Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1995, Blaðsíða 37

Læknaneminn - 01.04.1995, Blaðsíða 37
HÁSKÓLASJÚKRAHÚSIÐ LANDSPÍTALINN Þar er aðstaða læknanema í stuttu máli lítil og léleg. Mun fljótlegra er að telja upp þá staði þar sem aðbúnaður er viðunandi. Það er raunar aðeins einn, Kvennadeildin, sem býður uppá bókasafn með lesaðstöðu og vaktherbergi fyrir þá læknanema sem eru á vakt. Ekkert af þessu er fyrir hendi á öðrum deildum. Lesaðstaða fyrir læknanema á sjúkrahúsinu er mikilvægt hagsmunamál, því nauðsynlegt er að geta lesið námbækur sínar þegar dvalið er langtímum saman á sjúkrahúsinu í verklega náminu og nýtt tímann þannig mun betur. Sjötta árs nemar hafa reyndar haft bráðabirgðaaðstöðu í kjallara Lsp. sem þeir munu missa fljótlega. Varanlega lausn verður því að finna á þessu máli sem fyrst. LÆKNANEMI Á VAKT MEÐ PÍPTÆKI Að læknanemar á vakt fái píp-tæki var langþráður draumur sem rættist með tilkomu nýs prófessors í bamalækningum. Nú er hægt að nýta tímann betur á vöktunum því alltaf er hægt að ná í þann sem er á vaktinni og þarf hann því ekki að missa af neinu. Vonandi verður þessi nýbreytni tekin upp af for- stöðumönnum annarra deilda. NEYÐARBÍLLINN Neyðarbíllinn er kennslutæki sem aðeins þeir sem eru í verklegu námi á Borgarspítala fá að njóta. Aðeins þriðjungur læknanema er á Bsp. og fá því tveir þriðju aldrei að kynnast neyðarbílnum. Það er hálf neyðarlegt. Kom fram m.a. sú hugmynd að tengja neyðarbflinn kúrsinum í slysalækningum og gefa þannig öllum tækifæri til að kynnast neyðarbílnum. BORGARSPÍTALINN Þar er ágæt búningsaðstaða fyrir hendi og lipur þjónusta á bókasafni. Samt er það bókasafn alfarið rekið af Borgarspítalanum en ekki H.I. Á Bsp. vantar hins vegar tilfinnanlega lesrými fyrir þá læknanema sem eru í verklegu námi þar hverju sinni. Lesaðstaða er reyndar til staðar á bókasafni Bsp. en það nýtist ekki sem skyldi vegna takmarkaðs opnunartíma. Einnig er tölvuver Bsp. heldur fátæklegt. Píp-tæki til KENNSLUMÁLARÁÐSTEFNA handa læknanemum á vakt hverju sinni væri til bóta. Neyðarbíllinn er staðsettur á Bsp. og hafa lækna- nemar á Bsp. fengið að kynnast þeirri starfsemi. Mætti neyðarbfllinn vera nýttur með virkari hætti til kennslu og þá hugsanlega í tengslum við bráða- læknisfræði. SKJALFEST RÉTTINDI LÆKNANEMA Á LANDSPÍTALA Réttindi læknanema á kennslusjúkrahúsunum eru hvergi skjalfest. Það stendur til bóta sbr. ályktun þess efnis sem F.L. fékk samþykkta á deildarráðsfundi. Þegar því er iokið heyra vonandi mötuneytisstríð og aðrar slíkar uppákomur sögunni til. Klínísk kennsla utan Landspítala og Borgarspítala FLEIRI KENNSLUSTAÐIR Töluvert var rætt um mikilvægi þess að nýta fleiri sjúkrahús til kennslu en nú er. Læknisfræði hlýtur að vera stunduð á vitrænan hátt á fleiri stöðum en í Reykjavík og það ætti að sjálfsögðu að nýta sér. Þeir staðir sem gætu komið til greina eru; Akureyri, ísafjörður og Akranes. Allt eru þetta öflug og vel búin sjúkrahús úti á landsbyggðinni sem gætu gegnt mikilvægu kennslufræðilegu hlutverki. Sjúkrahúsið á Akranesi tók á móti alls sex 4. árs læknanemum í verklegt nám í svæfingarlæknisfræði í fyrsta sinn nú í haust. Voru þeir sem þar dvöldu afar ánægðir með kennsluna sem þeir fengu og töldu að þeim hefði verið mjög vel sinnt. Sömu sögu er að segja af 3. árs læknanemum sem hafa tekið verklega hlutann á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Sjúkrahúsin úti á landi hafa hingað til verið vannýtt til kennslu, þau geta gegnt mun veigameira hlutverki en nú er. Þau rök hafa heyrst að sjúklingastreymi sé ekki nægilega mikið og þeir framkvæmi ekki hinar og þessar aðgerðirnar og henti þar af leiðandi ekki til kennslu. Það hefur hins vegar komið í ljós að þar sem sjúkl- ingastreymið er mikið og framkvæmdar margar og fjölbreytilegar aðgerðir er oft afskaplega naumur tími sem stúdentum er skammtaður og þeim því lítið sinnt. Það skiptir nefnilega afkaplega litlu máli fyrir læknanema sem er stíga sín fyrstu skref í klíníska LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg. 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.