Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1980, Page 67

Læknaneminn - 01.03.1980, Page 67
7 í Englandi, 2 í Skotlandi, 1 í Þýskalandi, 7 í Nor- egi, 3 í Danmörku, 1 í Kenya og 1 í Eþíópíu. Lélegar heimtur fengust úr könnuninni eða rétt um 50%. Skipting milli greina er birt í Læknanem- anum. Kentiaruhönntui Arið 1974 var í læknadeild gerð könnun á frammi- stöðu kennara við kennslu. Könnun þessi var því miður flausturslega unnin og réð þar meira kapp en forsjá. Niðurstöður könnunarinnar voru að mestu markleysa og aldrei birtar nema að hluta til. I vetur kom upp sú hugmynd, að reyna að fara af stað með svipaða könnun og vanda nú betur til. I því skyni var haft samband við þá kennara félags- vísindadeildar er sérmenntaðir eru í framkvæmd slíkrar könnunar. Þeir lýstu sig tilbúna til samstarfs í framkvæmd könnunarinnar og mundu þeir sjá til þess að vísindi yrðu hvarvetna höfð í heiðri þannig að niðurstöður yrðu marktækar. Nú er unnið að gerð þessarar könnunar, en sýnt er að hún verður að mestu verkefni nýrrar stjórnar F.L. Luiknablaðið Ritstjórn Læknablaðsins samþykkti á árinu að verða við þeirri beiðni læknanema að heimila þeim áskrift Læknablaðsins á hálfvirði. Áskrift er nú kr. 14.000, þannig að læknanemar fá blaðið á 7000. AmUómíustojan við háskólann í Oðinsvéum. Fatfriinihó\tur tnttðal læknanema Samstarfshópur um fagkrítik hefur hafið starf sitt meðal læknanema. Fundirnir hafa verið vel sótt- ir og eru öllum opnir. Það mál, sem mest hefur borið á góma eru tilraunir með lyf á Islandi. Fróð- legt verður að sjá starfið þróast og eru margar hug- myndir á lofti um ftamtíðina. Þing W1S og WIFV í ágúst ’79 Þing NMS og NFMU var haldið í Odense dagana 26.-28. ágúst ’79. I þetta sinn var þingað um ana- tomiu kennslu. Markmið kennslunnar voru rædd, einnig tengsl hennar við aðrar greinar t.d. röntgen- diagnostic. Ymiss vandamál anatomiukennslu voru einnig tekin fyrir t.d. í sambandi við öflun kennslu- gagna. Anatomiudeild Odenseháskóla var skoðuð og var þar margt að sjá s.s. krufningaraðstaða, líffærasafn og möguleikar til notkunar á videotape svo nokkuð sé nefnt. Eftirtaldir fulltrúar frá F.L. sátu þingið: Atli Eyj- ólfsson, Einfríður Árnadóttir, Lárus Karlsson og Þóra Steingrímsdóttir. Eiríkur Þorgeirsson sat þing NMS auk anatomiuþingsins. Að lokum má geta þess að Hannes Blöndal prófessor sat þingið. Lyfjafrcttir Samkvæmt nýju lyfjalögunum skal lyfjanefnd gefa út tímaritið ,,Lyfjafréttir“, þar sem fjallað er um Iyf og aukaverkanir þeirra. Þetta tímarit fá síðan allir lyfjafræðingar og læknar. LÆKNANEMINN 61

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.