Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1974, Blaðsíða 80

Læknaneminn - 01.12.1974, Blaðsíða 80
Svui' t'ið sjúlirutilfelli Alit: Það sem helzt einkennir þennan sjúkling er þetta: 1. Blæðingar, bióðflögufækkun, eðlilegur fjöldi blóðflögumæðra. 2. Fölvi, gula, blóðskortur, fjölgun netfruma, bjálm- frumur, hækkun á bilirubini, urobilinogen í þvagi, neikvætt Coombs-próf. 3. Breyting á hátterni. 4. Ureahækkun, blóðmiga og eggjahvítu. 5. Hiti. Við hefjum leitina að orsök þessara einkenna meðal þeirra sjúkdóma, sem valda blóðflöguskorti og blóðskorti. Leitin verður auðveldari, ef við ger- um okkur grein fyrir því, að hvorutveggja skortur- inn hlýtur að stafa af eyðingu blóðkornanna en ekki framleiðslubresti. Þeir sjúkdómar, sem helzt full- nægja þessum skilyrðum, eru þessir: 1. Thrombotic thrombocytopenic purpura = TTP 2. Idiopathic thrombocytopenic purpura = ITP 3. Idiopathic autoimmune hemolytic anemia = IAHA 4. Symptomatic hemolytic anemia = SHA 5. Evans syndrome = ES 6. Lupus erytbematosus disseminata = LED Ennfremur er rétt að hafa í liuga: 7. Disseminated intravascular coagulation = DIC Tafla 1 sýnir samræmið með þeim einkennum, sem mest bar á hjá sjúklingi okkar, svo og nokkrum öðrum einkennum, sem að gagni mega koma við mismunagreiningu, og þeim sjúkdómum, sem nefnd- ir eru hér að ofan. Taflan sýnir ljóslega, að einkenni sjúklings eru í beztu samræmi við TTP en samræmið er einnig gott við LED. Við verðum því ða greina milli þeirra. Fyrsta skrefið er að rifja upp skilmerki þeirra. TTP hefur eítirfarandi skilmerki: 1. Húðblæðingar vegna hækkunar blóðflaga. 2. Blóðlausn. 3. Einkenni frá miðtaugakerfi. 4. Einkenni frá nýrum. 5. Hiti. LED hefur 14 skilmerki, sem ég ekki mun telja hér. Sjúklingur verður að hafa minnst 4 af þeim, til þess að geta talizt vera með þann sjúkdóm. Það er skemmst frá því að segja, að sjúklingur okkar hefur öll skilmerki um TTP - enda þótt ein- kenni frá miðtaugakerfi séu enn heldur lítil. Hann nær ekki að hafa 4 af 14 skilmerkjum LED. Það verður því að teljast líklegast að hann sé haldinn Thrombotic thrombocytopenic purpura. Aœtlun: Það eru nú þegar miklar líkur á því, að sj úklingur okkar sé með TTP. Það er þó rétt að leita staðfestingar á þeirri sjúkdómsgreiningu með því að taka sýni úr tannholdi, eitli eða merg og leita eftir sérkennilegum æðabreytingum. Síðan er rétt að snúa sér að meðferð. Það var lengi talið að TTP væri nær undantekn- ingarlaust banvænn sjúkdómur og að öll meðferð kæmi fyrir ekki. Fyrir fáum árum varð þó Ijóst, að eftirfarandi meðferð væri vænleg til árangurs: 1. Prednisone 1000 mg/dag. 2. Asperin/persantin (til að minnka samloðun blóð- flaga). 3. Miltistaka eins fljótt og auðið er (til þess að draga úr eyðingu blóðkorna). 4. Blóðflögugjöf að lokinni miltistöku (fyrr stoðar það ekki). Sé þessari meðferð beitt má búast við því að minnst 50% sjúklinga með TTP lifi sjúkdóminn af. Ferill: Daginn eftir komu sína varð sjúklingur 66 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.