Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1980, Qupperneq 38

Læknaneminn - 01.03.1980, Qupperneq 38
atriöum. En um grundvallaratriði verður spurt á prófi, en ekki aukaatriði. Að auki er rétt að benda fólki á að í þessu faigi eru atriði reifuð sem koma mönnum að gagni við nám seinna meir og því full ástæða til að leggja sig fram við að ná valdi á námsefninu til að gera eftir- leikinn auðveldari. Umfram allt ættu nemendur að nýta sér viðtals- tíma þá sem boðið er upp á í frumulíffræðinni, því oft má læra meira og fá betri mynd af hlutunum í hálftíma viðtali en vinnst með margra tíma lestri. Microanatomia (histology) Kennd er bókin Histology eftir Leeson og Leeson, sem er ákaflega skematískt sett upp og því að mörgu leyti aðgengileg, en ákaflega þurr aflestrar. Kennslan miðar þó að því að gera námið ögn líf- legra og er töluvert farið úl fyrir bókina í kennsl- unni. Kemur þá að góðum notum frumulíffræðinám- ið fyrir áramót. Því þó þetta eigi að heita kennsla í anatomíu grundvallarvefja líkamans þá er starfsemi vefjanna ekki síður í brennidepli. Gildir því hér að reyna að vinna að gerð ramma til uppfyllingar, með því sem kemur fram í tímum. Vekja má athygli á, að alloft er auðveldara að muna upptalningu nafna ef tengja má þau starfsemi vefjanna. Enda er spurt um hvoru tveggja á prófinu og upp úr samtengingu þess lagt og eru í raun mikl- ar kröfur til þess gerðar. Fósturfrœði Bókin Medical Embryology eftir Langman er lögð til grundvallar í þessu fagi. Er hún mjög vel sett upp og skemmtileg aflestrar og ætti það að auðvelda mönnum að standast þær kröfur sem gerðar eru. Því þó námsefnið sé ekki mikið verður bókstaflega að kunna það utanað. En það er ekki nóg að kunna utanað heldur verð- ur fólk að geta dregið saman hlutina og komið frá sér á skilmerkilegan hátt, en mjög miklar kröfur eru gerðar um framsetningu. Væri því ráð að menn æfðu sig allnokkuð í að koma hlutunum frá sér þar sem smáatriði og aðalatriði eru sett fram í einni heild. Eftirmáli Svona í lokin má benda fólki á að þær bækur sem tilnefndar eru til námsins eru ekki þær einu, sem um efnið fjalla og alloft getur það verið hentugt að leita sér upplýsinga annars staðar og þá koma að góðum notum indexar aftan við meginmál bókanna. Og annað atriði: Það eru gerðar miklar kröfur til ykkar - gerið því miklar kröfur til kennaranna - hlííið þeim ekki — spyrjið þá! - Og munið: Þið er- uð að leggja fyrir ykkur lífsstarf, en ekki bara að taka próf. Vilmundur G. Guðnason. Almenn efnafraeði Fagið er að mestu leyti upprifjun á námsefni menntaskólanna, en yfirleitt er kafað dýpra. Bókin „Chemical Principles“ er skýrt sett upp og ekki mjög erfið. Yfirferðin er hins vegar mikil og þarf að halda vel á spöðunum til að dragast ekki aftur úr. Vegna þess að nýr kennari tekur nú við kennslu get ég að sjálfsögðu lítið sagt um kennsluhætti. Síð- astliðinn vetur notaði kennari svipaðan kennslu- máta og tíðkast i menntaskólum, þ. e. gaf nemend- um uppskrifaðan úrdrátt úr efninu. Fór hann lítið sem ekkert út fyrir efni bókarinnar og setti efnið upp á svipaðan hátt og bókin gerir. Voru því nokkuð takmörkuð not af fyrirlestrunum. Mörgum reyndist þó vel að nota glósurnar til upprifjunar siðustu daga fyrir próf. í þessu námskeiði er fyrst og fremst farið fram á skilning -nemenda á námsefninu ekki kunnáttu þeirra til stærðfræðilegra útreikninga. Mörgum finnst þessi áfangi „léttur“ en slíkt viðhorf ber að varast því að áfanginn leynir á sér. Vægi einstakra kafla hefur verið mjög mismun- andi frá prófi til prófs en oftast gilda þeir kaflar mest sem hafa mesta þýðingu sem undirstaða í líf- rænni efnafræði. Er sjálfsagt að lesa þessa kafla sér- lega vel, bæði til að ná hærri einkunn á prófinu og einnig til undirbúnings í lífrænu efnafræðinni. Þess- ir kaflar eru t. d. 8. kafli (Chemical bonding), 14. kafli (Spontaneity of reaction) og 16. kafli (Rates of reaction). Dæmatímar voru mjög gagnlegir og nauðsynlegt f * 34 LÆKNANEMINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.