Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1995, Blaðsíða 73

Læknaneminn - 01.04.1995, Blaðsíða 73
FRAMHALDSMENNTUN lækna) og annarra sérfræðinga. Slíkt hlýtur að brjóta í bága við flestar siðareglur lækna. Ekki má á milli sjá hvor hópurinn rækir þessa misheppnuðu siðabót betur. Ég hvet alla lækna til að velja það sérnám sem þeir hafa mestan áhuga á. Framtíðarspár um at- vinnuhorfur geta reynst fallvaltar og lítið þarf til að skekkja útreikninga. Verið minnug þess að árangur í framhaldsnámi, sem best er metinn af þekkingu, færni og viðhorfum ykkar sjálfra (12), ræðst fyrst og síðast af hæfileikum, áhuga og ástundun. Vitanlega skipta aðstæður til náms (námsspítalinn) og ytri umgjörð (námslandið) miklu máli en öllum er ljóst að vanræksla og áhugaleysi verður aldrei bætt þótt bestu hugsanlegu námsaðstöðu njóti. Þessi hugsun hefur verið orðuð svona; „Flestum er ljóst að gæði framhaldsnáms ráðast að miklu leyti af því hverjir stunda það.”(Í3) - Árangur í framhaldsnámi mælir möguleika okkar til að hljóta hinar eftirsóttu læknastöður á Islandi. Enginn ætti að fá sérfræðingsviðurkenningu í læknisfræði fyrr en hann hefur numið grundvallar- þætti í rekstrarfræði. Það að skilja að fjárhagslega og faglega ábyrgð eins og gert hefur verið í íslensk- um spítalarekstri er óskaplega varhugavert. Læknar verða að auka hlutdeild sína í stjórnun spítalanna. Á liðnum árum og áratugum hafa hin lágu iaun ís- lenskra spítalalækna rekið þá svo rækilega frá stjórnunarskyldum sínum að til vandræða horfir. Þetta hafa hjúkrunarfræðingar nýtt sér í hví- vetna eins og dæmin sanna. Mættu læknar margt af þeim læra. Það verður íslensku heilbrigðiskerfi til ómetanlegs tjóns verði því ekki snúið frá núverandi þróun. UM HOLLAND OG HOLLENDINGA Holland er lítið og marflatt land eða um 41,863 km2(Hl). Tæplega 30% af öllu landinu er undir sjávarmáli. íbúamir eru 15,1 milljón og eru því 361 fbúar um hvern ferkílómetra. Holland er því þétt- býlasta iðnríki heims. Níutíuogsjö prósent íbúanna eru Hollendingar og tungumál þeirra er hollenska. Talsverður fjöldi málýska er í landinu og getur munað talsverðu á talsmáta fólks í nálægum þorpum þótt ekki skilji þau að fjöllin eða vötnin. Frísneska töluð í Fríslandi (vestur af Groningen) er svo ólík hollenskunni að hún telst sérstakt tungumál. Hol- lendingar hafa opinbert mál sem allir menntamenn nota og kenna börnum sínum. Fjórir af hverjum tíu Hollendingum eru rómversk kaþólskir og um 20% mótmælendur (e. Dutch re- formed) (Hl). Nítíu og níu hollendinga eru læsir og skólaskyldan tekurlO ár. Mjög algengt er að kaþólskir og mótmælenda skólar standi hlið við hlið svo íbúar hvers íbúðahverfis geti valið á milli þeirra. Einnig er fjöldinn allur af sérskólum í Hollandi. Hollendingum er afar hlýtt til Englendinga sem frelsuðu þá undan hersetu Þjóðverja í seinni heim- styrjöldinni. Þeim er enn í nöp við þá síðarnefndu fyrir stríðsglæpi þeirra í landinu. Mun skynsamlegra er því að tala ensku en þýsku í Hollandi. Hollendingar eru fjórða mesta fjármálaveldi Evrópu. Þeir eru gamalt heimsveldi og áttu nýlendur í S-Ameríku, Afríku og SA-Asíu. Þeir hafa látið af stríðsbrölti (nema innan NATO) en nýta sér gömul sambönd til viðskipta um allar jarðir. Elsti verð- bréfamarkaður í heimi er í höfuðborginni Amster- dam. í borginni búa tæplega 700 þúsund manns. Næststærsta borgin er Rotterdam sem státar af eril- sömustu vöruskiptahöfn í veröldinni. Þar búa 576 þúsundir manna. Stjórnin, sem er þingbundin kon- ungstjórn, situr í þriðju stærstu borginni sem er Haag (440 þús. íbúar) (Hl). Þar hefur Alþjóðadómstóllinn aðsetur. í Hollandi þjónar hver læknir 414 íbúum og eitt sjúkrahúsrúm er á hverja 164 íbúa. Sjö nýburar af hverjum 1000 lifandi fæddum deyja. Lífslíkur við fæðingu eru 75 ár fyrir karla og 81 ár fyrir konur. Tæp 20% þjóðarinnar er undir 14 ára aldri, 64,2% á aldrinum 15-60 og eldri en sextugir eru 17% þjóðar- innar. Vinnuaflið skiptist þannig: 1% í landbúnaði, 30% í iðnaði, 44% í þjónustu og 23% í opinberri stjórnsýslu (Hl). VAXANDI ÁHUGI ÍSLENSKRA LÆKNA Á HOLLANDI í byrjun árs 1992 voru fimm íslenskir læknar skráðir í sérnámi í Hollandi (Sl). Nú eru þeir orðnir átta (einn þeirra hefur reyndar lokið námi og starfar í Hollandi). Ég verð sá tólfti í röðinni þegar ég fer út í lok mars og veit um nokkra unglækna sem eru spenntir fyrir framhaldsnámi í Hollandi. Ég veit ekki hvað skýrir þennan aukna áhuga á Hollandi en sting upp á þessum ástæðum sem helstum: LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.