Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1980, Síða 12

Læknaneminn - 01.03.1980, Síða 12
Mynd 2. Myndin sýnir hljóðritun (PCG: Phonocardiogram) jyrsta og annars hjartahljóðs. Takið ejtir að hljóðið kemur að- eins á eftir QRS á hjartaajriú (ECG) og aðeins á undan púls í carotisœð (x), sem sést við þrýstingsritun (CPT: Carotid pulse tracing). hjartahljóða. - Það sem nú verður talið ræður hæð (intensity) fyrsta hjartahljóðs: 1. Staða mítralloku við upphaf sýstólu, en hún á- kvarðast af lengd milli atrium- og ventriculus- sýstólu, sem sést af lengd P-R hils á hjartarafriti. Sé P-R bil stutt er lokan galopin við upphaf ventriculus-sýstólu og hátt fyrsta hjartahljóð myndast. Sé P-R bil Iangt, veldur hvirfilstraumur Jdví að lokan er komin í hálflokaða stöðu við upp- haf ventriculus-sýstólu, og fyrsta hjartahljóð verður lágt. Auðvelt er að meta hreytingar á fyrsta hjartahljóði eftir stöðu mítralloku við 3° A-V rof, en þá er P-R bil síbreytilegt. 2. Aukin þykkt mítralloku eins og sést við mítral- stenosis veldur háu fyrsta hjartahljóði. 3. Hraði þrýstingsaukningar í vinstri ventriculus (rate of pressure rise) ákvarðar einnig hæð fyrsta hjartahljóðs. Sé hraði þrýstingsaukningar minnkaður lækkar fyrsta hjartahljóð vegna þess að mílrallokan smellur ekki saman af eins miklu afli. Þetta gerist t. d. við blóðþurrð í hjartavöðva (myocardial ischemi), kransæðastíflu og sjúk- dóma í hjartavöðva. Sé samdráttarhæfni aukin eins og t. d. við aukinn sympathicus tonus, hrað- an hjartslátt eða ofstarfsemi skjaldkirtils, hækk- ar fyrsta hjartahljóð. Annað hjartahljóð (S2) Annað hjartahljóð myndast við lokun á aorta- loku og pulmonalloku, en þær lokast þegar þrýst- ingur í vinstri og hægri v:ntriculus fellur niður fyrir þrýsting í aorta og a. pulmonalis (sjá mynd). Annað hjartahljóð heyrist best við hjartagrunn. Það hefur háa tíðni og í heilbrigðu hjarta er það klofið í tvo þætti, A2 sem myndast við lokun aorta- lcku, og P2 sem myndast við lokun púlmónalloku. A2 er alls staðar á undan P2 (þ. e. hvort sem hlustað er við hægri eða vinstri rönd bringubeins). Klofn- * ingur heyrist undir eðlilegum kringumstæðum að- eins við innöndun, en þá gerist tvennt: Tæmingu á ventriculus seinkar vegna aukins innllæðis blóðs og þenslugeta (capacitance) lungnaæða eykst. Hvorutveggja veldur seinkun á lokun púlmónalloku. 10 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.