslóðarinn- ar, sem hefur reynt að ala það upp með prédikunum í stað for- dæmis. Viss hluti þess hafnar um leið einnig vímugjafa hennar alkóhólinu, sem svo mikill tví- skinnungur hefur ríkt um og leit- ar annars í staðinn. Góðar sam- göngur veita nýja möguleika. Ungt fólk er leitandi að nýjum lífsháttum. Hin gengdarlausa notkun psýkófarmaka í nútíma- þjóðfélagi gerir því auðveldara að ímynda sér að lyf leysi vand- ann. Það er stutt skrefið frá trú á ,.health through drugs“ til trúar á „meaning through drugs“. I fjöl- miðlum fer fram áróður gegn kannabis. Oftast byggist hann á því sama og löggjöfin, þ. e. a. s. að kannabis eigi heima í flokki með ópíum og neysla þessara ó- líku efna hafi sömu afleiðingar. Þegar ungt fólk fréttir frá félög- um sínum að svo er ekki og stað- festir það síðan af eigin reynslu, hafa sannari upplýsingar lítil á- hrif á það. Mikil áhrif (e. t. v. mest) hefur þrýstingur frá félögum. I hópi unglinga gildir verðmætamat heildarinnar, og til þess að ná virðingu hennar, er oft mikið á sig lagt. Fyrir ungling sem hefur neylt alkóhóls í 4-5 ár undir lög- aldri eða séð jafnaldra sína gera það, skiptir það litlu máli þótt kannabis sé ólöglegur vímugjafi. Neyslu kannabis er þannig hátt- að að flestir þeirra sem reyna efn- ið gera það nokkrum sinnum til að fá fram áhrifin. Að því loknu skiptast þeir í þrjá flokka (Grin- spoon): 1. Þeir sem neyta kannabis öðru hverju óreglulega og þá yf- irleitt vegna þess að einhver veit- ir þeim tækifæri til þess. 2. Þeir sem neyta kannabis oft, 2-3 í viku (eða um helgar) og sleppa þá oft úr helgum. Þeir geta ákveðið að hætta neyslu kannabis án þess að finnast þeir hafa misst mikið. 3. Þeir sem álíta kannabis mik- ilvægan þátt í sínu lífi, kallaðir „potheads“ eða „hashacolics“ og sagðir vera 2—5% þeirra sem reyna marijúana. Margir í þess- um hópi eru afbrigðilegir per- sónuleikar. Margir reyna önnur á- vana- og fíkniefni og LSD. Þeir eru sagðir hafa einkenni lík þeim sem koma við langvarandi of- neyslu róandi og sefjandi lyfja (Tennant og Groesheck). Hjá þeim er lýst gegnumgangandi kæruleysistilfinningu „amotivatio- nal syndrom11 (McGlothlin), sem helst er talin koma hjá ungum og móttækilegum einstaklingum og lýsir sér með kæruleysi og skorti á frumkvæði, einbeitingu og út- haldi. Það er talið hverfa ef neyslu kannabis er hætt. „Pot- heads“ „droppa út“ erlendis og mynda eigið menningarsamfélag sem snýst að miklu leyti um efnið og töfra þess. Þeir „þroskast nið- ur á við þjóðfélagslega“ eins og (þögli) meirihlutinn mundi kalla það og hafna í leiðinni ýmsum þáttum nútímasamfélags svo sem lifsgæðakaupphlaupi, læknishjálp og jafnvel hreinlæti. Erfitt er að meta að hve miklu leyti kannabis er orsakaþáttur í þessari þróun. Það er ósannað að kannabis geti hreytt persónuleikanum. Á sama hátt er erfitt að meta hvort kannabisneysla sem slík stuðli að neyslu hættulegra efna svo sem LSD og heroíns. Flestir telja að svo sé ekki heldur sé or- sökin þjóðfélagslegs eðlis. Neysla kannabis stuðli að sambandi við hópa og starfsemi þar sem til- hneiging er til neyslu hættulegri efna. Því hefur verið haldið fram að kannabisneysla stuðli að glæpum. Erfitt hefur reynst að sýna fram á að kannabis hafi eiginleika um- fram aðra vímugjafa sem hafi þessa verkun. Reyndar halda flest- ir því fram að kannabis dragi frekar úr glæpum með því að auka passivitet. Glæpir eru helst taldir koma fyrir í kannabisvímu í tengslum við panikköstin og psy- komotoriska fasann og hjá psý- kópatólógískum einstaklingum, þá helst impúlsívum (Grinspoon). LÆKNANEMINN 4ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.