Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1995, Blaðsíða 85

Læknaneminn - 01.04.1995, Blaðsíða 85
DALI Sjálfsfróarinn mikli, 1929 110,1 * 151,1 sm., olía á striga, einkaeign Myndina málaði Dali haustið 1929 en áður hafði hann dvalið nokkurn tíma í París við gerð myndarinnar Andalúsíuhundurinn sem var tilraun hans ofl. til að nota kvikmyndaformið til að ögra, með viðbjóði, hinum botgaralegu gildum. Myndin olli hneykslan sem Dali notaði eins og fyrr til sjálfsauglýsingar. í bók sinni Ósegjanlegar játningar Salvadors Dali (útg. 1979) segir listamaðurinn um gerð þessa verks: „ Ég fróaði mér oft, en með mikilli ögun yfir kynfæri mínu. Ég beitti huganum til að ná fullnægju og hafði stjóm á gerðum mínum til að njóta unaðarins betur. Sjálfsfróunin var þá þungamiðja kynlífs míns og ofsóknaráráttu - gagnrýniaðferðarinnar. Landfestutyppið mitt, ef svo má segja. Ég var til, svo og nautn mín og annað hér í heimi. Sjálfsfróarinn mikli er tjáning gagnkynhneigðrar angistar minnar - með persónu án munns í líki engisprettu sem maurar éta kviðinn úr.“ Ég hef nú ekki svo miklu að bæta enda segir segir Dali allt sem segja þarf. Mig langar þó að bæta við broti úr viðtali við Erró þar sem hann segir frá kynnum sínum af Dali. Þar segir Erró : „ Leiðir okkar Dalis lágu ekki saman fyrr en f maí 1963. Þá var ég í slagtogi með fallegri svissneskri stúlku sem hét Honda, ótrúlegt en satt. A einhverri opnuninni vorum við í fylgd með ísraelskum málara, Mati Klawein að nafni, sem var málkunnugur Dali. Dali var viðstaddur og heilsaði okkur með tilheyrandi ýkjum. „Ferrrrrró" sagði hann við mig, hafði augljóslega gaman af því að ýkja spænskan framburð sinn. Dali fór strax að slá Hondu gullhamra, sagði hana fallegustu stúlku á jarðríki, og bað hana fyrir alla muni að leyfa sér að mála af henni mynd. Honda var auðvitað upp með sér af áhuga þessa heimsfræga listamanns og var fastmælum bundið að hún kæmi næsta dag upp á Hótel Maurice, þar sem karlinn var með svítu, til að sitja fyrir. Bauð Dali okkur að koma þangað seinna um daginn að sækja Hondu, og borða með sér og Gölu konu sinni. Næsta dag mættum við Mati á Hótel Maurice á tilsettum tíma og var vísað beinustu leið upp í svítuna. Þar bankaði ég að dyrum með tilhlýðilegri respekt, en enginn svaraði. Ýtti ég þá hurðinni frá stöfum og gægðist inn. Við mér blasti undarleg sýn og mjög í anda Dalis. Uppi á palli sat Honda, nakin að mestu og horfði andaktug skáhallt upp, í fullvissu þess að Dali væti að teikna af henni ódauðlega mynd. Andspænis henni, en í nokkurri fjarlægð þó, sat meistarinn við borð og hafði mikla teikniblokk fyrir framan sig. En það sem Hcmda sá ekki, en blast við okkur úr dyrunum, var að hann var ekki með penna í hendi, heldur jarl sinn og strokkaði kappsamlega. Lögðum við hurðina hljóðlega aftur, biðum átekta, en börðum svo hraustlega að dyrum. Opnaði Dali þá fyrir okkur, eilítið andstuttur, en kumpánlegur. Lét hann vel af fyrirsætu sinni, en var tregur að sýna okkur árangurinn af fyrirsetunni.“ ( Erró, viðtal; Mannlíf 9 tbl. 1991 ) LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.