Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1995, Blaðsíða 76

Læknaneminn - 01.04.1995, Blaðsíða 76
hverri af eftirtöldum borgum; Rotterdam, Utrecht, Groningen, Nijmegen, Leiden og Maastricht). Með fylgdu nöfn yfirlækna deildanna en á þá voru umsóknarbréfin stfluð. Að hætti ÁH sendi ég umsóknarbréf á alla spítalana átta. Eg skrifaði á Ensku þar sem ég kunni enga Hollensku. Eg tók auðvitað frarn einlægan áhuga á barnalækningum, viðamikla klíníska reynslu og fegraði mig á allan hátt uns ég glóði. Lífsverkaskrá (Curriculum vitae) fór með, fyrst yfirlitsblað og síðan knappur texti um allt það sem yfirlitsblaðið tíundaði. Opinbert afrit af lækningleyfi fylgdi, sömuleiðis staðfest afrit af prófskírteini frá HI og einkunnablað. Auk þessa fór starfsvottorð frá þeim spítaladeildum sem ég hafði unnið á. Þeir yfirlæknar sem ég hafði unnið mest hjá voru fengnir til að skrifa meðmælabréf til sömu spítala. Nokkrum vikum eftir að umsóknarbréfin fóru af stað, sendi ég svo tillkynningu um komu rnína til Hollands, enn nokkrum vikum síðar. Ég þakkaði þeim sem þá þegar höfðu svarað fyrir jákvæð viðbrögð (jafnvel örgustu úrtölumönnum). I vikunni áður en ég fór svo út hringdi ég og bað um að tilgreindur yrði sá tími sem ég mætti koma og skoða spítalann. Hvar sem ég mætti mótstöðu klagaði ég í Ásgeir og hann braut hana á bak aftur. Þannig tókst mér að komast á 6 af 8 háskóla-barnaspítala landsins á þeirri viku sem ég hafði til umráða. Þessi ferð var farin í desember en víðast hvar fara viðtöl við umsækjendur um námsstöður fram í janúar ár hvert. Enda þótt ég hafi formsins vegna ekki getað farið fram á viðtöl, björguðu meðmælabréfin og frábær stuðningur nýja prófessorsins því að ég komst í 11 hörkuviðtöl á 5 dögum. Viðtölin voru ýmist afar formleg eða alsendis óformleg og stóðu frá 15 mínútum og uppí klukku- stund. Þau voru ekki fræðilegs eðlis, nema þá óbeint, þ.e.a.s. þegar fræðin slæddust óvart inní umræðu um lífsverkaskrána. í viðtölunum var farið yfir efni umsóknarbréfsins og ég beðinn að útskýra það sem kom ekki nægilega skýrt í bréfinu. Öllum viðmælendunum lék forvitni á að vita af hverju ég sækti um í Hollandi og af hverju þeirra spítali varð fyrir valinu. Þeir virtust vilja vita hversu einarður ég væri í því að vilja læra barnalæknisfræði í Hollandi. Þá spurðu flestir urn ástæður þess að ég veldi barnalæknisfræði sem sérgrein og hvort ég gæti tiltekið áhugassvið innan barnalæknisfræðinnar. Einnig var ég þráspurður um það hvort ég færi ekki örugglega heim til Islands að námi loknu. Þeir sem sýndu mér mestan áhuga forvitnuðust um fjöl- skylduhagi mína, áhugamál og spurðu jafnvel hvenær ég gæti byrjað að vinna yrði mér boðin námsstaða. Þegar viðmælendurnir hættu að spyrja, gafst mér færi á að forvitnast um spítalann og hvernig kennsludagskrá hans væri uppbyggð. Heim- sókninni á hvern spítala lauk svo með því að mér var sýnd barnadeildin. Konan mín kom með mér í pflagrímsferðina til Hollands og var það alveg ómetanlegt því auk þess sem aðstoð hennar var mikilvæg þá fékk hún tæki- færi til þess að kynnast landi og þjóð. Til allrar hamingju leist henni vel á allar aðstæður. Það er óðs manns æði að velja útland undir framhaldsnám sem makinn fellir sig ekki við.- Út úr Hollands-reisunni komu tvö alvöru tilboð og ég er á förum til Rotterdam innan skamms. NIÐURLAG Þetta greinarkorn er aðeins aðdragandi að ítarlegri umfjöllun um framhaldsnám í læknisfræði í Hollandi. Ég þakka Vilhelntínu Haraldsdóttur lækni kærlega fyrir yfirlestur greinarinnar og margar góðar ábendingar. HEIMILDIR Bandaríkin (B) 1. FÍLÍNA. Ameríkufréttir. Fréttabréf lækna. 1994; 1: 24- 5. 2. Björnsdóttir, US. Leit að námsstöðu vestanhafs. Fréttabréf lækna 1993; 1: 19-20. 3. Magnússon, MK. Á leið til Vesturheims - Undir- búningur að framhaldsnámi í Bandaríkjunum. Frétta- bréf lækna 1994; 4: 12-15. 4. Skúlason, Þorsteinn. Fréttir frá FILINA. Læknablaðið 1995; 81: 199. Bretland (Br) 1. Steinsson, S. Um nám í heimilislækningum. Lækna- blaðið/Fréttabréf lækna. 1993; 4: 14. 2. Sigurðsson, E. Framhaldsnám á Bretlandi - vænlegri kostur nú en nokkru sinni fyrr... Fréttabréf lækna 1994; 3: 12-4. Holland (H) 1. Netherlands. Kingdom of the Netherlands. í World Almac 1994. Scripps-Howard. St. Lois 1993: 793-4. 70 LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.