Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1974, Blaðsíða 61

Læknaneminn - 01.12.1974, Blaðsíða 61
mun koma fram aöalástæöan til þess hve margir læknar veigruöu sér við að greina þennan faraldur sem skarlatssótt, þrátt fyrir það að öll aðaleinkenni hennar væru fyrir hendi. Þeir liafa sem sé bitið sig í að skarlatssótt væri alltaf illkynja sótt, sem hún vissulega var oft á þeim árum, en það var engin ó- frávíkjanleg regla. I Reykjavík byrjaði faraldurinn í Latínuskólan- um, hefur eflaust flust þangað með norðanmönnum þega þeir komu til náms. Héraðslæknirinn, Jónas Jónassen, taldi þetta rauða hunda (erythema multi- forme), en síðar, þegar skarlatssóttin gekk árið 1900, taldi hann það sams konar sótt og þá 1887- 1889 (sjá hér síðar). 1888: Faraldurinn heldur áfram á árinu 1888 og er nú skráður undir heitinu rubeolae. A farsóttaskrá eru 309 sjúklingar úr 10 héruðum, langfleslir úr 16. læknishéraði (204, þar af 3 dánir), en auk þess er rubeolae getið í skýrslum tveggja annarra héraða, eða samtals úr 12 héruðum (1.-3., 6.-8., 13., 15., 16., 18.-20.). (3, 1881-1890, 24 og 103). I skýrslu landlæknis segir: „Rubeolæ synes nu at være bleven endemisk paa Island; i en hel Del Aar viste den sig slet ikke her i Landet indtil i 1883, da den gik over hele Landet. Siden da har den været her hvert Aar, ifjor lignede den i sin Optræden Scar- latina en hel Del; iaar har den ikke nær haft saa meget lilfælles med denne Sygdom.“ (3, 1888, 191- 192). Eftir þessu ætti þessi svokallaða rubeolae einn- ig að hafa gengið 1885 og 1886, þó hennar sé ekki getið í heilbrigðisskýrslum fyrir þau ár. 1889: Árið 1889 er rubeolae „á skrá í 3 héruð- um (2., 11. og 15.), alls 81 sjúlkingur. Tveir eru taldir dánir. Lýsing héraðslæknis í 2. héraði virðist miklu fremur benda á skarlatssótt en rauða hunda.“ (3, 1881-1890, 104). 1890-1894: Á farsóttaskrá árið 1890 er einn sjúklingur með rubeolae (i 15. læknishéraði), árið 1891 eru þeir 11 í 2 héruðum (8. og 2.), árið 1892 3 í 11. læknishéraði, 1893 5 í 1. læknishéraði, árið 1894 einn í 1. læknishéraði. Ur engu héraðanna er gerð nánari grein fyrir veikinni, en flestir héraðs- læknanna (úr 1., 11. og 15.) hafa áður lýst xubeolae á þann veg að ekki verður betur séð en um skarlats- sótt hafi verið að ræða. 1895: Árið 1895 eru á farsóttaskrá 168 rubeolae- sjúklingar úr 5 héruðum (1., 5., 6., ] 1. og 15.), flest- ir þeirra úr 6. læknishéraðinu, eða 105. Ur 1. héraði segir: „I miðjum nóvemberrnánuði fór að hera á rubeolae hér í bænum. Verður ekki sagt, hvaðan sóttarefnið hefur komið.“ Héraðslæknir 6. héraðs „getur þess, að rubeolae hafi breiðzt allmikið út, en veikin yíirleitt verið mjög væg. I einu tilfelli hafi hún þó haft alvarlega nýrnabólgu í för með sér.“ (3, 1891-1895, 61 og 90). Það er með ólíkindum að rauðir hundar valdi nýrnabólgu. 1896: Árið 1896 eru á farsóttaskrá 50 rubeolae- sjúklingar úr 8 héruðum (L, 2., 5.-7., 10, 15. og 9.), allir á tímabilinu jan.-júní (3, Viðauki við skýrslur 1896-1900, 96-97). í skýrslu landlæknis segir: „Dílasótt („rauðir hundar“ - Rubeola) gjörði víða vart við sig . . . veikin var að venju væg.“ (3, 1896, 3). Engin nánari deili eru sögð á veikinni. 1897: „Dílasótt (Rubeola). Þessi veiki hefur að eins komið fyrir hjá Zeuthen (15. læknish.) og til- færir hann 75 sjúklinga. Hann álítur „að veikin hafi fluttst hingað með norsku skipi . . . Veikin yfirleitt væg; byrjaði á sumum með hálsbólgu, á sumum með sótt og uppköstum.“ Af sjúklingunum dó eng- inn. Zeuthen var fyrst í nokkrum vafa um, hvort hjer væri um dílasótt eða væga skarlatssótt að ræða.“ (3, 1897, 4). Einkennin sem greint er frá benda til skar- latssóttar. 1898: Þetta ár eru skráðir 11 sjúklingar með rubeolae, 10 í 15. og 1 í 10. læknishéraði (3, 1896— 1900, 104-105). Árið 1899 er enginn sjúklingur með rubeloae á farsóttaskrá. 1900: I skýrslu landlæknis (J. Jónassen) í Medi- cinalberetning for Aaret 1900 segir: „Den anden Epidemi var en Rubeolae eller Scarlatinaepidemi, som sidste Gang var udbredt her i Landet 1887 og 1889. Sygdommen begyndte i 1. Lægedistrikt i April Maaned som en akut febrilsk Sygdom med et Exant- hem, bestaaende af rpde Pletter, som konfluerede til store, skarlagenrpde stprre Flader nafnlig paa Hals og Ekstremiteter. De fleste fik opkastning i Begynd- elsen samt Angina med mere eller mindre svære Be- lægninger; gl. lymphatic. colli svulme. Exanthemets Udbrud fandt i Reglen Sted 2. eller 3. Dag. Afskaln- ingen dels klidformig, dels lametlps. Sygdommen var i Reglen meget mild.“ (3, 1900, 244). En í „Skýrslu um heilbrigði manna á Islandi árið LÆKNANEMINN 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.