Læknaneminn - 01.03.1980, Qupperneq 55
sem rekinn væri með minnstum halla. Stefán kvað
mann hafa verið fenginn frá bæjarsímanum til að
gera lillögur til úrhóta í símamálum H.I. Gaf hann
loforð um að jafnskjótt og tillögurnar lægju fyrir,
skyldi hann kanna hvort ekki væri hægt að fá upp-
gefið símanúmer umrædds síma, og láta setja upp
hjöllu við hann, svo fremi tillögurnar lægju ekki í
þá áttina, að láta fjarlægja alla símasjálfsala úr
kennsluhúsnæði H.I.
Utanríhismál
Utanríkismál F. L. eru að mestu í höndum stúd-
entaskiptastjóra. Stjórn F.L. telur það fyrirkomulag
ekki að öllu leyti hentugt. Betra væri að starf stúd-
entaskiptastjóra snerist eingöngu um stúdentaskipti,
en allir aðrir þættir utanríkismála lægju hjá stjórn
F.L.
Vegna þeirrar skiptingar sem nú ríkir hafa utan-
ríkismál, önnur en þau er snúa að stúdentaskiptum,
að miklu leyti setið á hakanum, og er það miður.
Aðalþing alþjóðasambands læknanema (IFMSA),
var haldið í Finnlandi á síðastliðnu sumri og sendi
F.L. engan fulltrúa. Nauðsynlegt er að F.L. sendi
fulltrúa á næsta þing IFMSA, m.a. til þess að reyna
að fá lækkað félagsgjald það sem við greiðum fyrir
aðild að samtökunum.
F.L. er einnig aðili að NFMU, sem eru samnorræn
samtök þeirra aðila er að læknamenntun starfa.
Einnig er F.L. aðili að NMS sem eru samnorræn
slúdentasamtök. Þessi félög halda nú aðalþing sín
26.-28. mars n.k. og munu fulltrúar frá F.L. sitja
þessi þing. Þeir læknanemar er utan fara, hyggjast
að þingunum loknum heimsækja nokkra læknaskóla
í Svíþjóð og Danmörku og kynna sér hvernig þeir
frændur okkar á Norðurlöndum fara að því að búa
til lækna.
Stjórn arfnn dir
Haldnir voru 28 bókaðir stjórnarfundir á árinu,
auk margra aukafunda. Fundir voru vikulega í her-
bergi F.L. á þriðjudögum kl. 17.30. Sú nýbreytni var
tekin upp að hafa mat á fundunum og skiptust stjórn-
armeðlimir á með að framreiða hann.
Félaysherbergi F. L.
Félagið þraukaði í herberginu sínu í Félagsstofn-
un stúdenta eitt árið enn, en eins og kunnugt er var
félaginu vísað á dyr sl. ár.
Aðstaða til allrar félagsstarfsemi var stórbætt í
herberginu og voru m.a. settar upp hillur fyrir
möppur félagsins. Heyrst hefur að enn eigi að vísa
læknanemum á dyr og nú endanlega, því taka á her-
bergið undir sameiginlega félagsaðstöðu allra deild-
arfélaga í háskólanum.
Námshostnaður
Utreiknaður námskostnaður í Læknadeild vetur-
inn 1979-1980 var sendur Lánasjóðnum í janúar
1980:
1. ár 278.600
2. ár 216.700
3. ár 266.200
4. ár 441.500
5. ár 288.400
6. ár 145.000
.r tölur ritar Bárður Sigurgeirsson, rit-
ari F. L., og gerir það samkvæmt bestu samvisku.
Ódýr Ijósrit
F.L. barst nú fyrir skömmu bréf Félagsstofnunar
stúdenta, þar sem rætt er um ljósritunarmál stúd-
enta. I bréfinu kemur fram, að viðræður hafa farið
fram milli Háskólans og F.S. um þessi mál. Þar
hefur komið fram sú hugmynd, að F.S. festi kaup
á ljósritunarvélum, sem síðan deildarfélögin rækju.
Mætti á þennan hátt lækka ljósritunarkostnað all-
verulega frá því sem nú er, (110 kr. á alm. markaði,
og 70 kr. hjá F.S.), eða allt niður í 30 kr. Málið
hefur verið rætt í stjórn F.L. og hlotið góðar undir-
tektir.
Bóhahaup
Síðastliðið vor kom upp sú hugmynd, að lækna-
nemar stofnuðu pöntunarfélög og pöntuðu bækur
sínar sjálfir erlendis frá.
LÆKNANEMINN
49