Læknaneminn - 01.04.1995, Side 39
flesta meirháttar læknaskóla í heimi. Þannig fæst
aðgangur að gríðarlegu magni læknisfræðilegra
upplýsinga sem nenrendur gætu nýtt sér í náminu.
2) Hægt er að setja grunn námsefni eins og
líffærafræði, lífeðlisfræði og lífefnafræði fram á
aðgengilegan, myndrænan og skemmtilegan hátt sem
gefur nemendum svörun (feedback) með spurningum
(quiz) og einkunnagjöf um leið og náminu vindur
áfram. Nú þegar er búið að vinna mikla forvinnu í
líffærafræði og Hannes Blöndal er tilbúin til þess að
taka upp kennslu á þessu formi strax næsta vetur ef
hann fær til þess aðstöðu. Einnig eru til forrit í
lífeðlisfræði og lífefnafræði þannig að það eina sem
stendur þessari nýjung fyrir þrifum er að háskólinn
(læknadeild) sjái sér fært að koma upp tölvuveri í
Læknagarði.
3) I tölvum er hægt að æfa sig í því að greina og
greiða úr klínískum vandamálum á mjög fjölbreyti-
legan og lærdómsríkan hátt. A bókasöfnum Landa-
kots og Landspítala er talsvert til af forritunr í
klínískri uppvinnslu með kennslupunktum og eink-
unnagjöf fyrir frammistöðu og er sjálfsagt að nýta sér
það kennsluefni á skipulegan hátt eða a.m.k. gera
það aðgengilegra en nú er. Þessi forrit eru orðin 7-8
ára gömul og í ljósi mikilla framfara í tölvuhug-
búnaði má ætla að þessi tækni sé ennþá fullkomnari í
nýrri forritum.
4) Tölvur eru einnig ómissandi í allri rit- og
gagnavinnslu eins og t.d. við rannsóknarverkefni og
ritgerðasmíð og því sjálfsagt að læknanemar fái
aðstöðu til þeirrar vinnu.
Tölvur gætu nýst í nánast hvaða fagi sem er innan
læknisfræðinnar en þau fög sem við teljum best til
þess fallin að nýta tölvutæknina eins og aðstæður eru
í deildinni nú, eru: líffærafræði, lífeðlisfræði, lífefna-
fræði, “klínísk vinnubrögð”, tölfræði og rannsóknar-
verkefni 4. árs.
Kennslumálaráðstefna Læknanema ályktar
því:
„Það er algjört forgangsatriði í kennslumálum
læknadeildar að komið sé á laggirnar tölvuveri í
læknagarði með Machintosh tölvum, PC tölvum
og tengingu við Tölvunet háskólans“
KENNSLUMÁLARÁÐSTEFNA
VERKLEG KENNSLA í PREKLÍNÍSKA
HLUTA OG SAMÞÁTTUN
KENNSLUGREINA
Þau kennsluform sem gætu komið í stað fyrir-
lestra í preklíníska hluta eru:
1) Umræðuhópar þar sem rædd eru einföld klínísk
tilfelli, en megináhersla lögð á þau grunnatriði sem
tengjast tilfellinu (þau fög og líffærakerfi sem verið
er að kenna hverju sinni). Hlutverk þessarar kennslu
er ekki að kenna meðferð og greiningu heldur vekja
áhuga nemenda, tengja betur grunnfög og klíník,
koma af stað umræðu meðal nemenda og efla
sjálfsnám.
2) Líkamsskoðun og klínísk handbrögð. Oft er
sagt að eina leiðin til þess að læra klíníska skoðun sé
með því skoða nægilega rnarga sjúklinga. Auðvitað
er það svo á endanunr, en við teljum að miklu meira
eigi að gera af því að læknanemar æfi líkamsskoðun
hverjir á öðrum undir leiðsögn. Fordæmi eru fyrir
því bæði í deildinni (verkleg anatómía á 1. ári og
HNE á 4. ári) og í erlendum læknaskólum. Það sem
vinnst með því er að læknanemar verða miklu
öruggari þegar þeir fara að skoða raunverulega
sjúklinga og geta því einbeitt sér að því sem þeir eru
að leita að í skoðuninni. Einnig vinnst tími til þess
að læra “alvöru” lyf- og handlæknisfræði á 4. ári í
stað þess að eyða mestöllu haustinu á 4. ári í að
kynnast vinnubrögðum lækna með því að beita “trial
and error” aðferð á sjúklinga án leiðsagnar.
3) Notkun myndbanda í kennslu. Mikið er til af
myndböndum um læknisfræðileg efni og er sjálfsagt
að það sé gert aðgengilegt fyrir iæknanema og tengt
náminu enn frekar. Sem dæmi má nefna að allir
fyrirlestrar í auglæknisfræði eru til á myndböndum
og er það til fyrirmyndar en vegna hinna rniklu
áherslu á fyrirlestrana sjálfa eru þau kennslugögn
mjög vannýtt.
4) Krufningar eða sýni bæði í líffærafræði og
meinafræði. Þessi mál eru í algjörum ólestri nema í
taugalíffærafræði og í líffærafræði útlima og bols
(sem gæti þó verið miklu betri). Það er fáránlegt að
ekki sé skipulögð kennsla á vegum deildarinnar þar
sem notast er við krufningar eða plöstuð líffærasýni.
LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg.
37