Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1980, Síða 19

Læknaneminn - 01.03.1980, Síða 19
þrýstings og minna bakflæðís, en óhljóðið vegna lek- ans á púlmónallokunni eykst vegna aukins innflæð- is til hægri hluta hjarta. Ohljóð yfir apex við mítrallokuþrengsli líkist ó- hijóði við leka á aortaloku (Austin-Flint murmur). Við amyl nitrit eykst flæði um mítrallokuna vegna aukins innflæðis. Auk þess lækkar díastólískur þrýst- ingur í vinstri ventriculus þannig að þrýstingsfall um mítrallokuna eykst og óhljóðið eykst. Hið gagn- stæða á sér stað við Austin-Flint óhljóðið. I þessum tilvikum hefur phenylephrine gagnstæð áhrif. Varð- andi frekari notkun lyfja til að breyta hjartaóhljóð- um vísa ég til heimildaskrár. Hér að framan hef ég reynt að gera grein fyrir eðli, uppruna og merkingu hjartahljóða. Þessi rit- smíð er langt frá því að vera tæmandi en þó er fjallað um öll helstu óhljóð. Eg hef sleppt sjaldgæf- ari óhljóðum og afbrigðum af algengari óhljóðum, svo og mörgum óhljóðum við meðfædda hjartasjúk- dóma. Nánari vitneskju geta lesendur fengið í bók- um þeim og ritgerðum, sem talin eru fram í heim- ildaskrá. TAFLA 1 Ahrif lyfja á algengustu hjartaóhljóð Sýstolísk óhtjóð Amyl nitrite Phenylephrine Starfrænt óhljóð Eykst Minnkar Stenosis valv. pulm. Eykst Breytist ekki Stenosis valv. aortae Eykst Minnkar IHSS Eykst Minnkar Insuff. val. mitralis Minnkar Eykst Díastolísk óhljóð Insuff. valv. aortae Minnkar Eykst Austin Flint óhljóð Minnkar Eykst Stenosis valv. mitralis Eykst Minnkar HEIMILDIR: 1. Snorri P. Snorrason: Hjartahlustun, Læknaneminn 1. tbl. 15. árg., mars 1962. 2. Leonard J. J., Kroetz, F. W.: Examination of the Heart. Part Four. Auscultation. American Heart Association. Pu- blication 1974. 3. Wayne, II. H.: Noninvasive Technics in Cardiology. Year Book Medical Publishers, 1973. 4. Physiologic Principles of Heart Sounds and Murmurs. American Heart Association Monograph nr. 46, 1975. 5. Leon, A. C., Ilarvey, W. P.: Pharmocological Agents and Auscultation, Modern Concepts of Cardiovascular Disease, May 1975. 6. Tavel, M. E.: Clinical Phonocardiography and External Pulse Recordings. Year Book Medical Publishers. 1978. 7. Constant, J.: Bedside Cardiology: Little, Brown and Com- pany 1976. 8. Braunwald, E.: Heart Disease. Saunders 1980. ORÐSENDING Kæri áskrifandi! í Ijósi þess hve áskrifendur Læknanemans hafa tíð aðset- ursskipíi eru þeir eindregið hvaítir til að tilkynna þau strax. Áskrifendur eru einnig hvattir íil að greiða gíróseðla strax og þeir berast, til þess að hægt sé að halda spjaldskránni í horfinu, annars fellur áskriftin út sjálfkrafa. Virði ngarfyllst, Dreifingarstjóri. Dreifingarstjóri Læknanemans, Félagsstofnun stúdenta v/ Hringbraut, 101 Reykjavík. læknaneminn 17

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.