Læknaneminn - 01.03.1980, Side 22
Mynd II.
aukningu eða hægingu á hjartslætti. Sveiflunum er
skipt í tvennt, langtíma og skammtíma sveiflur og
hvort fyrir sig hefur ákveðna þýðingu. Sjá mynd
II. Það er talið að þessar fíngerðu sveiflur á fóst-
urhjartslætti komi í gegnum ósjálfráða (autonom)
taugakerfið, þar sem „sympaticus“ og „para-sympa-
ticus“ valdi stöðugu endurmati á hjartsláttarhraðan-
um. Litlar sveiflur geta því verið merki um óþroska
taugaviðbrögð fóstursins vegna vanþroska ósjálf-
ráða taugakerfisins eða jafnvel æðri stöðva í heila.
Er nú mjög reynt að tengja þær ákveðnum fóstur-
göllum.
b) Breytileiki milli einstakra hjartslátta (beat to
beat variation) verður ekki greindur með venjulegu
riti. Hann stafar af breytilegri tímalengd ( milli-
sekúndur) milli hverra tveggja hjartslátta. Eftir
grunntíðni hjartsláttar er hann flokkaður niður í:
1) Alvarleg „bradycardia“ púls 99 eða hægar.
2) „Mild bradycardia“ 100-119.
3) Eðlilegur hjartsláttur 120-160.
4) „Mild tachycardia“ 161-180.
5) Alvarleg „tachycardia“ 181 og hraðar.
Við komum nánar að mikilvægi hinna ýmsu breyt-
inga síðar. Sjá mynd III.
B) Tímabundnar breytingar á fósturhjartslœtti
(periodic FHR variation)
Andstætt grunntíðnisveiflum höfum við svo stærri
sveiflur á fósturhjartslætti, tímabundnar breytingar.
Ymist aukningu eða hægingu á sjálfum hjartslættin-
um, sem stendur þó skemur en 10 mín., og telst því
ekki ný grunntíðni. Þær eru flokkaðar á tvennan
hátt. Annars vegar eftir útliti og hins vegar eftir
tímatengslum þeirra við hríðir. Frávik upp á við
eru kölluð aukning (acceleration) í átt að „tachy-
cardy“, en niður á við hjartsláttarfall (deceleration,
dipp) í átt að bradycardy. Síðan er forskeyti skeytt
framan við m. t. I. tímatengsla við hríðir og fáum
við þannig fram snemmkomin, síðbúin og breytileg
hjartsláttarföll (early, late og variable decc). Það
hefur sýnt sig að ákveðið samband er á milli sam-
drátta legsins og ákveðinna einkenna í mynstri rita.
Flohhun lijartsláttarfalla
(Deceleration, Dippa)
l. Hjartsláttarföll skiptast í tvennt eftir útlili (mynd
IV):
a) Þau sem eru lík samdráttakúrvunni og kallast
einslaga (uniform).
20
LÆKNANEMINN