Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1995, Blaðsíða 39

Læknaneminn - 01.04.1995, Blaðsíða 39
flesta meirháttar læknaskóla í heimi. Þannig fæst aðgangur að gríðarlegu magni læknisfræðilegra upplýsinga sem nenrendur gætu nýtt sér í náminu. 2) Hægt er að setja grunn námsefni eins og líffærafræði, lífeðlisfræði og lífefnafræði fram á aðgengilegan, myndrænan og skemmtilegan hátt sem gefur nemendum svörun (feedback) með spurningum (quiz) og einkunnagjöf um leið og náminu vindur áfram. Nú þegar er búið að vinna mikla forvinnu í líffærafræði og Hannes Blöndal er tilbúin til þess að taka upp kennslu á þessu formi strax næsta vetur ef hann fær til þess aðstöðu. Einnig eru til forrit í lífeðlisfræði og lífefnafræði þannig að það eina sem stendur þessari nýjung fyrir þrifum er að háskólinn (læknadeild) sjái sér fært að koma upp tölvuveri í Læknagarði. 3) I tölvum er hægt að æfa sig í því að greina og greiða úr klínískum vandamálum á mjög fjölbreyti- legan og lærdómsríkan hátt. A bókasöfnum Landa- kots og Landspítala er talsvert til af forritunr í klínískri uppvinnslu með kennslupunktum og eink- unnagjöf fyrir frammistöðu og er sjálfsagt að nýta sér það kennsluefni á skipulegan hátt eða a.m.k. gera það aðgengilegra en nú er. Þessi forrit eru orðin 7-8 ára gömul og í ljósi mikilla framfara í tölvuhug- búnaði má ætla að þessi tækni sé ennþá fullkomnari í nýrri forritum. 4) Tölvur eru einnig ómissandi í allri rit- og gagnavinnslu eins og t.d. við rannsóknarverkefni og ritgerðasmíð og því sjálfsagt að læknanemar fái aðstöðu til þeirrar vinnu. Tölvur gætu nýst í nánast hvaða fagi sem er innan læknisfræðinnar en þau fög sem við teljum best til þess fallin að nýta tölvutæknina eins og aðstæður eru í deildinni nú, eru: líffærafræði, lífeðlisfræði, lífefna- fræði, “klínísk vinnubrögð”, tölfræði og rannsóknar- verkefni 4. árs. Kennslumálaráðstefna Læknanema ályktar því: „Það er algjört forgangsatriði í kennslumálum læknadeildar að komið sé á laggirnar tölvuveri í læknagarði með Machintosh tölvum, PC tölvum og tengingu við Tölvunet háskólans“ KENNSLUMÁLARÁÐSTEFNA VERKLEG KENNSLA í PREKLÍNÍSKA HLUTA OG SAMÞÁTTUN KENNSLUGREINA Þau kennsluform sem gætu komið í stað fyrir- lestra í preklíníska hluta eru: 1) Umræðuhópar þar sem rædd eru einföld klínísk tilfelli, en megináhersla lögð á þau grunnatriði sem tengjast tilfellinu (þau fög og líffærakerfi sem verið er að kenna hverju sinni). Hlutverk þessarar kennslu er ekki að kenna meðferð og greiningu heldur vekja áhuga nemenda, tengja betur grunnfög og klíník, koma af stað umræðu meðal nemenda og efla sjálfsnám. 2) Líkamsskoðun og klínísk handbrögð. Oft er sagt að eina leiðin til þess að læra klíníska skoðun sé með því skoða nægilega rnarga sjúklinga. Auðvitað er það svo á endanunr, en við teljum að miklu meira eigi að gera af því að læknanemar æfi líkamsskoðun hverjir á öðrum undir leiðsögn. Fordæmi eru fyrir því bæði í deildinni (verkleg anatómía á 1. ári og HNE á 4. ári) og í erlendum læknaskólum. Það sem vinnst með því er að læknanemar verða miklu öruggari þegar þeir fara að skoða raunverulega sjúklinga og geta því einbeitt sér að því sem þeir eru að leita að í skoðuninni. Einnig vinnst tími til þess að læra “alvöru” lyf- og handlæknisfræði á 4. ári í stað þess að eyða mestöllu haustinu á 4. ári í að kynnast vinnubrögðum lækna með því að beita “trial and error” aðferð á sjúklinga án leiðsagnar. 3) Notkun myndbanda í kennslu. Mikið er til af myndböndum um læknisfræðileg efni og er sjálfsagt að það sé gert aðgengilegt fyrir iæknanema og tengt náminu enn frekar. Sem dæmi má nefna að allir fyrirlestrar í auglæknisfræði eru til á myndböndum og er það til fyrirmyndar en vegna hinna rniklu áherslu á fyrirlestrana sjálfa eru þau kennslugögn mjög vannýtt. 4) Krufningar eða sýni bæði í líffærafræði og meinafræði. Þessi mál eru í algjörum ólestri nema í taugalíffærafræði og í líffærafræði útlima og bols (sem gæti þó verið miklu betri). Það er fáránlegt að ekki sé skipulögð kennsla á vegum deildarinnar þar sem notast er við krufningar eða plöstuð líffærasýni. LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg. 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.