Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1974, Blaðsíða 42

Læknaneminn - 01.12.1974, Blaðsíða 42
Grikklandsför Brynka, Tóti og Bjössi: Á ofanverÖum síðastliðnum vetri mátti sjá stórt og litskrúð- ugt veggspjald á auglýsingatöflu læknanema H. I. Þarna voru grískir læknanemar að kynna þriggja vikna sumarskóla í Þessa- loniku, og var þátttökugj ald $80. Við þrjú ákváðum að þiggja þetta kostaboð, þar sem í þessari ferð virtist auðvelt að sameina læknis- fræðilegan áhuga og forvitni um land og þjóð. Við höfðum fyrir löngu ákveð- ið að fara í stúdentskipti en hvert vissum við ekki. Eitt var þó víst, við vildum fara til lands, sem við ættum ekki eftir að fara til næstu árin. Eftir miklar vangaveltur höfðum við valið Tékkóslóvakíu og sent þeim bréf strax í október. Við biðum róleg eftir svari frá tékkunum fram yfir áramót, en ekkert svar barst. Bréf eftir bréf var sent, og í lok apríl vorum við orðin öskureið og vonlaus um að komast. Grikkir gáfu okkur strax grænt Ijós og í lok júní lögðum við af stað til K-hafnar og dvöldum þar í nokkra daga. í þeirri ferð bar helst til tíðinda, að Bjössa tókst að lokka okkur í eitthvert voða- legt hryllingstæki, og lá við að hann týndi lífinu fyrir, bæði vegna síns eigin hláturs og hótana Tóta um líflát, vegna tilrauna hans til að svipta hjónakornin glóru og magainnihaldi. Frá K-höfn flugum við til Aþenu með DlS-flugi. Hitinn þar var voðalegur, samt var hávaða- rok. Við fengum inni á hóteli gegn vægu gjaldi, og næstu dagar fóru í að litast um í borginni. Skoðaðir voru helstu merkisstað- ir og næturlífið kannað, sem er mjög fjörugt og fer fram í hlíð- um Acropolis. Orugglega fór þó mestur tími okkar í að innbyrða og aíla drykkjarfanga, því vatnið þorðum við ekki að drekka og sá- um Salmonellur (og einstaka Shigellur) á hverjum íspinna. Á tilsettum tíma stóðu þrír næpuhvítir íslendingar á flugvell- inum í Þessaloniku. Þar vék sér að okkur mannkúla nokkur, alúð- leg mjög og spurði okkur nafns. Þarna var kominn Dimmi, einn af grísku skiptinemastjórunum, sem við áttum eftir að halda mik- ið upp á. Hann fór með okkur á stúdentagarðinn, sem reyndist vera tvær nýjar byggingar. Vand- ræðalegur skýrði hann út, að ann- að húsið væri fyrir stelpur, hitt fyrir stráka og samgangur þar á milli stranglega bannaður (hví- lik mæða). Undirbúningur grísku læknanemanna var allur til fyrir- myndar og þrátt fyrir mikla reiði yfir forneskjulegum reglum um samband kynjanna o. fl. lærðist mönnum fljótt að skilja tengslin milli íhaldssams hugsunarháttar og kreddufestu í trúmálum. Yfir nokkrum flöskum af þjóð- ardrykknum Retzina, kynntumst við fljótlega hinum stúdentunum, sem komnir voru á sumarskólann. Var þetta brátt samstilltur og fjör- ugur hópur, og var oft glatt a hjalla. Reyndust þetta vera allra þjóða kvikindi, og merkilegt nokk, stelpur í meiri hluta, þá einkum danskar. Grikkirnir sáu okkur fyrir alls kyns heimboðum og skipulögðu ferðir um nágrennið. Við vorum einmitt í einni slíkri ferð er stríð- ið á Kýpur braust út. Öll farar- tæki (frá hesti til rútu) voru gerð upptæk og við komumst ekki til Þessaloniku. Dvalist var í besta yfirlæti á hóteli í Kavala, en þvi er ekki að neita, að nokkur geigur kom í okkur við að horfa á o- slitna röð herflutningabíla og vít- isvéla, sem lá til landamæranna. En þrátt fyrir flugufréttir um að barist væri skammt frá, var a- standið ekki eins slæmt og virtist í fyrstu og við komumst fljóílega til Þessaloniku. Á hverjum morgni voru fyrir- lestrar og umræðufundir þar sem fjallað var um hin ýmsu læknis- fræðilegu efni. Virtist okkur að pre- og parakliniskt nám væri sambærilegt því, sem er í heima- högunum, en kliniskt nám mjög lítið. Grískir stúdentar eiga ekki kost á launuðum störfum og námslán 36 læknaneminn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.