Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1974, Side 12

Læknaneminn - 01.12.1974, Side 12
Francisco Goya: Skclfingar stríSs. „Þeir koma ekki nóga snemma“, (1810). aði samt aldrei eftir að vera send heim og sætti sig að vissu marki við strangt mataræði, sem var henni nauðsynlegt. Þeir sem hafa notað neitunina sem sálræna varn- araðferð fyrr á ævinni, gríjia líka til hennar í dauða- stríðinu. Retði' <•«>« timtnjustigið Fáum eða engum dauðvona sjúklingum er gefið að geta alveg fram að dauðastundinni lifað í draum- heimi, þar sem þeir eru heilbrigðir og líður vel. Þegar neitunin bregst kemur oft reiðitilfinning, gremja og öfund í staðinn. Menn hugsa sem svo: Hvers vegna þarf þetta endilega að koma fyrir mig? Þetta reiðitímabil reynir oft mikið á starfsfólk og ættingja. Reiðin beinist í allar mögulegar átti og af handahófi að því er virðist. Læknarnir eru einskis nýtir, hafa ekkert vit á hvaða rannsóknir þarf að gera, hvaða matur hentar, eða hvaða lyf eiga við. Þeir halda sjúklingunum endalaust á sjntulunum að óþörfu. Þeir leyfa að alls konar veikt fólk sé sett inn á stofuna og haldi fyrir manni vöku. Þessir sjúkling- ar eru samt ennþá reiðari við hjúkrunarfólkið. Það er alveg sama hvernig er komið við þá, allt er klaufa- lega gert og sárt. Þeir eru síhringjandi. Ef reynt er að lagfæra sængurfötin eða hrista koddann, segjast þeir aldrei fá að vera í friði, en rétt á eftir hringja þeir og biðja um að rúmfötin séu lagfærð. Ef ættingjarnir koma í heimsókn, þá er þeim hryssingslega tekið, þeir verða þá miður sín, fá tár- in í augun og fyllast sektarkennd, og það dregst að þeir komi aftur. En þetta gerir sjúklinginn ennþá reiðari og óánægðari. Starfsfólkið á oft erfitt með að þola þessa sjúk- linga. Við ættum samt að reyna að setja okkur í spor þeirra og skilja hvers vegna þeir hegða sér svona. Yrðum við ekki líka reið og beisk, ef allt sem við værum að byggja upp hryndi í einu vetfangi? Stund- um er um að ræða fólk, sem hefur neitað sér um flest og sparað peninga til ellinnar og ætlar sér að eiga nokkur róleg ár eftir erfiði lífsbaráttunnar, langar e. t. v. að ferðast um og skoða heiminn. Allir þessir draumar hrynja á svijrstundu. 10 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.