Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1980, Side 46

Læknaneminn - 01.03.1980, Side 46
Skýrsla Félags lœknanema 1979-1980 Frá stjórn, embæitismönnum og nefndum Liehnmleilílarhúsið Margt hefur gerst á starfsári stjórnarinnar tengt læknadeildarhúsinu. Hafa læknanemar annars veg- ar háð innandeildarbaráttu fyrir því að fá inni með framtíðaraöstöðu sína í húsinu, jafnframt sem nokkru andófi hefur verið haldið uppi gegn hlut tannlæknadeildar í húsinu. 1) Staffa málsins Ljóst er að hlutur Iæknadeildar í húsinu verður mjög fyrir horð horinn og mun húsrýmið engan veginn nægja fyrir þá aðstöðu sem þar þyrfti að vera. Snemma á árinu 1979 var ákveðið að reisa húsið í lotum, þar sem mikill skortur var á fjármagni til framkvæmda. Miðhluti hússins er í byggingu og trú- lega mun suðurhluti rísa samtímis. Alls óvíst er með byggingu norðurhluta hússins, en hann er nær ein- vörðungu ætlaður læknadeild. Er um 25% af vænt- anlegu sérhúsnæði læknadeildar í norðurhluta þess- um. Niðurskurður var gerður á upphaflegu hygg- ingaráætlunum (Week’s) á árunum ’72—74 og komu deildirnar þannig úr þeim niðurskurði, að læknadeild hélt eftir um 60% af áætlun Week’s, en tannlæknadeild 65%. Á fundi yfirstjórnar mannvirkja á Landsspítala- lóð þann 7. jan. ’80 var ákveðið að auka hlut tann- læknadeildar enn, í hönnunarlegu tilliti. Tannlækna- deild fékk þar 130 m2 í viðbót við húsnæði sitt og er nú komin í 84% af rýmisáætlun Week’s, að sögn húsameistara ríkisins. í viðbót má benda á, að allt sameiginlegt rými deildanna, svo sem kennslustofur, er merkt sem sérsvæði læknadeildar. Ennfremur verður tannlæknadeild staðsett í þeim hluta hússins, sem fyrstur verður lekinn í notkun. 2) Skiptmg liúsnœðisins Oljóst hefur verið hverjir ættu að ráða endanlegri skiptingu hússins. Eftir samþykkt yfirstjórnar í jan. 42 Lœknadeildarhúsið. s.l. var enn mikilvægara að fá úr þessu skorið, en þá hafði rektor háskólans látið bóka að skipting hús- næðisins væri endanlega háð sínu samþykki. Deild- arforseti túlkaði samþykkt yfirstjórnar að einungis væri um hönnunarforsendur að ræða fyrir arkitekta hússins, en segði ekkert til um hvernig skiptingin yrði í reynd. Háskólarektor hefur látið þá skoðun í Ijós, að það væri háskólans að ákveða endanlega hverjir færu inn í húsið og hvernig skiptingin yrði á milli deildanna. Ennfremur hefur hann sagt, að ekk- erl húsnæði háskólans ætti að tilheyra einni ákveð- inni deild, miklu frekar ætti að nýta húsnæðið sam- eiginlega og þyrfti ávallt að hafa í huga vissan sveigjanleika í notkun þess. í læknadeildarhúsinu horfir þó svo við, að stærsti hluti tannlæknadeildar fer undir tannlæknastóla og eru engir möguleikar á samnýlingu þess húsnæðis við læknadeild. Þessi skoðun á'því hverjir ráði endanlegri nýtingu hús- næðsins og hvernig, er mjög mikilvæg fyrir lækna- deild, því á henni getur deildin byggt kröfur sínar um að fá bráðabirgðahúsnæði í þeim hluta hússins sem er merktur tannlæknadeihl, bæði á meðan húsið LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.