Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1995, Blaðsíða 46

Læknaneminn - 01.04.1995, Blaðsíða 46
Saga Einkenni blóðhægða eru yfirleitt ósértæk og er því sjaldnast hægt að greina orsök blæðingarinnar út frá sögu og skoðun eingöngu (15). Akveðin atriði í sögunni geta þó hjálpað við mismunagreiningu (Tafla 4). Fyrst verður að ganga úr skugga um að sjúklingur hafi ekki einkenni mikillar blæðingar eða losts, s.s. yfirliðakennd, hraðan púls, svita og þorsta. Einnig er reynt að nieta hversu mikið hefur blætt og hvort um gamalt eða ferskt blóð er að ræða. Eins og sést í töflu 4 einkenna dumbrauðar verkjalausar hægðir blæðingu frá ristilpokum en geta einnig sést við æðamisvöxt. Við blæðingu frá gyllinæð eða sprungu í endaþarmi er oftast um skær- rauða blæðingu að ræða í tengslum við hægðalosun, sérstaklega ef hægðir eru tregar. Blóðið er utan á hægðunum og oft tekur sjúklingurinn eftir blóði á pappír. Þegar blæðir ofar, t.d. frá ristli, er blóðið Einkenni sem geta geílð vísbendingu um orsakir bráðra blóðhægða Einkenni Hugsanleg orsök Kviðverkir Blóðþurrð í smá- eða digurgirni Bólgusjúkdómar í görn Rof á ósæðargúl Verkjalaus blæðing Ristilpokar Æðamisvöxtur Gyllinæð Blóðugur niðurgangur Bólgusjúkdómar í görn Sýking Verkur í endaþarmi Fissura ani Gyllinæð Hægðatregða Ristilkrabbamein Gyllinæð Tafla 4. Einkenni sem geta gefið vísbendingu um orsakir bráðra blóðhœgða. yfirleitt blandað hægðunum sjálfum. Dæmi um slíkt er blóðugur niðurgangur en hann getur sést við bólgusjúkdóma eða sýkingu í ristli. Ferskt blóð ofaní dökkar hægðir bendir hins vegar til blæðinga ofarlega í meltingarvegi. Kviðverkir eru mjög algengir hjá sjúklingum með blóðhægðir. Oft eru þeir krampakenndir og tengjast þá iðulega hægðalosun. Staðsetning verkj- anna er mismunandi eftir því hvaðan blæðir. Oeðlileg megrun getur sést við illkynja sjúk- dóma eða bólgusjúkdóma í görn og er þá afleiðing vannæringar. I heilsufarssögu er mikilvægt að kanna hvort sjúklingur hafi sjúkdóma sem auka líkur á blæðingu, t.d. blæðingarsjúkdóma, magasár og ristilsepa. Lyf geta orsakað blæðingu í meltingarvegi og eru BEYGL (bólgueyðandi gigtarlyf) þar fremst í flok- ki (16), en blóðþynningarlyf, húðaðar kalíumtöflur, sterar og krabbameinslyf eru einnig þekktir orsakavaldar sem og ýmsar gerðir stíla (11). Áfengismisnotkun og ýmsir lifrarsjúkdómar auka líkur á blæðingu frá æðahnútum í vélinda og þá í tengslum við portæðarháþrýsting (17). I völdurn tilvikum getur ættarsaga gefið vísbendingu um orsök blæðingar, t.d. við Peutz Jegher sjúkdóm sem er arfbundinn sepasjúkdómur (polyposis) þar sem meltingarvegur er alsettur sepum sem hæglega geta blætt. Skoðun Sem fyrr segir skiptir mestu máli að meta lífs- mörk og átta sig á því hvort sjúklingurinn sé mikið eða lítið veikur. Blóðþrýstingur og púls gefur grófa mynd af bióðtapi, t.d. er hægt að gera ráð fyrir a.m.k. 20% blóðtapi þegar munur á liggjandi og sitj- andi blóðþrýstingi er meiri en 10 mmHg. Séu efri blóðþrýstingsmörk lægri en 90 mmHg, púls hraður og hörund þvalt og kalt er líklegt að rúmlega helmingur blóðrúmmáls hafi tapast (15). Skoðun á húð getur stundum gefið vísbendingu um orsök blæðingar, t.d. sjást spider angioma við skorpulifur og æðaflækjur á húð (telangiectasiur) geta einnig verið til staðar í ristli og blætt, eins og við Osler-Weber-Rendu sjúkdóm. Dökk húð í kringum rnunn (perioral pigmentation) sést í Peutz- Jeghers sjúkdómi. 44 LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.