Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1980, Qupperneq 15

Læknaneminn - 01.03.1980, Qupperneq 15
þurrð til hluta hjartavöðvans, hann verður stííur og hljóðið heyrist langoftast. Fjórða hjartahljóðið getur gefið vísbendingu við mismunagreiningu á brjóstverk. b) Kransæðastífla (infarctus myocardii). Við kransæðastíflu gerist það sama og við hjartakveisu, en þá er hinsvegar um stöðuga blóðþurrð að ræða. Fjórða hjartahljóð heyr- ist nær undantekningarlaust við bráða krans- æðastíflu. 2) Aukin þykkt hjartavöðva (hypertrophia ventri- culi sin.): a) Háþrýstingur (hypertensio arterialis). b) Þrengsli á aortaloku (stenosis valvulae aor- tae). Við hvorutveggja hefur hjartavöðvinn unnið um langan tíma gegn auknum jDrýstingi sem veldur þykknun og stífleika vöðvans (con- centric hypertrophy). c) Hjartavöðvasjúkdómar (cardiomyopathy). Hér er um marga sjúkdóma að ræða. Þeim er oft skipt í cardiomyopathia hypertrophica sive congestiva. Við cardiomyopathia hyper- trophica heyrist nær undantekningarlaust hátt fjórða h jartahljóð. 3) Fibrosis sive infiltratio myocardii: Þetta er sundurleitur flokkur sjúkdóma sem eiga það sameiginlegt að valda því að hjartavöðvi verður stífur. Má nefna amyloidosis, haemochroma- tosis og diabetes mellitus. Fjórða hjartahljóð er ekki alltaf sjúklegt. Með vaxandi aldri verður það algengara í fólki sem ekki hefur einkenni hjartasjúkdóms. Nefnt hefur verið að helmingur manna yfir sjötugt hafi fjórða hjarla- hljóð. Hugsanlegt er að sumir þeirra hafi hjarla- sjúkdóma án einkenna. Einnig er vitað að fibrosis í hjartavöðva eykst með aldri, og getur hún valdið auknum stífleika vöðvans. Bjartaóhljóð Þessi hljóð myndast þegar truflun verður á eðli- legri blóðrás í hjarta. Langoftast valda skemmdir á hjartalokum þessari truflun. Hringiður myndast í hlóðrásinni, og veldur þetta hljóðum sem berast út á yfitborð líkamans. Þegar óhljóðum er lýst ber að taka fram eftirfarandi: 1) Tímasetning óhljóða (sýstóla eða díastóla). 2) Hvar heyrast óhljóð best. 3) Hæð óhljóða (intensity), oft skipt frá %-% eft- ir hæð. 4) Dreifing frá þeim stað þar sem óhljóðið heyrist best. 5) Lögun óhljóða. 6) Tiðni óhljóða (frequency). Flokka má óhljóð á ýmsan hátt. I jtessari grein skipti ég þeim í sýstóiísk óhljóð og díastólísk óhljóð. Sýstólískum óhljóðum má aftur skipta í tvo aðal- ilokka: Utstreymisóhljóð (tígullaga óhljóð, eject- tions óhljóð) og rangstreymisóhljóð (pansýstólísk óhljóð, hólósýstólísk óhljóð, regurgitations-óhljóð). Utstreymisóhljóð myndast við flæði um aortaloku eða púlmónalloku. Þessi óhljóð eru hátíðnihljóð sem heyrast best yfir hjartagrunni. Fyrsta hjartahljóð heyrist vel og stundum heyrist smellhljóð á undan óhljóðinu. Helstu orsakir útstreymisóhljóða eru þrengsli á aortaloku eða |)úlmónalIoku, kölkun á lokublöðkum án þrengingar, víkkun á upptökum aorta eða a. pulmonalis. Auk þess gelur útstreymis- óldjóð heyrst án þess að um nokkurn sjúkdóm sé að ræða (functionelt óhljóð). Hér verður rætt nánar um starfrænt útstreymisóhljóð og óhljóð sem heyr- ast við þrangsli á aortaloku og púhnónalloku. Starfrœnt útstreymisóliljóð Ymislegt greinir Jíetta óhljóð frá óhljóðum sem heyrast við jDrengsli á aortaloku eða púlmónalloku. Það hefur háa tíðni og oft dálítið sérkennilegan hljóm, sem á ensku hefur oft verið nefnt „vibratory" eða ,,musical“ (mynd 5). Ohljóðið er yfirleitt stutt og í fyrri hluta sýstólu. Það nær sjaldnast yfir nema hálfa sýstólu og er sjaldan hærra en %. Óhljóðið breytist oft mjög mikið eftir h'kamsstöðu. Algengt er að það hverfi ef viðkomandi stendur upp eða heldur niðri í sér andanum. lðulega heyrast mein- laus útstreymisóhljóð í börnum og unglingum. Þrengsli á aortaloku (stenosis valvulae aorlae) Óhljóð við þrengsli á aortaloku er hátíðni-útflæð- isóhljóð sem getur heyrst frá hjartatoppi og upp í læknaneminn 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.