Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1974, Blaðsíða 57

Læknaneminn - 01.12.1974, Blaðsíða 57
an kroppinn og húðin flagnaS af eftirleiðis.“ (I, 437). ,;Só11 þessi meinast innkomin með Vestmannaeyja skipi, þar hún birjaði fyrst í Landeyjum, strax eftir það skipið kom og ferð varð þangað í land, hvaðan 4 menn fluttu hana austur í Vestur-Skaptafellssýslu. A báðum stöðum og á Seltjarnarnesi varð hún eink- um skjæð.“ (I, 437-438). ,,Nærstliðið Tíðindaár (vor 1798-vors 1799) hef- ir hvörki verið mannskjæðt né sóttnæmt á fullorðn- um; því þó fólk væri víða hvar lasið um sláttinn 1798, lá það þó á færstum stöðum rúmfast. Seinustu Tíðindi géta þeirra skjæðu landfarsóttar, sem burt- tók mörg hörn og unglinga Sunnan- og Vestan- lands; tjá þau, að hún gengið hafi um nokkurn part af Vesturlandi, en væri þá þau enduðu að ganga nyrðra; dóu mjög fáir af þessari sótt Vestanlands, en mikið skjæð varð hún fyrir norðan og austan á hörnum, allt að 10 ára gömlum þó hvað hættulegust frá lta til 3ja árs; úr henni dóu í Varðasýslu 110 hörn, í Þingeyjarsýslu 96, þar af 60 á 1. og 2. ári, 26 á 2., 3. og 4. ári, og 10 á hinum árunum, allt til þess lOda árs. í Suður-Múla-sýslu dóu 60 hörn úr téðri sótt, frá Aðventu 1797 til Aðventu 1798.“ (II, 118-119). Það kemur það sama fram hér og hjá Sveini Páls- syni (9, 718-719), að skarlatssótt hefur verið ein þeirra sótta er gekk á þessum árum, en til viðbótar er getið um tölu látinna barna úr þessum faraldri í þrem sýslu. Þessar tölur virðast eiga við börn innan 10 ára aldurs og sé miðað við mannfjölda í þessum sýslum 1801 og sömu aldursskiptingu og 1703, þá munu 266 dáin börn af heildarfjölda barna innan 10 ára aldurs svara til liðlega 19% hans. Þetta myndi svara til ótrúlega hárrar dánartölu úr skarlatssótt, því aldrei er nema hluti barna næmur fyrir henni, og hún er fátíð á börnum á 1. ári, en barnadauðinn er sagður mestur á börnum á 1.-3. ári. Og þó talan úr Þingeyjarsýslu, að 60 barna á 1. og 2. ári hafi látist úr faraldrinum, sem svara til um 80% barnanna á þeim aldri, sé eflaust eitthvað málum blandin, þá er það eflaust rétt að yngstu aldursflokkarnir hafi orð- ið harðast úti. En það bendir til þess að skarlatssótt- in hafi ekki verið ein á ferðinni, heldur annar sjúk- dómur með, sem einnig veldur bólgu í hálsi, og verð- ur manni þá hugsað til barnaveikinnar sem einmitt er því skæðari börnum sem þau eru yngri. Það fell- ur einnig vel að því að sumir hafi veikst tvívegis, þeir hafi þá fengið báða sjúkdómana hvorn eftir annan. Schleisner segir að samkvæmt dánarskrám presta 1798 hafi 128 dáið úr skarlatssótt og 47 úr hálsbólgu sem álitin sé sami sjúkdómur (16, 66). Þessum tölum ber illa saman við þær í Minnisverð- um tíðindum en ekki eru nú tök á að meta gildi þeirra nánar. 1827: Schleisner segir skarlatssótt hafa farið sem farsótt um allt land 1827. Hún hófst sunnanlands í aprílmánuði og varð ekki mannskæð nema á þeim sem fengu bjúg (16, 53). Á dánarskrám prestanna fyrir tímabilið 1827-1837 er dánarmein 119 manna talið skarlatssótt (16, 37) og væntanlega eru þeir allir frá árinu 1827 þar sem það er eina árið af þeim sem talið er að skarlatssótt hafi gengið. 1874: „Af epidemiske Sygdomme omtales endnu en i Vestamtets nordre Lægedistrikt optraadt exant- hemisk Feber, der af Distriktslægen antoges for en Skarlagensfeber, idet dens sædvanlige Symptomer vare Brækning, Feber med Li0j Temperatur, Hals- pine, et inden 36 Timer over hele legemet udbryd- ende Exanthem af forskjellig Farve og Varighed, en paafplgende, dog undertiden manglende, Afskalning, og i nogle Tilfælde de for Skarlagensfeberen ejen- dommelige Eftersygdomme, Oreflod og Vattersot. De fprste Tilfælde, hvorom Distriktlægen fik Under- retning, indtraf uden paaviselig Oprindelse i den 0st- ligsíe Del af Isafjords Syssel i Kirkjubols og Snæ- fjallastrandar Sogne; i Oktober forekom det fprste Tilfælde i Kjpbstaden Isafjord. Sygdommen angreb navnlig Bprn og unge Mennesker, og den medfprte flere Dpdsfald, i Kjpbstaden 2 hos Bprn (et af Vatt- ersot og Lungebetændelse, et af diphtheritisk Hals- betændelse).“ (3, 1875, 523). 1875: „Den i Vestamtets nordre Lægedistrikt i Efteraaret 1874 begyndte Epidemi af Skarlagensfe- ber antog i Januar en temmelig alvorlig Charakter og medfprte Dpden hos flere Bprn gjennem in ond- artet Halsbetændelse. Sygdommen ledsagedes des- uden jævnligt af Albuminuri og Otorrhö var en ikke sjelden Eftersygdom; i Juni synes den at være op- hprt og aflpses da af Diphtheritis. - I Öfjords Syssel omtales en meget mildt optrædende Epidemi af Roseola i Maj-September.“ (3, 1876, 597). læknaneminn 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.