Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1974, Blaðsíða 22

Læknaneminn - 01.12.1974, Blaðsíða 22
atriði ýmis: sögutöku, skoðun og ýmislegt í hemato- logiu og öðru almennt. Auk þess voru margir kynn- ingartímar um spítalann, deildir og undirdeildir og boðleiðir deilda á milli. Við vorum tveir á handlœknisdeild sem hafði yfir ca. 170 rúmum að ráða og þar lágu að meðaltali ca. 150 hvern dag. Aðgerðaherbergi voru 9, auk þess sérstakt röntgenherbergi fyrir coronary angiograf- iur og fleiri rannsóknir og annað fyrir gifsspelkanir o. fl. Aðgerðir voru um 30 hvern dag. Fyrirlestrar og fundir a. m. k. 10 tíma hverja viku og voru það meinafræðifundir, kynningar í athyglisverðum til- fellum, dánarorsakafundir, krufningarfundir, kunn- áttukannanir og auk þess ýmsir fyrirlestrar. Þessir fundir voru reyndar upp og ofan en flestir góðir. Mætingaskylda var á alla þessa fundi auk þess að maður sótti „Clinical Clerkship“-fundinn, að vísu varð smá „overlap og interference“ og varð því tíma- sókn ekki nema 14 og upp í 18 tímar á viku. Fyrstu vikuna sótti ég tíma og áttaði mig nokkuð á hlutun- um. Næstu 2 vikur var ég á almennri deild. Sjúk- lingunum, um 30 að tölu, var dreift um ýmsar hæðir spítalans. Þetta byggist á því að spítalinn er rekinn eins og hótel sem „attending physicians“ leggja inn á. Um innlagnir þessara sjúklinga og aðgerðir sáu 4 „attending“. Það eina sem sameiginlegt var þessum sjúklingum voru 1 kandídat og 1 aðstoðarlæknir sem sáu um sögutöku, dagála, allar vökvauppsetn- ingar, niðursetningar magaslanga, þvaglagnir, um- búðaskiptingar, aðstoðuðu við aðgerðir og sóttu alla fundi. Var þetta allnokkuð og oftast hyrjað 6.30 -7 og verið að fram á kvöld milli vakta. Þarna gekk ég stofuganga eins og gengur, tók nokkrar sjúkrasögur og kynnti 2 eða 3 tilfelli og fékk að „assistera" við allar aðgerðir. Töluverða kennslu fékk ég þarna, mest hjá aðstoðarlækni ein- um sýrlenzkum. Síðan var ég 2 vikur á „Staff ser- vice“, þ. e. a. s. þar voru lagðir inn sjúklingar sem komu inn gegnum slysavarðsstofu og göngudeild. Var þar fróðleg dvöl. Um 3 vikum áður en ég kom voru þeir að hugsa um að koma sér upp færibandi. Þannig var nefnilega að 3 vinir með hríðskotarifíla settust upp á fjölskyldu eina og lentu í smá útistöð- um við 100 manna lögreglulið u. þ. b. 200 m frá spítalanum. Urðu þar sviptingar allharðar með eld- rörum, vélbyssum, skammbyssum o. fl. Hinni al- mennu bandarísku arfleifð og hluta einstaklings- frelsis, sem sumir kalla framlengingu á penis. Féll þar í valinn einn vegfarandi og einn lögreglu- maður dó, decerebreraður viku áður en ég kom. Auk þess fengu fjölskyldumeðlimir nokkrar kúlur í sig, auk þeirra hópur lögregluþj óna og nokkrir vegfarendur. Litlum sögum fór svo af vinunum. Jæja, þær 2 vikur sem ég var þarna komu inn nokk- ur tilfelli af sömu tegund og þar af mikið aorto- ur tilfelli af sömu tegund og var fróðlegt að assistera við nokkur þeirra. Einnig voru allmargar aðgerðir á gömlum fistlum eftir kúlugöt og úttæmingar úr abscessum af svipuðum orsökum. Næstu fjórar vikur róteraði ég svo á svæfingu, æðakirurgiu, urologiu og orthepediu, viku á hverj um stað. Ekki ætla ég að fara náið út í það, nema a æðakirurgiunni. Voru þeir eðlilega mikið í bypass- aðgerðum (framhjáhlaupum) og þar af mikið aorto- coronari. A svæfingadeildinni fékk ég mikið að gera, 3 spinaldeyfingar auk þess nokkrar léttar svæfingar og telst það mikið á þeirra mælikvarða. Fólhið Bandaríkjamenn eru yfirleitt vingjarnlegt og hjálpsamt fólk og við flesta sem ég kynntist líkaði mér mjög vel. Oftast naut ég norræns útlits og greinilega var það hagstæðara en að vera gulur með augun á ská og epicanthus, eða þá dökkur yfirlitum. Þó var þetta dálítið tvíeggjað á tíðum. Oft fengum við heimboð og var boðið i „picnics1' og einnig bauð læknir einn mér í veiðiferð, en tölu- verð silungsveiði er þarna í Ohio. Var veiðistaður- inn drullug tjörn sem úr rann smálækur, allt fullt af regnbogasilungi. Veiðin var svo steikt á litlum veit- ingastað þar hjá og etin með beztu lyst eftir á. Ann- ar bauð mér svo heim einn sunnudag og var þar furðu gaman eftir á. Hverfið sem spítalinn er staðsettur í fellur undir skilgreininguna „bad neighbourhood“ og stóð reynd- ar undir nafni. Ég fór reyndar allra minna ferða gangandi eða á hjóli, enda þjónusta strætisvagna ekki upp á marga fiska og bíl hafði ég ekki. Þetta þótti víst allglæfralegt, en ég hugsaði nú ekki veru- lega um það. Nokkrum sinnum varð þetta þó hálf óþægilegt. Tvisvar kom flaska vaðandi út um bíl- 18 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.