Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1974, Blaðsíða 14

Læknaneminn - 01.12.1974, Blaðsíða 14
Það sem helst getur gagnað honum er að segja frá sorg sinni og hryggð. Slíkt getur kannski auðveldað lionum að ná því stigi, að hann sætti sig við orðinn hlut. Þessi síðari tegund af depressio er yfirleitt hljóð og orð mega sín þá lítils. Helst er unnt að hjálpa þessum sjúklingum með orðlausum skilningi, t. d. með því að sitja hjá þeim og e. t. v. halda í höndina á þeim. A þessu stigi hafa þeir ekkert gagn af heim- sóknum, þar sem verið er að telja í þá kjark. Slíkt tal er eingöngu neikvætt fyrir þennan tilfinningafer- il, meðan fólk er að búa sig undir að sætta sig við orðinn hlut. Starfsfólkið þarf að skilja þetta og geta skýrt það út fyrir ættingjunum. Þessi depressio er gagnleg og nauðsynleg fyrir sjúklingana og gerir þeim kleift að skilja við lífið sáttir og rólegir. A& sætta sit/ vi& paS scm ckki verSur umfláiS Ef sjúklingarnir hafa haft nógan tíma til að ganga í gegnum hin stigin, ná þeir stigi þar sem þeir eru hvorki reiðir né sárir vegna örlaga sinna. Þeir eru búnir að fá útrás fyrir tilfinningar sínar, bæði öfundina gagnvart þeim sem fá að lifa og vera heilbrigðir, og reiðina gagnvart þeim sem ekki þurfa að horfast í augu við dauðann; þeir hafa reynt viðj- ar þunglyndisins vegna alls sem þeir hafa glatað. Þessir sjúklingar eru þreyttir og máttfarnir. Þeir þurfa mikið að sofa og þeir móka venjulega stutta stund í einu, ekki ósvipað og nýfædd börn. Það er ekki um að ræða uppgjöf eða fullkomið vonleysi, heldur sætta þeir sig við örlögin. Það þýð- ir ekki, að þeim líði vel og þeir séu sáttir við allt og alla. Hér er um ræða eins konar tilfinningalegan dofa, eins og verkurinn sé horfinn og baráttan liðin hjá og sjúklingarnir fái nokkurs konar endanlega hvíld á undan ferðinni löngu. Áhugi þeirra á umhverfinu dvínar, þeir vilja fá að vera í friði og losna við geðshræringar daglega lífsins, og þeim ber að hlífa við áhyggjum fjölskyld- unnar. Þeir vilja oft lösna við heimsóknir, og þeir tala yfirleitt ekki mikið. Heimsóknir eiga að vera stuttar og aðeins þeir allra nánustu. Á þessu stigi eru þeir í þörf fyrir þögult samband frekar en samtöl og þurfa að skynja að staðið sé með þeim. Það getur verið hollt fyrir okkur hin að fylgjast með þessu fólki, við skiljum þá, að dauðinn er e.t. v. ekki eins hræðilegur og við héldum. Eg hef þá lýst þessum 5 stigum, sem sjúklingarn- ir ganga í gegnum. En til eru undantekningar. Sum- ir berjast alveg fram undir endalokin. Þeir halda dauðahaldi í vonina og er ómögulegt að sætta sig við orðinn hlut. En einn góðan veðurdag segja þeir: „Nú get ég þetta ekki lengur.“ Því lengur sem þeir afneita dauðanum, því erfiðara verður að ná loka- stiginu með ró og virðuleika. Fjölskyldunni og starfsfólkinu finnst þetta fólk oft vera mjög sterkt og getur stundum stappað í það stálinu og talið því trú um, að það eina rétta sé að berjast, allt annað sé því ósamboðið og jafnvel svik við ættingjana. Hvernig fer þá þegar sjúklingurinn er húinn að sætta sig við dauða sinn, en ættingjarnir eða lækn- arnir eru á annarri skoðun og vilja berjast harka- lega fyrir lengra lífi? Þetta verður e. t. v. best skýrt með dæmi: Mjög vel gerð fimmtug kona var með illkynja æxli í kvið- arholi og hafði mikla verki. Hún reyndi að hjarga sér sem mest sjálf og þurfti litla hjúkrun. Hún hafði búið í mjög góðu hjónabandi og átti uppkomin börn. Henni fannst líf sitt hafa borið ávöxt og var tilbúin að deyja. Eina ástæðan til þess, að hún gafst ekki upp var, að eiginmaður hennar gat engan veginn sætt sig við, að hún væri að deyja. Skurðlæknarnir töldu, að eitt- hvað væri að vinna með „palliativri“ aðgerð og eig- inmaðurinn vildi, að allt hugsanlegt væri gert til að lengja líf hennar. Um leið og konan fékk að vita um skurðaðgerðina þurfti hún miklu meira af verkja- lyfjum en áður. Hún varð eirðarlaus og óróleg og var stöðugt að biðja um sprautur. Konan vildi alls ekki gangast undir aðgerðina, en hafði ekki þrek til að setja sig á móti manni sínum og læknunum. Þegar hún var komin inn á skurðstofuna fékk hún bráð geðveikiseinkenni með rugli, ofskynjunum, of- sóknarkennd og ótta. Það varð að hætta við aðgerð- ina. Þegar höfundur bókarinnar kom til hennar dag- 12 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.