Læknaneminn - 01.04.1995, Blaðsíða 18
Barksterar eru til í innúða- og töfluformi og sem
mixtúra og innrennslislyf. Akjósanlegur árangur af
innúða sterum sést ekki fyrr en eftir 2-4 vikur.
Takmark meðferðar er að sjúklingur sé einkennalaus
og að þörf á „bráða“ lyfjum eins og 82 agonistum sé
lítil. Þegar þessu er náð, eru lyfjaskammtar smám
saman minnkaðir eða auknir eftir því sem þörf er á.
Aldrei á að Iíta á ákveðna lyfjaskammta sem
endanlega meðferð við sjúkdómi sem er
breytilegur dag frá degi, mánuði til mánaðar og
frá ári til árs.
Ný kynslóð innúðastera hefur auðveldað
astmameðferð verulega. Þessi lyf hafa sterkari
bindingu við steraviðtæki og eru því virkari en eldri
lyfin. Jafnframt frásogast ntjög lítið magn þeirra út
í líkamann en sá hluti brotnar hratt niður í óvirk
efnasambönd (first pass metabolism). Þessi nýja
kynslóð innúðastera hefur því færri aukaverkanir, og
er hægt að komast af með minni skammta en áður
og ná jafnframt betri árangri í meðferð. Þau tvö lyf
úr þessum flokki sem nú eru á markaði eru
budesonide (Pulmicort) og fluticasone (Flixotide).
Aukaverkanir innúðastera eru fyrst og fremst
staðbundnar. Þær eru helst þruska í rnunni (oral
candidiasis), raddbreytingar (hæsi vegna vöðvaslens
í raddbandavöðvum) og ertandi hósti. Oftast er
hægt að komast hjá þessum aukaverkunum með
munnskolun eftir notkun lyfsins og notkun innúða-
belgs. Auk þess er beint samband milli þessara
aukaverkana og skammtastærðar.
Alvarlegar aukaverkanir sem sjást samhliða
notkun barkstera eru eins og fyrr segir fátíðar, en
sjást þó hjá sjúklingum sem eru á háskammta
innúðameðferð (>1000 gg) í langan tíma. Þær eru
helst beinþynning vegna minnkaðs í blóði, posterior
subcapsular vagl (cataract) og aukning á insúlíni í
blóði.
Aukaverkanir hjá börnum eru allt aðrar, þ.s.
staðbundnar aukaverkanir eru sjaldgæfar. Hjá
þeim er vaxtarskerðing það sem helst þarf að hafa
hugann við. Jafnvel innúðasterar geta valdið
vaxtarskerðingu. Hitt er annað mál að langvarandi
astmi hjá börnum veldur vaxtarskerðingu og því er
mikilvægt að halda honum í skefjum. Finna þarf því
réttan skammt af innúðasterum sem losar barnið við
astmaeinkennin án þess þó að lengdarvöxtur þess
skerðist.
Notkun barkstera í bráðakasti
Mikilvægt er að hefja meðferð með sterum
fljótlega. Þá er ekki átt við innúðastera, þar sem
verkunartími þeirra er eftir nokkra daga, heldur
barkstera sem innrennslisstofn eða í töfluformi.
Burnette og félagar (5) athuguðu hvort tímasetning
á gjöf barkstera skipti máli, hjá sjúklingum í
astmakasti, í kjölfar efri öndunarfærasýkingar. Hann
skoðaði tvenns konar meðferð. Annars vegar
var gefið T. Prednisolon 1 mg/kg/dag strax
og einkenna um efri öndunarfærasýkingu varð
vart, en áður en astminn dundi yfir og hins
vegar var ekki gefinn barksteri fyrr en astma
einkenni komu fram. I ljós kom að 56% færri
fengu astrna kast í fyrri hópnum samanborið
við þann síðari. Auk þess fækkaði heimsóknum
á bráðamóttökur um 61% og innlögnum um
90%.
Kromolyn Natríum (Lomudal) hindrar losun
mastfrumu boðefna. Auk þess hindrar lyfið ræsingu
og kemótaxa bólgufrumna í öndunarvegi. Lomudal
hefur því bæði áhrif á bráða- og síðbúna
berkjuþrengingu eftir ofnæmisáreiti. Bókstaflega
engum aukaverkunum af þessum lyfjum er lýst, en á
móti kemur að verkun þeirra er takmörkuð. Þá þarf
að bíða í 4-6 vikur þar til verkun lyfjanna kemur
fyllilega í ljós. Þó rná nota Lomudal fyrir áreynslu
hjá sjúklingum með áreynsluastma með sæmilegum
árangri og sömuleiðis fyrir áreiti af völdum valinna
ofnæmisvaka. Þetta á m.a. við þá sem eru með
kattarastsma og ætla í heimsókn á heimili þar sem
köttur er.
Meðferð á astma : Skipting í vægan,
meðalslæman og slæman astma.
Strax í fyrsta viðtali við sjúklinginn, er mikilvægt
að læknirinn geri sér grein fyrir hversu alvarlegur
astminn er. Alþjóðleg nefnd um meðferð á astma
(Expert Panel on the Management of Asthma) kom
saman og skipti sjúkdómnum í þrjá flokka, í nokkurs
konar tröppugang (6) eftir einkennum og
lungnastarfsemi (Mynd 8). Með þessa skiptingu í
huga er auðveldara að ákvarða fyrstu meðferð
sjúklingsins. Mikilvægt er að hafa í huga að
sjúkdómurinn getur breyst, jafnvel frá einum degi til
16
LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg.