Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1974, Blaðsíða 12

Læknaneminn - 01.12.1974, Blaðsíða 12
Francisco Goya: Skclfingar stríSs. „Þeir koma ekki nóga snemma“, (1810). aði samt aldrei eftir að vera send heim og sætti sig að vissu marki við strangt mataræði, sem var henni nauðsynlegt. Þeir sem hafa notað neitunina sem sálræna varn- araðferð fyrr á ævinni, gríjia líka til hennar í dauða- stríðinu. Retði' <•«>« timtnjustigið Fáum eða engum dauðvona sjúklingum er gefið að geta alveg fram að dauðastundinni lifað í draum- heimi, þar sem þeir eru heilbrigðir og líður vel. Þegar neitunin bregst kemur oft reiðitilfinning, gremja og öfund í staðinn. Menn hugsa sem svo: Hvers vegna þarf þetta endilega að koma fyrir mig? Þetta reiðitímabil reynir oft mikið á starfsfólk og ættingja. Reiðin beinist í allar mögulegar átti og af handahófi að því er virðist. Læknarnir eru einskis nýtir, hafa ekkert vit á hvaða rannsóknir þarf að gera, hvaða matur hentar, eða hvaða lyf eiga við. Þeir halda sjúklingunum endalaust á sjntulunum að óþörfu. Þeir leyfa að alls konar veikt fólk sé sett inn á stofuna og haldi fyrir manni vöku. Þessir sjúkling- ar eru samt ennþá reiðari við hjúkrunarfólkið. Það er alveg sama hvernig er komið við þá, allt er klaufa- lega gert og sárt. Þeir eru síhringjandi. Ef reynt er að lagfæra sængurfötin eða hrista koddann, segjast þeir aldrei fá að vera í friði, en rétt á eftir hringja þeir og biðja um að rúmfötin séu lagfærð. Ef ættingjarnir koma í heimsókn, þá er þeim hryssingslega tekið, þeir verða þá miður sín, fá tár- in í augun og fyllast sektarkennd, og það dregst að þeir komi aftur. En þetta gerir sjúklinginn ennþá reiðari og óánægðari. Starfsfólkið á oft erfitt með að þola þessa sjúk- linga. Við ættum samt að reyna að setja okkur í spor þeirra og skilja hvers vegna þeir hegða sér svona. Yrðum við ekki líka reið og beisk, ef allt sem við værum að byggja upp hryndi í einu vetfangi? Stund- um er um að ræða fólk, sem hefur neitað sér um flest og sparað peninga til ellinnar og ætlar sér að eiga nokkur róleg ár eftir erfiði lífsbaráttunnar, langar e. t. v. að ferðast um og skoða heiminn. Allir þessir draumar hrynja á svijrstundu. 10 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.