Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1974, Blaðsíða 40

Læknaneminn - 01.12.1974, Blaðsíða 40
Nokkur orð um niðurstöður „Kennarakönnunar" Ólafur Pétur Jakobsson lœknanemi: Nú hefur verið gengið frá nið- urstöðum hinnar svokölluðu kenn- arakönnunar og þær fengnar í hendur stjórnar F. L. til frekari ráðstöfunar. Samtals tóku 173 læknanemar (rúmur fjórðungur innritaðra) þátt í könnuninni, 147 af nýju- og 26 af gömlu-reglugerðinni. Spurt var 27 spurninga um 34 kennara. Fjórtán fyrstu spurning- arnar voru um einstaka kennara, næstu sjö um reynslu manna af klíniskum námskeiðum og síðustu 6 um almennt viðhorf til kennslu og náms í læknadeild. Meðal nemenda hefur bryddað á þeirri skoðun að með niður- stöðum könnunarinnar verði þeim fengið beitt vopn í hendur gegn þeim kennurum, sem ekki rækja starf sitt af skyldurækni. Það má vera að þetta hafi verið tilgangurinn í upphafi og er það vel því öllum er hollt að störf þeirra séu rædd og gagnrýnd. Kennarakönnunin hefur hins vegar alveg Irrugðist sem afl í þeim umræðum af tveim ástæð- um: Spurningarnar eru afar fljót- færnislega unnar og svo virðist sem nemendur hafi aldrei fylli- legt gert sér ljóst hvort verið var að prófa þá sjálfa eða kennarana. A. Spurningar um einstaha hennara I þessum þætti var gefinn kost- ur á svörunum JÁ - NEI og áttu þátttakendur að setja kross í þann reit sem þeir töldu eiga betur við. Eg mun gera sem minnst af því að nefna nöfn og tel það á valdi stjórnar F. L. að ráða á hvaða vettvangi það verður gert. 1. Undirbúningur kennara er góð- ur. Það var aðeins um tvo af hin- um 34 kennurum að allir að- spurðir töldu þá vel undirbúna, en það voru þeir Þorkell Jónann- esson og Hannes Blöndal. 2. Kennari setur efnið skýrt og skipulega fram. Aðeins í fáum tilvikum voru allir sammála um þetta atriði, en meiri hluti atkvæða féll þó yfir- leitt í sama reit. 3. Kennari gerir góðan mun á að- al- og auka-atriðum. Nú dreifðust atkvæðin veru- lega sem í mínum augum þýðir ekkert annað en að nemendur sjálfir viti varla mun á þessum at- riðum. 4. Kennari notfœrir sér tiltcek kennslutœki (t. d. glœrur). Hér keyrir um þverbak því ekki gátu stúdentarnir í einu einasta tilviki ákveðið með öllum greidd- um atkvæðum hvort viðkomandi kennari notar tiltæk kennslugögn eða ekki. 5. Kennari dregur fram misrnun- andi kenningar í grein sinni. 6. Kennari örvar nemendur til að hugsa sjálfstœtt um greinina. 7. Kennari hvetur til umrœðna og fyrirspurna. 8. Kennari vekur áhuga nemenda. Svörin við þessum fjórum spurningum féllu þannig að rugl- ingslegustu kennararnir komu best út. Það virðist einnig eftir svörunum, að nemendur viti ekki: hvort kennararnir eru dogmatisk- ir, hvort nemendur verði treglega fengnir til að hugsa sjálfstætt, séu seinhvattir til umræðna og fyrir- spurna eða verði trauðla vaktir til áhuga. 9. Skipulagning fyrirlestra er góð (röð, efni o. þ. h.) Nú lyftust sjónir stúdentanna úr eigin harmi og atkvæðin féllu oft þannig að allt að % hlutar komu í reit sem gefur talsverða vissu um viðkomandi kennara. 10. Kennari tengir grein sína öðr- um greinum lœknisfrœði. Hér kemur fram að kennarar a fyrstu stigum námsins eru ekki taldir tengja kennslu sína eins vel öðrum greinum og þeir sem kenna á síðari stigum. 11. Kennari miðar kennslu sína fyrst og fremst við: A. Praktisk vandamál (sjúkling- inn, kvartanir hans og ein- kenni). 34 læknaneminn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.