Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1974, Blaðsíða 64

Læknaneminn - 01.12.1974, Blaðsíða 64
sumir dylji veikina til að sleppa hjá sóttvörnum. Enga vissu lief ég fyrir því, hvaðan veikin er flutt. Flestir héldu, að hún hefði komið hingað með Norð- mönnum, en við nánari athugun reyndist það þó lil- gáta ein, sem fulla sönnun vantaði algerlega fyrir. Eg tel það eins líklegt, að þetta geti verið sami far- aldurinn, sem fyrir nokkrum árum fluttist til Suður- landsins, og sé nú seint og síðar meir fluttur hingað í annað sinn, þótt sannanir geti ég heldur ekki fært fyrir því.“ (3, 1901-1904, 88). Arið eftir (1905) segir í skýrslu héraðslæknisins um skarlatssóttina: „Veiki þessi gjörði fyrst vart við sig snemma í febrúarmánuði á Oddeyri og barst ef til vill þaðan yfir á Svalbarðsströnd í sama mán- uði. Sýktust þar nokkur börn á einu heimili. Veik- indaheimilin voru óðara sóttkvíuð, og sótthreinsuð að afstaðinni veikinni. Varð hennar síðan eigi vart fyr en í októbermánuði. Þá gaus hún enn að nýju upp á Oddeyri og sýktust 6 börn í 3 húsum . . . Þetta háttalag skarlatssóttarinnar, að hverfa tímunum saman og gjósa svo upp aftur þegar minnsta varir, hinn ákaflegi erfiðleiki að útrýma veikinni til fulls, þrátt fyrir, að hún sýnist í hvert sinn stöðvast óðara en tekið er í strenginn - allt þetta er auðskilið, þeg- ar maður kynnist veikinni eins og hún hefur hagað sjer hjer. Eflaust spiilir það til hve sótthreinsanir eru ófullkomnar, en aðalatriðið er þó hve atypisk og væg sóttin er að öllum jafnaði . .. Ef mögulegt væri að vita ætíð hvar sóttin gjörir vart við sig, þá væri að minni hyggju auðvelt að útrýma henni, en því miður strandar allt á þessu atriði, við svo væga atyp- iska sótt og er því ekki að vita, hve lengi hún verður hjer viðloða, eða hve langt hún kann að útbreið- ast.“ (3, 1905-1906, 23-24). Þegar alls þessa er gætt þá tel ég langsennilegast að skarlatssótt hafi orðið hér landlæg löngu fyrir aldamótin 1900, varla síðar en upp úr 1881, og allt- af er hún árlega á farsóttaskrá síðan 1900. Niðurstaðan af þessari athugun á sögu mislinga og skarlatssóttar á Islandi er sú, að það er unnt að rekja þá fyrrnefndu mun lengra aftur í aldir en þá síðarnefndu. Þetta er yfirleitt í samræmi við sögu þessarar kvilla í Norðurálfu, sem almennt er túlkuð á þann veg að læknar hafi ekki greint á milli hinna mismunandi útbrotasótta annarra en bólusóttar fyrr en tiltölulega seint, það er á 16. og 17. öld, en þeir munu allir gamlir í hettunni. En er þetta nú alveg óyggjandi túlkun? Hér varð skarlatssóttin landlæg um hálfri öld á undan mislingum og virðist það eðlilegur gangur mála þegar gætt er hins ólíka eðlis sjúkdómanna. Mislingar eru bráðsmitandi veirusjúkdómur, sem berst aðallega með úða mann frá manni, og eru að kalla allir sem ekki hafa haft þá næmir fyrir þeim. Mislingafaraldurinn gengur því tiltölulega fljótt yfir og hending að nokkur næmur maður sleppi. Það þarf því nokkuð stóran þéttbýliskjarna til þess að halda slíkri sótt við líði að staðaldri, og þau skilyrði virðast ekki hafa verið á Islandi fyrr en um miðbik 20. aldar. Skarlatssóttarvaldurinn er úr hópi blóð- talnaleysandi keðjukokka (streptococcus haemolyti- cus) og af þeim afbrigðum þeirra er mynda eiturefni (toxin). Skarlatssóttin berst mann frá manni, en einnig með munum því kokkarnir geta lifað lengi utan líkamans, en næmleiki manna fyrir skarlatssótt er ekki nærri því eins almennur og fyrir mislingum, og hátterni hennar oft æði duttlungafullt, þannig að hún getur verið að tína upp einn og einn heimilis- mann með löngu millibili. Hún fer því hægt yfir og þarf mun minna þéttbýli til að verða landlæg en mislingar og bóla. En eins og kom fram í upphafi þessarar greinar, þá eru mislingar orðnir landlægir í Svíþjóð þegar skráning dánarmeina hefst þar, en ekki skarlatssóttin. Þetta er erfitt að skýra á annan veg en þann, að tiltölulega skammt muni síðan sú veiki fyrst barst til Svíþjóðar, að minnsta kosti verð- ur það ekki skrifað á reikning ófullkominna heim- ilda. Blóðtöluleysandi keðjukokkar eru mjög útbreidd- ir sýklar og valda ýmsum bólgu- og ígerðarsjúkdóm- um þar á meðal febris rheumatica, hálsbólgu og heimakomu. En að minnsta kosti tveir þeir síðast töldu eru kunnir á Norðurlöndum og hér á landi frá miðöldum. Þar fyrir má það vel vera að hinir eitur- myndandi blóðtöluleysandi keðjukokkar séu tiltölu- lega nýlega uppkomin afbrigði þessara lífvera. HEIMILDIR: 1. Ackerknecht, E. H.: History and Geography of the most important Diseases. New York, Hafner, 1965. 2. Creighton, Ch.: A. history of epidemics in Britain, with additional material by D.E.C. Eversley, E. Ashworth Underwood, Lynda Ovenall, I,—II. London, F. Cass, 1965. 52 læknaneminn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.