Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1974, Blaðsíða 28

Læknaneminn - 01.12.1974, Blaðsíða 28
inginn á ílátum sínum, töldu í sig kjark og streymdu jarmandi inn. Það var gengið í gegn um dráps og skurðarvélar í tonnatali, og margir lifðu sig inn í sauðkindarprósessinn, gripu um þau líffæri sem skorin voru á liverjum stað og jörmuðu sáran. Slát- urhússtj órinn útskýrði gang málsins með nokkr- um léttum athugasemdum frá gárungum hópsins og svo var haldið til dvalarstaðarins, barnaskólans, sem lögfræðinemar höfðu víst lagt í rúst nokkru áð- ur. Það var því nokkru kvíði í forstöðufólkinu. I skólanum var skemmtilegt að vera. Þar voru boð í hverju horni og fóru menn á milli boða og skemmtu sér konunglega. Sums staðar var spilað og sungið, sums staðar röflað, annars staðar sofið, og allir veittu vísindunum sinn skerf. Einhverjir dýra- vinir gengu um með rjúpur og gæsir í fanginu klapp- andi og kjassandi, en skiluðu þeim svo aftur í skáp- inn sinn. Leið nú fram að ballför. Þá var liðið stutt út í rútu og nú lá fyrir að fara á hressandi sveita- ball. „Hva, ert’ekki hress mar?“, spurði einn. „Þræl- hress,“ sagði annar og féll á grúfu í sætið. Ballið var um klukkutíma fyrir utan bæinn og nú var skipzt á að syngja sumartíma, því það var svo gaman að lifa, svo og kerlingin var lofuð. Hópurinn valt yfir í danshúsið, sem fylltist af slagandi læknanemum. Þegar leið á kvöldið fjölgaði sveitavargnum og jafnvægi skapaðist milli byggða landsins. Þarna dönsuðu og djöfluðust læknar og vargurinn, allir að skapa sér móra fyrir morgundag- inn. Einhverjir ruddust með vísindalegri heift upp á senu í einni pásunni í þeirri góðu trú, að þeir væru þó músíkkalskir. Þetta vildi lögreglan og eig- andi trommusettsins greinilega alls ekki samþykkja og hentu sér yfir tónlistarmennina á sviðinu. Ballið gekk vel, sumir sváfu áhyggjulausir í hlið- arherbergjum, aðrir hristu sig og þeir þriðju fóru upp á senu öðru hverju að þrugla í hátalarana, allir voru sannir vísindamenn þess á milli og prófuðu efnaiöfnur félaga sinna, eða sína á víxl. Einn var svo óheppinn, að fílelfdur í búningi kom að honum, þreif af honum lausnina og hellti í klósett. Dans- leikurinn var á enda. Eftir nokkra leit tókst að smala saman fólkinu í rútuna og hafði því greinilega fjölg- að, hvernig sem það getur verið, og svo var kýlt í bæinn. Daginn eftir voru allir sammála um að heim- leiðin hafi verið miklu styttri. 24 Auðvelt var að finna hvaða dagur var morguninn eftir. Það mátti heyra heilar sögunarverksmiðjur yfir cranium vísindaleiðangursins. Hressleiki gær- kvöldsins var fokinn á haf út, en þessa dags ömur- leiki kominn í staðinn, með sínum verkjum og and- legu deyfð. Einhver spurði annan: „Manstu nokkuð af mér á ballinu?“ „Nei, var ég á ballinu?“ Þarna var kominn Húsavíkur-móri og þá var ekkert um annað að ræða, en að slá á lélegheitin með einni hárnákvæmri og áreiðanlegri blöndu, óvissan var engin, tekinn víxill og heilsuleysinu og móra frestað um óákveðinn tíma. Þennan dag var farið í skoðunarferð í Laxárvirkj- un. Þátttakan var almenn, fyrir utan nokkra, sem voru veikir í skólanum. Minnstur hluti ferðafólks sýndi vísindunum nokkurn lit, flestir tóku út þær kvalir sem því voru ætlaðar, þar og þá. Eftir að hafa þotið um Djeims Bond hella og hvelfingar Laxár- virkjunar um stund í bófahasar þusti hinn aðfram- komni hópur aftur til Húsavíkur, þar sem bæjar- stjórnin bauð í kaffi og kökur. Þetta tókst ágætlega með tilsvarandi trommuleik með skeiðum á glös og ræðuhöld á báða bóga . Síðari hluta sunnudagsins hélt þreyttur og víbr- andi hópur til flugvallarins og settist upp í flugvél, sem þegar gaf í og þaut í átt til stór-Reykjavíkur. I flugvélinni voru aðeins örfáir vísindamenn eft- ir, þeir þrjóskuðust við, og aðeins er vitað um þrjá, sem fóru í Klúbbinn um kvöldið. Einn þeirra, sá alharðasti, sagði: „Ég fékk mér einn tvöfaldan í Klúbbnum, og svo fór ég að titra.“ G. T. LÆKNANEMINK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.