Læknaneminn - 01.04.1995, Blaðsíða 116
Hliðstæða Hermesar í rómverskri goðafræði,
Merkúr, hlaut einnig stafinn í arf og er á Italíu frá
3.öld talinn tengdur stjörnuspeki, gullgerðarlist og
göidrum, enda var hann notaður áfram í ýmsum
launhelgum miðalda. Frá endurreisnartímanum hefur
Caduceusi og stafi Asclepiosar iðulega verið ruglað
saman.
Asclepios
Heiti þessa gríska lækningaguðs er yfirleitt notað
á sínu gríska formi, en kemur einnig fyrir sem
latneska útgáfan Aesculapius. Asclepios (Mynd 2)
og skyldmenni hans koma víða við sögu í táknfræði
og sögu læknisfræðinnar. Sem dæmi má nefna að
Hippokratesareiðurinn er svarinn í þeirra nafni.
Upphaf hans er: „Eg sver við Appollo, heilsugjafann,
við Asclepios, Hygieiu og Panakeia og nefni allar
guði og gyðjur þar til vitnis að ég ætla mér alveg að
halda þennan eið minn og skuldbindingu eftir því
sem mér frekast er unnt og dómgreind mín nær.“
Vegna þessara tengsla er rétt í upphafi að víkja
nokkuð að ættum Asclepiosar.
Asclepios var sonur Appollo og meyjar frá
Þessalóníku að nafni Coronis. Sumir telja hana hafa
verið náttúrugyðju. Elstu sagnir segja hann hafa
verið sögulegan fursta. Fyrir fæðingu Asclepiosar
var Coronis Appollo ótrú, þar eð hún giftist Ischys
og varð hrafn til þess að segja honum frá því.
Appollo skaut þá heitmey sína í hjartastað með ör og
drap síðan Ischys. I öðrum útgáfum sögunnar var það
systir Appollos, Arthemis, sem banaði Coronis með
ör. Aður en Coronis gaf upp andann barmaði hún sér
vegna barns síns ófædds og iðraðist Appollo þá
gjörða sinna og bjargaði barninu áður en hann bar
ástkonu sína á bálköstinn. Fékk hann barnið
kentárnum Chiron, syni Satúrnusar og gyðjunnar
Philyriu, til fósturs. I grískri goðafræði fór heldur
vafasamt orð af kentárum því þeir þóttu nokkuð
uppivöðslusamir. Chiron var þó undantekning því
hann var þekktur af visku sinni og hafði alið upp
ýmsa kappa eins og Jason, Herkúles og Achilles. Af
honum lærði Asclepios síðan læknislistina með
notkun jurta, seyða og særinga. Asclepios var ötull
námsmaður og tók að lokum læriföður sínum fram.
Hann vakti mann upp frá dauðum og frelsaði hann
frá Hades, ríki dauðra. Vegna þessa ásakaði guð
undirheima hann um að fækka sálum Hadesar. Seifur
( Asklc|*i<> Koritcr.k piMmst.iItK' i'. i >• Kl
ÍClM>.l..|, Knlll)
Mynd 2. Asclepios.
leið ekki að dauðlegur maður hefði vald lífs og
dauða og sló hann eldingu. Sonar síns hefndi
Appollo með því að drepa kyklopa sem smíðuðu
eldingar fyrir Seif. Fyrir þetta brot sitt varð Appollo
að bæta með því að ganga um tíma í þjónustu
Þessalóníkukonungs og gæta hjarðar hans. Seifur
dæmdi Asclepios til að glata guðlegum eðlisþætti
sínum og verða að öllu mannlegur og lækna aðeins
gegn greiðslu! Læknar voru víða þekktir í Grikk-
landi sem „anargyroi“ sem þýðir bókstaflega án
silfurs eða án peninga, því ekki þótti við hæfi að
þiggja greiðslu fyrir lækningar. Aðrar útgáfur sög-
unnar segja að Seifur hafi drepið hann en síðar séð
eftir því og hafið hann upp sem guð og fengið
honum stöðu á himinhvolfinu.
Asclepios giftist Epione, en hlutverk hennar var
að lina sársauka. Nokkur óvissa ríkir um barnafjölda
þeirra, en 6 hafa alla vega orðið þekkt í sögu læknis-
fræðinnar. Hygea var ein af dætrum þeirra og var
gyðja heilbrigðis og forvarna. Lyfjaverslanir eru enn
eftir henni nefndar. Panacea var önnur dóttir þeirra
og aðstoðaði hún systur sína í helgisiðum hofsins og
110
LÆKNANEMINN 1. Tbl. 1995 48. Árg.