Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1980, Síða 16

Læknaneminn - 01.03.1980, Síða 16
R C> Mynd 5. Sýndar er samanburður á slarfrœnu útstreymis- óhljóði (A) og óhijóði við þrengsli á aortaloku (B). SM: Systolic murmur (systoliskt óhljóð). Einnig eru sýndar þrýstingskúi vur í aorta og vinstri ventriculus (LV). Skyggðu. svœðin sýna þrýsdngsmuninn eða þrýstingsfallið um lokuna. háls. Það getur verið hæst hvar sem er á þessu svæði. Algengast er að óhljóðið sé hæst meðfram hægri brún bringubeins ofarlega. Þetta óhljóð er alls staðar tígullaga, en það skiptir miklu við mis- munagreiningu á óhljóðum yfir hjartatoppi. Það er mjög algengt að tíðni óhljóðsins breytist eftir því hvar hlustað er. Hátíðni er yfir hjartatoppi, en tíðni fer síðan lækkandi eftir því sem ofar dregur (Galla- vardin phenomenon). Algeng s’kyssa er að telja öll hálíðnióhljóð yfir hjartatoppi rangstreymisóhljóð, sem stafa af leka mítralloku. Gróft samband er milli hæðar óhljóðsins og þrengslanna á aortaloku. Sé um bilun á vinstri ventriculus að ræða, getur óbljóðið minnkað eða jafnvel horfið vegna þess að þrýsting- ur í vinstri ventriculus lækkar og þrýstingsmunur milli vinstri ventriculus og aorta minnkar. Sé um meðfædd lokuþrengsli að ræða, heyrist ofl smell- hljóð á undan óhljóðinu. Þrengsli á púlmónalloku (slenosis valvulae pulmonalis) Þetta útstreymisóhljóð heyrist best í öðru eða þriðja rifjabili meðfram vinstri rönd bringubeins. Þetta er miðtíðni- og allt upp í hátíðnióhljóð. Mjög oft heyrist smellhljóð á undan óhljóðinu. Eftir því sem þrengslin á lokunni eru meiri, því hærra verð- ur þrýstingsfallið. Bilið milli fyrsta hjartahljóðs og smellhljóðs minnkar, en bilið milli A2 og P2 eykst. Einnig verður mesta hæð óhljóðsins síðar í sýstólu eftir því sem þrengslin aukast. Þá er algengt að óhljóðið nái yfir aorta-þátt annars hjartahljóðs (A2). Púlmónal-þáttur annars hjartahljóðs (P2) lækkar eftir því sem þrengslin verða meiri. Séu þau mjög mikil kemur fyrir að maður heyrir eingönga fyrsta hjartahljcð, síðan óhljóð, en greinir ekki annað hjartahljóð (mynd 6). Rangstreymisóhljóð Þessi óhljóð myndast við flæði um mítral- eða trícuspídallokur. Einnig getur svona óhljóð myndast sé op milli vinstri og hægri ventriculus. Vegna þess að þrýstingsmunur milli ventriculi og atria er mik- ill í allri sýstólunni, byrjar óhljóðið við fyrsta hjartahljóð og nær að eða aðeins fram yfir annað hjartahljóð. Dæmi um rangstreymisóhljóð er óhljóð við insufficientia valvulae mítralis. Þetta óhljóð er af hárri tíðni, og hæðin er jöfn gegnum alla sýstól- una. Ohljóðið heyrist best yfir hjartatoppi og mjög algengt er að það leiði úl í holhönd. Allgott samræmi er milli hæðar á óhljóðinu og lekans á lokunni. Mynd 6. Sýndar eru breyl- ingar á óhljóði. Breytingar á bili milli fyrsta hjartahljóðs og smellhljóðs (1-x) og A2 og P2 (A-P) ejlir því hve lokuþrengslin eru mikil. Því meiri sem þrengslin verða, þeim mun hœrri verður þrýstingur að sjálfsögðu í hœgri ventriculus (RV). 14 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.