Læknaneminn - 01.04.1995, Blaðsíða 24

Læknaneminn - 01.04.1995, Blaðsíða 24
BREYTINGASKEIÐ OG HORMÓNAMEÐFERÐ FYRRI GREIN Jens A. Guðmundsson Áhugi lækna á tíðahvörfum kvenna og afleiðing- um þeirra hefur ekki verið mikill gegnum aldirnar. Hippocrates lýsti því að vísu að þvagsýrugigt þekkt- ist ekki hjá konum eftir tíðahvörf, en rómverski læknirinn Soranus (um 100 A.D.) sagði: „sú stað- reynd að þær hafa ekki lengur tíðablæðingar hefur ekki áhrif á heilsufar kvenna sem komnar eru af blómaskeiði". Lítið er minnst á tíðahvörfin fyrr en rúmum 1500 árum seinna og fyrsta lýsing á hitakófi er talin koma frá Lawrence Heister, sem lýsti ein- kennum þýskrar hefðarfrúar, en hún talaði um „ólgu í blóðinu", sem byrjaði í maganum og því fylgdi mikill hiti og roði í andliti og einnig sviti. Síðar bjó franski læknirinn Chauffe til heitið „bouffée de chaleur" (hitagustur) sem enn er notað þar syðra (1). Undanfarna 2-3 áratugi hefur áhugi læknavísind- anna beinst í æ ríkara mæli að tíðahvörfum og breytingaskeiði kvenna og ýmsum heilsufarslegum breytingum sem minnkandi hormónaframleiðsla hefur í för með sér. Notkun kynhormóna, til að draga úr afleiðingum estrógenskorts, hefur stóraukist í kjölfar rannsókna, sem flestar virðast benda til jákvæðra áhrifa af hormónatöku kvenna. Bæði til að bæta líðan þeirra og draga úr sjúkdómum sem oft koma fram um og eftir tíðahvörfin ( 2,3). Aukinn fjöldi kvenna er upplýstur um þessar rannsóknir og þá möguleika sem fyrir hendi eru og leitar til lækna um ráðgjöf og meðferð. Tíðahvörf og breytingaskeið Tíðahvörf (menopausis) eru sá tímapunktur þegar allra síðastu tíðablæðingar verða í kjölfar minnk- Höfundur er starfandi fœðinga og kvensjúkdómalœknir við Kvennadeild Landspítala og sérfræðingur í innkirtlakven- sjúkdómum. aðrar starfsemi egjastokkanna. Oft er talað um „perimenopause“ sem tímabilið strax fyrir og eftir tíðahvörfin. Breytingaskeiðið (climacterium) tekur til lengri tíma, fyrir og eftir tíðahvörf og stendur yfir í óákveðinn tíma, allt frá nokkrum mánuðum til margra ára (2). Tíðahvörf sem verða af sjálfu sér fyrir 35 ára aldur, er nefnt snemmbær tíðahvörf (menopausis praecox), en orsök þess er oftast ókunn. Sé leg fjarlægt fyrir tíðahvörfin eru þau þar með komin, en erfiðara getur reynst að segja fyrir um hvort breytingaskeið sé í raun hafið hjá þeim konum sem þannig er ástatt um, nema með hormónamælingum. Einfaldast er þá að gera mæl- ingu á þéttni follíkúlótrópíns (FSH) í blóði, sem eykst 10-20 falt eftir tíðahvörf (Myndl). Erfitt er að segja fyrir um hvenær konur megi búast við tíðahvörfum, en vitað er um ýmsa þætti sem hafa áhrif, þótt talsvert skorti á rannsóknir á þessu sviði. Þannig er t.d. talið er að erfðir hafi áhrif á aldur við tíðahvörf, en það er ósannað. Það er ekkert samband milli kynþáttar, kynþroskaaldurs, Mynd 1. Blóðþéttni estrógens og gónadótrópína (FSH og LH) á breytingaskeiði. Mikil hœkkun á blóðþéttni follíkúló- trópíns (FSH)fylgir tíðahvöifum. 22 LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.