Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1974, Blaðsíða 39

Læknaneminn - 01.12.1974, Blaðsíða 39
legu mati og viðhorfum til mannskepnunnar. Marg- ir læknar hafa þá skoðun, að fyrst eigi að nota hættuminnstu lækningaaðferðirnar, sem völ er á, jafnvel þótt það geli valdið því, að kvalir sjúklings linast ekki eins mikið og ef t. d. morfín væri gefið. Morfín getur verið, eins og allir vita, vanabindandi. Að auki virka gervilyf nokkurn veginn jafnvel og deyfilyf í y3 tilfella. F. J. Evans heldur því fram, að léleg virkni gervilyfja stafi fyrst og fremst af við- horfum læknisins gagnvart lyfjunum. Evans segir, að í hverri læknistösku ættu gervilyf að vera fastur liður. Hverjir ttihu gervilyfin? Flestir halda að gervilyf lækni aðeins ímyndaðan sársauka og að það séu bara „aðrir“ sem séu nógu vitlausir til að taka „plat-pillu“. Allavega dytti mín- um lækni aldrei í hug að gefa mér svoleiðis drasl. Margir læknar halda einnig, að aðrir læknar gefi meira af gervilyfjum en þeir sjálfir. „Mín meðul eru ósvikin.“ Áhrif í lyfjuiðnaðinum Ben Gordon, einn af nefndarmönnum úr banda- rísku þingnefndinni, sem hefur eftirlit með lyfjaiðn- aðinum, komst svo að orði: „Því meira sem lyfið kostar, því meira er keypt af því.“ Svo virðist sem stór hluti fólks telji að því dýrari sem lyfin eru, því virkari séu þau. Þessi viðhorf fólks eru að sjálfsögðu mjög hagstæð fyrir lyfjaiðnaðinn. Á síðustu öld, þegar eftirlit með lyfjaframleiðslu var ekkert, þá varð hver að gæta sín. Margur endaði í gjaldþroti með lyfjaskápinn fullan af „plat-pill- um“. Nú á dögum hafa lyfjaauglýsingar haft stórkost- leg áhrif í þá átt að auka trú almennings á lyfjum yfirleitt. Hver kannast ekki við eftirfarandi: „Ertu eitthvað slappur? Þú hlýtur að vera veikur. Blessaður taktu þessar pillur.“ Ríkarður Penna, sem er í stjórn „The American Pharmaceutical Association“, þ. e. hagsmunafélag lyfjaframleiðenda, segir, að 1969 hafi lyfjaiðnaður- inn eytt um 100 millj. dollara í auglýsingar á verkja- stillandi lyfjum, sem hægt er að fá án lyfseðils. Sama ár eyddu neytendur um 360 millj. dollara eingöngu í lyf samsett úr asperíni, s. s. Excedrin, Anacin og Bufferin. „Að mínu áliti,“ segir Penna, „eru flest „án-lyfseðils“-lyfin lyfjafræðilega, lækn- isfræðilega og fjárhagslega heimskuleg.“ Penna talar einnig um, að oft komi fólk í lyfja- verzlun sína og leiti að ákveðnu lyfi frá ákveðnum framleiðanda. Þegar hann sem lyfjafræðingur reyndi að sýna viðskiptavininum fram á, að lyfið sem hann leitaði að, hefði ekki þau áhrif sem hann óskaði eft- ir, kom það iðulega fyrir að viðskiptavinurinn vildi samt endilega kaupa þetta stórkostlega lyf. „The Food and Drug Administration“ (FDA) á einnig að hafa eftirlit með lyfjaiðnaðinum í Banda- ríkjunum. Þeir í FDA hafa lengi spurt sj álfa sig, hvort gerði þjóðfélaginu meira gagn að taka gervilyfin úr um- ferð eða leyfa þeim að vera. Þar sem gervilyfin eru lausn vandamála mikils fjölda fólks, yrði það þessu fólki skaði, ef lyfin hyrfu af markaðinum. Hingað til hefur stefna FDA verið sú, að láta sem gervilyfin séu ekki til, þannig að nokkuð öruggt þykir, að þessi lyf verði áfram á markaðinum. Mayn Ekkert lát virðist ætla að verða á kröfum okkar um að fá eitthvað til að gleypa til þess að okkur líði vel. Á næstu mánuðum munu um 20 þús. tonn af aspiríni verða gleypt í Bandaríkjunum einum. 20 þús. tonn þýða 225 töflur á mann á ári, sem er um það bil % úr töflu á hvert mannsbarn á dag. Samkvæmt þessum niðurstöðum virðast allir þegnar Bandaríkjanna vera með stöðugan höfuð- verk. Lokaorð Ofangreind áhrif gervilyfja sýna ótvírætt sam- band sálarlífs og líkamsstarfsemi. Viðhorf sjúklings eru greinilega ótrúlega stór þáttur í lækningunni. Læknir þarf að hafa hæfileika til að nýta þau á- hrif sem hugarfar sjúklings getur haft á lækninguna. Þegar fólk talar um góðan lækni á það yfirleitt við þá lækna, sem hafa gefið sér tíma til að gera sálrænu hlið sjúkdómsins skil. Er þetta ekki einmitt sama niðurstaða og vinur vor, Galen, komst að fyrir um 1800 árum? Einar Guðmundsson. LÆKNANEMINN 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.