Læknaneminn - 01.04.1995, Blaðsíða 34
fylgja yfir daginn. Á Lsp. er nemendum enn lítið
sinnt. Itreka þarf nauðsyn þess að örva áhuga lækna
svæfingadeildar á kennslu. Á Lsp. virðist ekki vera
farið eftir áðurnefndri marklýsingu. Fyrirlestra mætti
fella meira inn í verklega kúrsinn og þá einnig sem
klíníkur og seminör. Oánægja var með kennslubók,
sem var sú sama og undanfarin ár.
MEINEFNAFRÆÐI
Ætti að kenna í upphafi fjórða árs þannig að
verklega námið í hand- og lyflæknisfræði nýttist
betur. Eins og áður er ánægja með kennslubók og
kennsluna.
GEILSALÆKNISFRÆÐl
Væri betra að kenna áður en nemendur fara í
verklegt nám í hand- og lyflæknisfræði. I verklega
námi er nemendum vel sinnt á Borgarspítala og
kennarar þar áhugasamir. Á Landspítala er nemend-
um verr sinnt, þó einstaka kennarar sýni áhuga.
Sjálfsagt er að hafa í upphafi fyrirlestra um eðlis-
fræði, aðferðir myndgreiningar og þvíumlíkt en fella
ætti efni klínísku fyrirlestranna meira inn í verklegu
kennsluna. Fullkomin aðstaða til hvers konar mynd-
greiningar er til staðar í Domus Medica og væri vel
athugandi að kanna hvort hægt væri að koma ein-
hverri verklegri kennslu þar fyrir.
Kennslumálaráðstefna Læknanema 1995
ályktar því:
„Kennslu í meinefnafræði og geislalæknisfræði
ætti að flytja ytir á haustönn 4. árs og kenna með
klínísku kúrsum.“
HANDLÆKNIS- OG LYFLÆKNISFRÆÐI
Inngangsfyrirlestrar ættu að fjalla um skoðun og
helsu einkenni sem myndi nýtast nemendum í
verklega náminu. Verklegt próf í handlækningum,
sem var nú í fyrsta skipti, var vel heppnað og
hagnýtt. Hraðinn, 4 mínútur á stöð, þótti þó
fullmikill. í lyflækningum þótti próf of erfitt. í
verklegu námi í lyflækningum er einnig misræmi
milli spítala. Nemendur á Borgarspítala fá ekki verk-
lega kennslu í gigtsjúkdómum. Nemendur á Land-
spítala fá ekki að fara með neyðarbílnum, ekki einu
sinni á non-akút vöktum. Tryggja þyrfti að allir fái
jafnan tíma á einstökum deildum. Almennt ætti að
gera meiri kröfur til nemenda að þeir fylgi sjúkling-
um eftir, t.d. með skrifum dagnóta. Nemendur eru of
miklir áhorfendur.
HÚÐ- OG KYNSJÚKDÓMAFRÆÐI
Auka þarf verklega námið sem nú er sáralítið, í
um eina viku. Nota þá stofur sérfræðinga og deildir
spítala (kosultationir) til að fá hagnýtari klíník.
Almenn ánægja, sem fyrr með fyrirlestra og kennslu-
bók.
HÁLS-, NEF- OG EYRNALÆKNISFRÆÐI
Auka þarf verklega námið í a.m.k. viku. Almenn
ánægja með fyrirlestra og þá verklegu kennslu sem
er. Enn vantar góða kennslubók á ensku.
HEILBRIGÐISFRÆÐI
Fækka þarf fyrirlestrum og láta kennslu frekar
fara fram í umræðuhópu. Leggja meiri áherslu á
faraldsfræði og tölfræði. Ánægja með umræðuhópa
þar sem vísindagreinar voru krufnar til mergjar.
VÍSINDAVERKEFNI:
Almenn ánægja. Spurning hvort hægt sé að sam-
ræma verkefni betur m.t.t. þeirrar vinnu sem leggja
þarf fram. Athugasemdir frá því í fyrra eru ítrekaðar,
þ.e. að tryggja kennurum greiðslu fyrir þennan tíma
og hvetja bæði kennara og nemendur til þess að
mæta betur á fyrirlestrana.
5. ÁR
ALMENNT
Ánægja er með að hafa fyrirlestra í barna-
lækningum og kvensjúkdómafræði eftir hádegi og
klíníkur í hádeginu. Þannig nýtist morguninn vel, sá
tími sem mest er um að vera á deildum og er þetta
fyrirkomulag til fyrirmyndar. I geð- og tauga-
lækningum voru fyrirlestrar aftur á móti allan daginn
í blokkum (2+4+4+4 daga), níu fyrirlestrar á dag
32
LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg.