Læknaneminn - 01.03.1980, Qupperneq 15
þurrð til hluta hjartavöðvans, hann verður
stííur og hljóðið heyrist langoftast. Fjórða
hjartahljóðið getur gefið vísbendingu við
mismunagreiningu á brjóstverk.
b) Kransæðastífla (infarctus myocardii).
Við kransæðastíflu gerist það sama og við
hjartakveisu, en þá er hinsvegar um stöðuga
blóðþurrð að ræða. Fjórða hjartahljóð heyr-
ist nær undantekningarlaust við bráða krans-
æðastíflu.
2) Aukin þykkt hjartavöðva (hypertrophia ventri-
culi sin.):
a) Háþrýstingur (hypertensio arterialis).
b) Þrengsli á aortaloku (stenosis valvulae aor-
tae).
Við hvorutveggja hefur hjartavöðvinn unnið
um langan tíma gegn auknum jDrýstingi sem
veldur þykknun og stífleika vöðvans (con-
centric hypertrophy).
c) Hjartavöðvasjúkdómar (cardiomyopathy).
Hér er um marga sjúkdóma að ræða. Þeim
er oft skipt í cardiomyopathia hypertrophica
sive congestiva. Við cardiomyopathia hyper-
trophica heyrist nær undantekningarlaust
hátt fjórða h jartahljóð.
3) Fibrosis sive infiltratio myocardii:
Þetta er sundurleitur flokkur sjúkdóma sem eiga
það sameiginlegt að valda því að hjartavöðvi
verður stífur. Má nefna amyloidosis, haemochroma-
tosis og diabetes mellitus.
Fjórða hjartahljóð er ekki alltaf sjúklegt. Með
vaxandi aldri verður það algengara í fólki sem ekki
hefur einkenni hjartasjúkdóms. Nefnt hefur verið
að helmingur manna yfir sjötugt hafi fjórða hjarla-
hljóð. Hugsanlegt er að sumir þeirra hafi hjarla-
sjúkdóma án einkenna. Einnig er vitað að fibrosis í
hjartavöðva eykst með aldri, og getur hún valdið
auknum stífleika vöðvans.
Bjartaóhljóð
Þessi hljóð myndast þegar truflun verður á eðli-
legri blóðrás í hjarta. Langoftast valda skemmdir á
hjartalokum þessari truflun. Hringiður myndast í
hlóðrásinni, og veldur þetta hljóðum sem berast út
á yfitborð líkamans. Þegar óhljóðum er lýst ber að
taka fram eftirfarandi:
1) Tímasetning óhljóða (sýstóla eða díastóla).
2) Hvar heyrast óhljóð best.
3) Hæð óhljóða (intensity), oft skipt frá %-% eft-
ir hæð.
4) Dreifing frá þeim stað þar sem óhljóðið heyrist
best.
5) Lögun óhljóða.
6) Tiðni óhljóða (frequency).
Flokka má óhljóð á ýmsan hátt. I jtessari grein
skipti ég þeim í sýstóiísk óhljóð og díastólísk óhljóð.
Sýstólískum óhljóðum má aftur skipta í tvo aðal-
ilokka: Utstreymisóhljóð (tígullaga óhljóð, eject-
tions óhljóð) og rangstreymisóhljóð (pansýstólísk
óhljóð, hólósýstólísk óhljóð, regurgitations-óhljóð).
Utstreymisóhljóð myndast við flæði um aortaloku
eða púlmónalloku. Þessi óhljóð eru hátíðnihljóð sem
heyrast best yfir hjartagrunni. Fyrsta hjartahljóð
heyrist vel og stundum heyrist smellhljóð á undan
óhljóðinu. Helstu orsakir útstreymisóhljóða eru
þrengsli á aortaloku eða |)úlmónalIoku, kölkun á
lokublöðkum án þrengingar, víkkun á upptökum
aorta eða a. pulmonalis. Auk þess gelur útstreymis-
óldjóð heyrst án þess að um nokkurn sjúkdóm sé að
ræða (functionelt óhljóð). Hér verður rætt nánar
um starfrænt útstreymisóhljóð og óhljóð sem heyr-
ast við þrangsli á aortaloku og púhnónalloku.
Starfrœnt útstreymisóliljóð
Ymislegt greinir Jíetta óhljóð frá óhljóðum sem
heyrast við jDrengsli á aortaloku eða púlmónalloku.
Það hefur háa tíðni og oft dálítið sérkennilegan
hljóm, sem á ensku hefur oft verið nefnt „vibratory"
eða ,,musical“ (mynd 5). Ohljóðið er yfirleitt stutt
og í fyrri hluta sýstólu. Það nær sjaldnast yfir nema
hálfa sýstólu og er sjaldan hærra en %. Óhljóðið
breytist oft mjög mikið eftir h'kamsstöðu. Algengt
er að það hverfi ef viðkomandi stendur upp eða
heldur niðri í sér andanum. lðulega heyrast mein-
laus útstreymisóhljóð í börnum og unglingum.
Þrengsli á aortaloku (stenosis valvulae aorlae)
Óhljóð við þrengsli á aortaloku er hátíðni-útflæð-
isóhljóð sem getur heyrst frá hjartatoppi og upp í
læknaneminn
13