Læknaneminn - 01.03.1980, Qupperneq 26
34
36
38
40
42
MeSganga í vikum
Mynd IX.
IV) Orsakatengsl breytinga á grunnlínu: d) Acidosis eða asphyxia samfara fleiri al-
1) Tachycardia er iðulega tengd vanþroska
fóstri (prematur-dysmatur), hita hjá móð-
ur, tachycardy hjá móður, vægum súrefnis-
skorti (hypoxiu) hjá fóstri.
2) Vaxandi tachycardia er oft fyrsta aðvörun
um yfirvofandi fósturálag (distress).
3) Þegar saman fer tachycardia og síðbúið
hjartsláttarfall, sem jafnvel stendur í nokkr-
ar sekúndur, þýðir það alvarlegt fósturálag
og enn alvarlegra er það ef sveiflur um
grunnlínuna eru litlar (lítið variabilitet).
4) Bradycardia getur orsakast af þrýstingi á
höfuð á útvíkkunarstigi fæðingar og eins
af þrýstingi frá þröngri grind. Hægur hjart-
sláttur, svo fremi að sveiflur sáu eðlilegar,
hefur ekki þótt benda á neitt alvarlegt,
nema honum sé samfara áberandi hjartslátt-
arfall (dipp). Bradycardia er þó oft merki
um meðfædda hjartasjúkdóma.
5) Litlar eða engar sveiflur á grunnlínu fóstur-
hjartsláttar þýða:
a) Truflanir á þeim hluta miðtaugakerfis-
ins sem stjórnar fósturhjartslælti t.d.
vanþroska eða vanskapað fóstur.
b) Lyfjagjafir, verkjalyf, svefnlyf, róandi.
lyf.
c) Sofandi fóstur. Svefn varir í 20-30 mín.
og eftir það fer rit í eðlilegan gang.
varlegum einkennum í riti.
Eftirfarandi þrennt telst viðvörunarmerki:
1) Breytileg hjartsláttarföll af meðalgráðu.
2) Tachycardia.
3) Jöfn, sveiflulítil grunnlína.
Eftirfarandi tvö einkenni eru ákveðin hættumerki:
1) Breytileg hjartsláttarföll (variahel dipp) sem
standa lengur en 1 mín. og fara undir 60 slög
á mín.
2) Síðbúin hjartsláttarföll (late dipp) af öllum
stærðargráðum með eða án tachycardy. Sé
jafnframt um sveiflulitla grunnlínu að ræða
telst það mjög alvarlegt.
Rit sem við fyrstu sýn virðist eðlilegt, þ.e. innan
markanna 120-160 slög á mín. þarf alls ekki að vera
það. Síðbúin hjartsláttarföll (late deceleration) af
mjög alvarlegri gráðu geta leynst innan þessara
marka. Rétt er að undirstrika að sveiflur á grunn-
línu þurfa að vera til staðar svo hægt sé að kalla rit
eðlilegt.
Meðferð við truflunum
« fósturhjartslœtti
Meðferð hyggist á skilningi á eðli þeirra orsaka
sem breytingum valda á ritinu og markmiðið með
meðferðinni er að fá aftur fram gott rit og gott
24
LÆKNANEMINN