Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1980, Blaðsíða 39

Læknaneminn - 01.03.1980, Blaðsíða 39
er aS hver nemandi reyni aS leysa heimadæmin upp á eigin spýtur. Dæmakennara er einnig gott að nota tii að svara vafaatriðum í námsefni eSa öSrum dæm- um. E fnagreining Þetta námskeið reynist flestum erfiðara en al- menna efnafræðin. Bókin er vandlesin og nauðsyn- legt er að hafa athyglina í lagi svo að engin atriði sleppi fram hjá. Þetta á sér í lagi við þegar sýndar eru aðferðir tii útreikninga. Markmið þessa áfanga er að þjálfa nemendur í dæmareikningi. Prófið er því að langmestu leyti dæmi, hliðstæð þeirn sem reilcnuð hafa verið fyrr um veturinn í dæmatímum. Nemandi sem reiknað hefur heimadæmin samviskusamlega og kann skil á þeim aðferðum sem beitt er í þeim, getur óhræddur farið í próf. Til þess að ná góðri þjálfun við dæma- reikninginn er mjög gott að reikna einnig önnur dæmi en heimadæmin. Það er timafrekt en borgar sig. Kaflaskipti verða í bókinni eftir 12. kafla. Fram að 13. kafla gengur allt út á dæmareikning (að 6. kafla þó undanskildum) en aftan við 12. kafla er heiknikið lesmál en lítill dæmareikningur. Þessi seinni hluti hefur yfirleitt gilt ca. 10% á prófi. Hafi menn náð niður góðum tímaglósum úr þessum hluta námsefnisins tel ég það tímasóun að lesa hann. Verklegu æfingarnar gilda oftast um 10% á prófi í almennu efnafræðinni sem og í efnagreiningunni. Er það því ómaksins vert að læra tilraunirnar vel. Vinsælast hefur verið að prófa úr annarri, þriðju eða fjórðu tilraun. Allar framansagðar fullyrðingar ber að taka með töluverðri varúð því að við þessu námskeiði hefur tekið nýr kennari og nýir siðir fylgja ávallt nýjum mönnum. Að endingu vil ég leggja á það ríka áherslu að það er á við margra daga lesningu að fara yfir göm- ul próf, reikna þau og bera sig síðan saman við næsta mann. Lífræn efnafrœði Til grundvallar er lögð bókin „A Short Course in Organic Chemistry“ eftir Burgoyne. I bókinni koma fyrir mörg hundruð efnahvörf sem mörg hver virð- ast ílókin en byggjast í raun upp á tiltöluLega fáum grundvallaratriðum. Þessi atriði eru mörg hver ekki tekin nógu vel fyrir í bókinni (t. d. tengi milli atóma, relativt reactivity, kjarnsækni og elektrónu- fíkni ). Bókin verður því hálf þurr utanbókarlærdóm- ur. Fyrirlestrarnir bæta nokkuð úr þessu og fylia upp í götin. Er því nauðsynlegt að lesa bókina með hliðsjón af þeim viðbótarupplýsingum sem þeir gefa um þessi grundvallaratriði. Með þessu næst fram aukinn skilningur á efnahvörfunum og þar af leiðandi verður námið skemmtilegra. Prófform ræður miklu um lestrartilhögun. Ættu nemendur að fá upplýsingar um það sem fyrst. Síð- ustu ár hafa krossapróf verið ríkjandi. Ef ætlunin er að hafa krossapróf núna í vor eru til fjölmörg gömul krossapróf sem eru algjörar gullnámur. I þessum prófum fyrirfinnst meginhluti þeirra krossa- spurninga sem hægt er að spyrja. Auðvitað þýðir ekki að læra prófin utan að (70 spurn. hvert) en á þeim má margt læra. Arnór Víkingsson. Eðl isfrœði Bækur þær sem gefnar eru upp sem lestrarefni í eðlisfræði eru aðallega Medicinsk Fysik og Physics for biology and medicine. Þá var í vetur fjölritaður eins konar úrdráttur úr fyrirlestrum Guðmundar S. Jónssonar. Hvorug erlendu bókanna fellur vel að fyrirlestrunum eða getur talist aðgengileg stúdent- um. Physics for biology and medicine er uppfull af formúlum ýmis konar og gerir ráð fyrir betri undir- stöðukunnáttu og er eiginlega fráhrindandi. Senni- lega kemur Medicinsk Fysik nemendum að meira gagni. í fyrirlestrum er gott að hafa íslenska bækl- inginn við hendina og skrá niður þau atriði sem ekki er þar að finna. Eðlisfræðin hefur að því leyti sérstöðu, að kennt er á haustmisseri en prófað að vori. Þó fyrirkomu- lag þetta sé í sjálfu sér gagnrýnisvert er að skömm- inni til skárra að prófa að vori en fjölga janúar- prófum. Nemendur láta þetta fag mæta afgangi eða lesa það ekki á haustmisseri því allt kapp er lagt á að ná janúarprófum. Á vormisseri hafa þeir nóg með þær námsgreinar sem þá eru kenndar og lítill Framh. á bls. 62. læknaneminn 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.