Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1980, Qupperneq 21

Læknaneminn - 01.03.1980, Qupperneq 21
fylgju eru mikilvægasti þáttuiinn í súrefnismettun fósturblóðs, er auðskilið að flæðið þarna minnkar þegar legið dregst saman og lokar æðum, og þeim mun meira sem samdrátturinn er lengri og ötlugri. A svipaðan hátt getur lágur blóðþrýstingur móður leitt til þess að þrýstingur í slagæðum í leginu sé svo lágur að ónógt blóðflæði verði til fylgju. Þessar tvær orsakir fósturálags (distress) eru bráðar (acut) og þýða bráða fylgjuþurrð (insuffi- cientia placentae acuta). Auk þessara stult yfirstandandi fyrirbrigða er svo langvinn fylgjuþurrð (insufficientia placentae chron- ica) í kjölfar meðgöngusjúkdóma, eins og fóstur- eitrunar, háþrýstings, rhesus mótefnamyndunar og sykursýki (toxemia, hypertension, Rh-sensitisation, diabetes). Hér er það ekki einungis truflun á blóð- flæði um fylgjuna, heldur hafa vefrænar breytingar átt sér stað sem hindra eðlileg efnaskipti og súr- efnisflutning. Það er því auðskilið að áhættufóstri er ógnað af lélegu fylgjublóðflæði vegna líkamlegra meðgöngu- sjúkdóma. En öllum fóstrum er ógnað af bráðri fylgjuþurrð vegna mikillar starfsemi í legi (activitet), lágs blóð- þrýstings eða hvort tveggja, svo og vegna þrýstings á naflastreng. IJrlestur FIIR-rita Eðlileg tíðni fósturhjartsláttar er 120-160 slög á mín. og fylgir ákveðinni grunnlínu. Talað er um grunnlínu (base-line) annars vegar og tímabundnar sveiflur á fósturhjartslætti hins vegar (periodic FHR variation). A) Grunnlína (base-line) fósturhjartslátíar. Grunnlínan er hjartsláttarhraði (púls) fóstursins. Hún er sú grunnlína (tíðni) sem hjartslátturinn vill oftast fylgja. Þegar hún er reiknuð út frá ritinu, er tekinn 30 mín. strimill og af honum valinn sá 10 mín. samfelldi bútur þar sem tíðni fósturhjartsláttar er lengst óbreytt á. Sem fyrr getur liggur hún á bilinu 120-160 slög á min. (Mynd I). Ef hjartslátturinn breytist á þessu 10 mín. bili, þ.e. fer braðar eða hægar í eitt eða fleiri skipti, get- ur maður þess að um fall eða aukningu á hjartslætti sé að ræða og tekur síðan fram hversu lengi það hafi staðið, t.d. 30 sek. fall, 2 mín. hækkun (Mynd I). Ef breyting á hjartsláttarhraðanum stendur leng- ur en 10 mín., t.d. hjartsláttur eykst úr 130 upp í 150 og er þar viðloðandi í 10 mín. eða meir, telst það ný grunntíðni upp á 150. Strangt til tekið ætti grunntíðni fósturhjartsláttar að metast þegar konan er ekki með hríðir, sem sá hjartsláttur sem fóstrið hefur á milli hríða, í hvíld. Lengi vel var haklið að best væri að grunntíðni fósturhjartsláttar væri því sem næst bein lína, þ.e. með litlum sveiflum og álitið að miklar sveiflur á hjartslætti væru hættulegar og þýddu álag á fóstrið. Nú þykir hins vegar fullvíst að sveiflur um grunnlínu (hlykkjótt grunnlína) sé fremur bagstætt merki, sem þýði að taugakerfi fóst- ursins sé vel þroskað. Slétt rit þýðir hins vegar van- þroska fóstur, lyfjaáhrif á fóstrið eða örmagna fóst- ur. Grunnlína fósturhjartsláttar á því ekki að vera beint strik, heldur örlítið hlykkjótt. a) Þessir smáhlykkir (base line variability), grunn- línusveiflur, eru sveiflur 3-5 á mín. með breytileika á tíðni 5-25 slög á mínútu. Séu sveiflurnar mjög litlar verður línan næstum bein. Svo geta sveiflurnar orðið miklar, það miklar að það nálgist hreina 19 læknaneminn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.