Læknaneminn - 01.03.1980, Page 66
1. Framhaldsmenntun lækna. Framhaldsmenntun
lækna var mikið rædd og var í mars 1979 skipuð
nefnd til að endurskoða reglugerðina um veitingu
lækningaleyfa og sérfræðiviðurkenningu. Formaður
nefndatinnar var skipaður Arni Kristinsson læknir.
Gerði hann grein fyrir störfum nefndarinnar í jan-
úar sl. en þá hafði nefndin engan formlegan fund
haldið, en viðað að sér nokkrum gögnum. Taldi
hann nauðsynlegt að til að vinna verkið þyrfti
launaður maður að taka það að sér, en á því stend-
ur. Mjög mikilvægt er að endurskoða reglugerðina
ekki síst m.t.t. þess ósamræmis sem er milli íslensku
reglugerðarinnar og uppbyggingu sérfræðináms er-
lendis. Er mikilvægt að læknanemar sem eru að ljúka
námi kynni sér þessa reglugerð vel.
2. Samþykkt var að deildin ákvæði hvaða sjúkra-
hús og heilbrigðisstofnanir húrt viðurkenndi til verk-
legs náms kandidata og framhaldsnám. Ætti þannig
að vera möguleiki að fá uppgefið hjá deildinni
hvaða deildir hún viðurkennir til slíkra hluta.
3. Tillaga kom frá deildarforseta þess efnis, að
sótt yrði um aðstöðu til handa læknadeild í Hjúkr-
unarskóla íslands. Var menntamálaráðherra sent
bréf þessu lútandi, en svar ráðuneytisins hefur ekki
borist.
4. Aðstaðan á LSP var mikið rædd. (Sjá annars
staðar.) F. L. lagði fram greinargerð í málinu. Á
komst samband við stjórnarnefndina þannig að nú
hefur deildin rétt á áheyrnarfulltrúa á fundum
nefndarinnar þegar fjallað er um mál er deildina
varða og vica verse.
5. Deildarforseti skýrði deildarráði frá því, að
hann hefði skoðað lesstofu læknanema í Tjarnar-
götu 39. Er bókað í fundargerð: „Hann taldi að
húsnæðið í Tjarnargötunni væri ónothæft.“
6. Trúnaðarlæknir. Mikið var rætt um trúnaðar-
lækni fyrir læknadeild og endaði málið á því að
kennsbjnefnd beindi þeim tilmælum til deildarráðs
að ráðinn yrði trúnaðarlæknir við læknadeild. Þar
hefur málið ekki hlotið afgreiðslu enn.
7. Húðsjúkdómar. Rætt var um aðstöðuna í húð-
sjúkdómum og ákveðið að skrifa kennaranum í
greininni og óska eftir greinargerð frá honum, hvað
úrbætur hann vilji gera á kennslunni. En kennar-
inn í greininni hefur helst viljað að starfandi sér-
fræðingar úti í bæ taki þátt í kennslunni en þetta
sjónarmið mætti töluverðri andstcðu í ráðinu.
8. Göngudeild fyrir læknadeild. I framhaldi af
umræðunum um húðkennsluna komu fram hugmynd-
ir um að stofna göngudeild á vegum læknadeildar
þar sem stúdentum gæfist kostur að sjá sjúklinga,
sem öðru jöfnu sæjust ekki á sjúkrahúsunum. Hér
er mjög merkt mál á ferðinni og hlaut hugmyndin
góðar undirtektir, en endanleg stefna í málinu hefur
ekki mótast enn.
9. Þorvaldur V. Guðmundsson skýrði frá störf-
um nefndar, sem falið var að kanna eftir hvaða leið-
um heppilegast sé að velja stúdenta inn í deildina.
Hafði nefndin kannað nokkra möguleika þessu lút-
andi en er skemmst frá því að segja, að niðurstaða
hennar var engin.
10. Fjöldi á 1. ári. Rætt var um fjölda 1. árs nema
að afstöðnum janúar prófum, en hartnær 90 nem-
endur náðu þeim. Höfðu menn af þessu miklar
áhyggjur og var rætt um hvernig deiklin ætti að
bregðast við þeim vanda sem þessi fjöldi skapaði.
Var deildarforseta falið að kynna háskólayfirvöld-
um málið og verður það sennilega rætt á deildar-
fundum er líða tekur á vorið.
11. Undanþágumál. Mörg undanþágumál voru lek-
in fyrir á fundum deildarráðs. Voru flest frá nem-
um á 1. ári sem sóttu um að sleppa við próf eða
prófhluta, því þeir höfðu sambærileg próf úr öðr-
um deildum eða höfðu staðist próf árið áður. En sá
möguleiki er fyrir hendi ef einstaklingar falla úr
deildinni, að endurinnrita sig og sækja um að stað-
in próf verði viðurkennd. Var í framhaldi af þessu
skipuð nefnd til að semja reglur um viðurkenningu
á eldri prófum.
Könntin ti starfi íslvnshra lathna
erlendis
Undanfarið eitt og hálft ár hefur staðið yfir könn-
un á starfi íslenskra lækna erlendis. Voru þar ein-
göngu tekin fyrir önnur lönd en Svíþjóð, þar sem
slík könnun hafði nýlega farið fram þar og niður-
stöður birtar í Læknablaðinu sl. vetur.
Upplýsingar í könnunina um nöfn og heimilis-
föng fengum við hjá Læknafélaginu.
Var um að ræða 67 manns, 42 í USA, 3 í Kanada,
60
LÆKNANEMINN