Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1974, Blaðsíða 13

Læknaneminn - 01.12.1974, Blaðsíða 13
Þegar þetta fólk sér aðra hrausta og glaða fyllist það oft öfund og beiskju. Sjúklingarnir brýna þá oft röddina og gera kröfur. Kannski eru þeir þá að segja raeð því: „Ég er ekki dauður ennþá og ég heimta, að það verði tekið tillit til mín.“ Ef reynt er að skilja sjúklingana og láta þetta ekk- ert á sig fá, breytast þeir venjulega mjög fljótt. Sjúk- lingurinn lækkar fljótlega röddina og hættir að gera ósanngjarnar kröfur. Hættan er sú, að við höldum að reiðin beinist persónulega gegn okkur, en það gerir hún í rauninni ekki. Ef við reiðumst á móti, höldum við aðeins við gremju sjúklingsins. Verst af öllu er, ef ættingjarnir hætta að koma í heimsókn og læknarnir rétt líta til sjúklingsins og flýta sér svo út úr stofunni til þess að losna við óþægindin. S umlttom uluyjsst i t/ Þessi vörn sálarinnar gerir sjúklingn um oft mikið gagn, en hún stendur oftast stuttan tíma. Fyrst hefur sjúklingurinn beitt afneitun, síðan reiðst guði og mönnum. Nú er eins og hann reyni að gera einhvers konar samkomulag og fresta því sem óhjákvæmilegt er. Hann hugsar eitthvað svipað þessu: „Guð eða ör- lögin hafa ákveðið, að ég eigi að deyja. Afneitun og reiði hafa ekkert gagnað. Kannski verða máttarvöld- in betri viðureignar, ef ég bið þau í góðu.“ Þetta er ekki ólíkt því sem við sjáum hjá börnum. Þau biðja foreldrana um eitthvað, sem skiptir þau miklu máli og er neitað. Þá reiðast börnin fyrst, loka sig inni og afneita foreldrunum. En svo reyna þau nýja leið, bjóðast til að gera eitthvað fyrir þá, ef þeir skipti um skoðun, t. d. þvo upp í heila viku, eða eitthvað því líkt. Sjúklingar með lífshættulega sjúkdóma haga sér svipað. Og óskin er nærri því alltaf eitthvað svolítið lengra líf og sæmileg líðan í fáeinar vikur. Höfundur nefnir hér ágætt dæmi: Það var kona með illkynja sjúkdóm og mikla verki og þurfti að vera á sjúkrahúsinu til þess að fá sprautur. Hún átti uppáhalds son, sem ætlaði að gifta sig bráðlega. Konan hafði látið í Ijós ósk um að geta verið við brúðkaup hans, svo væri sér alveg sama hvað um sig yrði. Það tókst. Þegar hún fór til brúðkaupsins var hún glæsileg og það leiftraði af henni og engan gat grunað, að hún væri að bana komin. Þegar hún kom aftur var hún útkeyrð og þreytuleg, en áður en hægt var að spyrja hana hvernig hefði gengið, sagði hún: „Mundu, það, að ég á annan son.“ Það hefur einmitt sýnt sig, að sjúklingarnir halda aldrei þessa samninga, ef svo má að orði komast. Þeir setja alltaf fram nýjar kröfur um lengra líf. Yf- irleitt eru þessir samningar gerðir við guð og æðri máttarvöld og sjúklingarnir segja ógjarna frá þeim, en maður kemst óbeint að þeim. Það er algengt, að menn lofi að helga líf sitt guði ef þeir fái að lifa lengur. Depression Þegar sjúklingur með banvænan sjúkdóm getur ekki ýtt frá sér hugsuninni um veikindi sín, t. d. vegna endurtekinna uppskurða, eða vaxandi þreytu og máttleysis, þá verður honum efst í huga hinn mikli missir. Þessi missir er margþættur. Kona sem hefur misst brjóstið finnur, að hún er ekki lengur vel vaxin. Konu, sem hefur verið gerð á stór gyne- cologisk aðgerð getur fundist, að hún sé ekki lengur kynvera. Ofan á þetta allt bætast oft fjárhagsáhyggj- ur og áhyggjur vegna barnanna. Þetta er aðeins önnur tegundin af geðlægð, sem sjúklingarnir fá. Hún hlýtur að teljast reaktiv, og unnt er að gera ýmsar ráðstafanir til að létta hana, aðallega með félagslegum ráðstöfunum. T. d. ef ein- hver ættingi, sem sjúklingurinn treystir, lofar að taka að sér börnin. En sjúklingarnir fá líka annars konar depressio og söknuð. Þessi depressio er eins konar undirbún- ingur undir missi alls þess, sem þeim er kært. Þetta er nokkurs konar undirbúningur fyrir það stig, þegar sjúklingarnir sætta sig við orðinn hlut. Gagnvart þessari seinni tegund af depressio nær eng- in vörn. Það þýðir ekkert að ætla sér að hugga sjúk- linginn eða tala hann til, því að enga huggun er að fá gegn þessari nöturlegu staðreynd. Fátt er verra hægt að gera þessum sjúklingum en að segja þeim að reyna að horfa á björtu hliðarnar á lífinu. Þrátt fyrir allt sé ýmislegt sem hægt sé að gleðjact yfir. Slík orð finnast þeim aðeins fáránleg. Sjúklingurinn er í þann veginn að glata öllum og öllu, sem hann á, og þá mega orð sín ekki mikils. LÆKNANEMINN 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.