Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1974, Blaðsíða 34

Læknaneminn - 01.12.1974, Blaðsíða 34
strákar. Það er nefnilega ekki svo galið að láta sér detta í hug, að fleiri stelpur en strákar hafi áhuga á læknisfræði, a. m. k. eru miklu fleiri konur en karl- ar starfandi að heilbrigði þessarar þjóðar, ef allt er tekið. Það er vonandi, að menntaskólastelpur fari nú að sjá að sér og hætta að láta gamlar siðvenjur og hjónabandsmarkaðsþrýstinginn draga sig á asnaeyr- unum inn í þessar „heppilegri“ kvennagreinar, s. s. meinatækni og hjúkrun („sem taka nú bara 3 ár“), á meðan bekkjafélagar þeirra láta ekkert fæla sig írá skemmtilegra námi og ábyrgðarmeiri störfum, þótt margir þeirra væru e. t. v. betur komnir annars staðar. Það er ekki andskotalaust, að stelpur skuli vera helmingur stúdenta, en aðeins 10% læknanema. Haldið var þing norrænna læknaskóla hér í Reykjavík í október. Nokkrir fulltrúar frá F. L. sátu þingið. Þar komust þeir í tæri við nokkra norræna gauka, sem einnig sátu þingið hér. Þau kynni leiddu til þess, að áhugi kviknaði hjá þeim á því að auka og endurnýja samstarf norrænna læknanema. Var á- kveðið að byrja á því að kynna vel skólana og fyrir- komulag þeirra hver fyrir öðrum bréflega, halda síðan ráðstefnu í Svíþjóð í des.-jan. til þess að ræða málin. Stefán Karlsson (5. ár) hefur verið aðal- sprautan af okkar hálfu fram að þessu og stendur hann nú í ströngu við bréfaskriftir. Stefán er líka einn þriggja manna í nefnd, sem á að kanna, hvort ekki sé kominn tírni til að endurskoða kröfur þær, sem gerðar eru til manna á kandídatsári, hvaða breytingar kæmu þá helst til greina og hvernig mætti vinna að málinu. Reyndar er héraðsskyldan laust bundið ákvæði, sem breyta má með litlu penna- striki, en hin eru fastari. Flest ykkar vita náttúrlega ástæður fyrir því að þessi mál eru tekin fyrir nú. Þar ber hæst nýju reglugerðina — það má ræða hvort ekki sé ástæða til að breyta „árinu“ eitthvað til sam- ræmis við hinn nýja anda hennar — og svo hafa mörg ykkar heyrt um að borið hefur á erfiðleikum við niðurröðun kandídata, þannig að þeir geti lokið árinu á ekki alltof löngum tíma. Með Stefáni í nefnd- inni eru Sigurjón Sigurðsson (7. ár) og Uggi Agn- arsson (6. ár), en hann er formaður nefndarinnar. Eg man eftir því frá því að ég fyrst kom inn í deildina, að ýmsir hugsandi læknanemar hafa haft á orði, að læknastúdentar þyrftu að koma sér upp stefnuskrá, þar sem mörkuð væri stefna félags þeirra í grundvallaratriðum. Með því mætti koma í veg fyr- ir, að mál væru leyst með hentistefnu og happa- glappaaðferðinni, en í staðinn væru málin rædd og leyst með ákveðin grundvallarsjónarmið og mark- mið í hug. Stjórn F. L. hefur nú fengið þrjá menn (Jens Þórisson 5. ár, Guðmund Benediktsson 5. ár, Einar Stefánsson 3. ár) sem kjarna að starfshópi til að upphugsa og semja drög að stefnuskrá fyrir F. L. Fundir hópsins verða auglýstir og öllum læknanem- um opnir. Starfið á sennilega eftir að taka þó nokk- urn tíma, þar sem mörg mál þarf að ræða og er ekki áætlað að starfinu ljúki fyrr en á árinu ’1975—’76. Hópurinn mun aðallega ræða hlutverk og stöðu lækna í þjóðfélaginu, skipun og tilgang læknanáms nú, gagnrýna það sem miður fer og koma sér niður á framtíðarmarkmið í þessum efnum. Vonum við, að fólk í yngri árgöngum, sem kannski hefur hvað óbrenglaðastar hugsjónir í málum yfirleitt, komi og láti ljós sitt skína og marki sín spor í stefnuskránni. Þið munið nú sjálfsagt öll eftir kennarakönnun- inni, sem gerð var í fyrra og átti að hrista alvarlega upp í kennurum okkar. Við höfum setið á bunkan- um frá því að okkur barst hann í hendur, vorum reyndar ekki hrifin af kennaraspurningunum, skild- um ekki tilgang sumra, gátum ekki svarað öðrum og fannst aðrar óþarfar eða óljósar. Okkur fannst þó kannski rétt að senda kennurunum hverjum um sig sína dissectio. Svo heyrðum við á læknanemum að þeir væru líka forvitnir um niðurstöðurnar. Birtist því í þessu blaði á öðrum stað lauslegt yfirlit yfir þær eftir Ölaf P. Jakobsson. Svona í framhaldi af þessu má gleðja ykkur með því, að enn ein skoðana- könnunin stendur fyrir dyrum, og nú um mál mál- anna, takmörkunarmálið. Má eiginlega líta á þá könnun sem nokkurs konar liðskönnun, könnun á af- stöðu læknanema og stuðning þeirra við skoðanir okkar og baráttu F. L. fyrr og síðar. Okkur hefur fundist í vetur, að læknastúdentar væru í bunkum að glata hugsjónum fyrri ára, alltof marga farið að dreyma um Númerus-Kláusinn eða eitthvað þaðan af verra. Lifið heil. Lára Halla Maack. 30 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.