Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1974, Blaðsíða 45

Læknaneminn - 01.12.1974, Blaðsíða 45
flokkinn. Hass táknar kvoðuna af blómklasa kvenkynsplöntu og fell- ur í sterkasta flokkinn; inniheld- ur 5-10 sinnum meira af virkum efnum en marijúana. Neytendur kannabis í Evrópu fá efnið aðal- lega frá Norður-Afríku og Mið- austurlöndum sem hass. Kannabis ber sérkennilegan sætan ilm. Þess ber að minnast, að inni- hald kannabissamsetningar af virkum efnum er mjög breytilegt eftir plöntuætt og vaxtarskilyrð- um og minnkar við geymslu. Ekki hefur tekist að finna aðferð til þess að staðla styrkleikann þótt hægt sé að greina efnið hvar sem er og nú nýverið einnig að mæla styrkleikann. Ékomuhœttir Vinsælt er að reykja kannabis því þá koma áhrifin miklu fyrr en við inntöku og því er auðveldara að stjórna skammti. Við reyking- ar eru 25-50% af THC í samsetn- ingum tekið upp í öndunarfærin. Oft er marijúana og tóbaki bland- að saman og búnar til sígarettur, sem kallaðar eru „joints“ eða „reefers", en fyrir þá sem ekki reykja geta áhrif nikótínsins valdið miklum óþægindum, sem dylja alveg þægilegu áhrifin af marijúana, ef einhver eru. Hass er mikið reykt úr pípu í Evrópu, en einnig tekið inn sem te eða kökur. Reynt hefur verið að sprauta kannabis í æð og má bú- ast við, að það færist í aukana, en það hefur valdið mjög alvar- legri sjúkdómsmynd, sem þó gekk til baka og stafaði líklega af microembolium. A'—Trans-tctrahydrocannabinol A*—THC (6a,7,8,10a-tetrahydro-6.G.9-trimcthyl-3-pcntyl-BH-dibenzo [b,d] pyran-l-ol) CH, CH, HO\/\/ (CH,),CH, A’-Trans-tctrahydrocannabinol A'-THC (6,7,10,10a-tctrahydro-6,6,9-trimcthyl-3-pentyl-6H-dibenzo [b.d] pyran-l-ol) CH, Cannabidiol CUD (2-p-mcntha-1.8-dicn-3-yl-5-pentyl-rcsorcinol) Cannabinol CBN (6,6,9-trimcthyl-3-pentyl-6H-dibenzo [b,d] pyran-l-ol) FIr. 15-1. Dclta-9-THC and related compounds fnund in Cannabis sativa. THC-efni þau, sem finnast í Cannabis sativa. Ætriði úr farmakólóyíu kannabis Lengi hefur verið vitað, að tetrahydrocannabinol (THC) er það efni, sem mestu veldur um geðræn áhrif kannabis og 1967 tókst að sýna fram á, að einn iso- mer THC, A6-transtetrahydro- cannabinol, hefur mest áhrif. Ilann hefur verið syntetiseraður. THC tilheyrir kannabinoíðum, sem eru mjög fituleysanleg efni og leysast að sama skapi illa upp í vatni. THC og úrgangsefni þess vilja því haldast lengi uppleyst í fituvef, svo eftir 24 klst. er enn um 25% af upphaflegum skammti eftir í líkamanum. Fituleysan- leikinn gerir það erfitt að taka kannabis í æð. Auk kannabino- íða eru í kannabis viss vatnsleys- anleg efni, þar á meðal atropin- verkandi efni í litlu magni, sem gæti valdið munnþurrki og örlít- ið af efni með kólinerg-verkun, sem gæti stuðlað að hinum ert- andi áhrifum reyksins. Ef til vill hefur einn metabolíta THC alla verkunina. Fundist hef- ur metabolít, 7-hydroxytetrahy- drocannabínol, sem er fimmtán sinnum virkara en THC þegar honum er sprautað í heilann á músum. Ekki er vitað til þess að líkam- leg þörf eða þol fyrir kannabis myndist. Engin fráhvarfseinkenni koma. Hins vegar finnst mörgum erfitt að hætta að neyta kannabis eftir mikla notkun, svo að segja má, að andlegur ávani geti mynd- ast, sem e. t. v. stafi af eftirsókn í truflun á skynjun og ályktunar- hæfni. Eddy et al.skilgreina ávana af kannabis sem ástand sem kem- ur eftir langa eða periodiska notk- un efnisins og hafi eftirfarandi einkenni: 1. Meðalsterkur til sterkur and- legur ávani, sem byggist á eftir- sóttum huglægum verkunum. 2. Enginn líkamlegur ávani svo engin fráhvarfseinkenni koma þegar hætt er að neyta efnisins. 3. Lítil tilhneiging til að auka skammtinn. Andlegur ávani er hins vegar ákaflega óljóst hugtak. Kannabis virðist mynda „öfugt þol“, þann- ig að neytandinn fær meiri verk- un af sama skammti með aukinni neyslu og þarf minni skammt til að fá hin eftirsóttu áhrif. Einnig hverfur THC allt að helmingi læknaneminn 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.