Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1980, Page 56

Læknaneminn - 01.03.1980, Page 56
Frumkönnun fór fram síðastliðið vor og kom fram, að spara mætti miklar fjárhæðir, ef slíku fyr- irkomulagi yrði komið á. A hinn bóginn útheimtir pöntunarfélag sem þetta mjög mikla vinnu og und- irbúning. Mestur hluti stjórnar F.L. var erlendis síðastliðið sumar og gat því ekki hrundið máli þessu í fram- kvæmd. Mál þetla híður því nýrrar stjórnar, ef áhugi er fyrir því, að koma máli þessu í framkvæmd. Glósuútgáfa Stjórn F.L. harst á síðastliðnu vori umsókn frá 1. árs nemum um fjárstyrk til útgáfu á analomiuglós- um. Umsókn þessari var hafnað á þeim forsendum, að F.L. væri ekki nógu fjársterkt félag til að standa undir slíkum styrkveitingum. Ef slíkur styrkur ætti að vera til einhvers gagns yrði hann að vera umtals- verður. Síðan þótti einsýnt að umsóknir frá nemendum annarra ára fylgdu í kjölfarið og þar með hryndi fjárhagur F.L. í rúst. Hlutverk F.L. er frekar að halda slíkum glósum til haga og tryggja aðgang að þeim. Síðar í vetur var svo stofnað nýtt „organ“ innan F.L. sem m.a. hefur þetta hlutverk. (Sjá Fræðabúr.) Samstarf viS Stúilvntaráð Stúdentaráð efndi til nokkurra funda með deildar- félögunum á s.l. vetri. Voru þar margvísleg mál kynnt deildarfélögunum og reynt að fá fram álit deildarfélaganna á hinum ýmsu sameiginlegu hags- munamálum stúdenta. Mikið var rætt um lánamál og baráttu stúdenta í því sambandi. Vakin var at- hygli á að frádráttarliðir námsmanna hafa verið teknir úr því skattalagafrumvarpi sem nú liggur fyr- ir Alþingi. Hyggst stúdentaráð hefja baráttu þessu til leiðréttingar. Ákveðið hefur verið að stofna til ritnefndar við Stúdentablaðið, sem skal skipuð fulltrúum hinna ýmsu deilda og skal hlutverk þessarar nefndar vera að safna efni í blaðið úr deildunum. Hefur stjórn F.L. samþykkt að einn stjórnarmeðlimur hennar skuli gegna þessu starfi. Af öðrum málum má nefna viðhorfið í náms- kynningarmálum, félagsaðstöðu deildarfélaganna, Bókasölu stúdenta o.fl. Hafa fundir þessir verið mjög gagnlegir og er íhugunarefni fyrir komandi stjórn hvort ekki beri að efla starf félagsins á þess- um vettvangi. Útnarpsþáttur Félagið tók þátt í gerð útvarpsþáttar til kynning- ar á læknanámi. Var þátturinn fluttur skömmu fyrir jól. Var spjallað við nokkra læknanema í útvarpssal, auk þess sem læknanemar á lesstofum voru gripnir og spurðir spjörunum úr. Tjáðu læknanemar álit sitt á deildinni, kennurum hennar og náminu, auk þess sem deildarforseti og formaður F’.O.L. komu fram í þættinum. Afmæli Læknashólans Samþykkt var i deildarráði á sl. vetri að halda upp á 100 ára afmæli Læknaskólans, en hann á 102 ára afmæli á árinu. Nefnd hafði verið skipuð um málið fyrir nokkrum árum en hún gleymdi afmæl- inu. Nú hefur verið skipuð ný nefnd og stendur til að halda ráðstefnu um málefni læknadeildar, auk veislu annað hvort í vor eða snemma næsta haust. Fulltrúi stúdenla í nefndinni er Atli Eyjólfsson. Sumningur milli If.f. og hennslusjáhrahúsunna Til hefur staðið síðan 1975 að gera samning milli H.I. og kennslusjúkrahúsanna. Var nefnd skipuð um málið og skilaði hún af sér tillögu að samningi, sem sendur var læknadeild og ríkisspítulunum til um- sagnar. Skilaði læknadeild af sér málinu til háskóla- ráðs og afgreiddi það málið til menntamálaráðu- neytisins eftir eftirrekstur F. L, og deildarforseta. Gerði þáverandi háskólarektor það að tillögu sinni, að skipuð yrði nefnd allra aðila málsins til að gera þennan samning. Athygli vakti að í bréfi rektors var gert ráð fyrir að stúdent ætti sæti í þessari nefnd. Nefndaskipan menntamálaráðuneytisins tafðist vegna þess að 50 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.