Læknaneminn - 01.04.1995, Blaðsíða 124

Læknaneminn - 01.04.1995, Blaðsíða 124
VI. Tölvur. I byrjun vetrar hugðist félagið bæta tölvukost sinn og jafnvel koma upp vísi af tölvuveri fyrir félagsmenn en um svipað leyti komu upp hugmyndir Harðar Filipussonar um tölvuver á vegum Háskólans í Læknagarði. Var þessu því slegið á frest um sinn. Samt var alveg ljóst að félagið yrði að eignast a.m.k. eina nýja tölvu. I vikunni náðu gjaldkeri Læknanemans og ritari F.L. samningi Apple umboðið og kaupir Læknaneminn nýja tölvu og prentara. Sú tölva sem þeir hafa haft til afnota verður því sennilega staðsett í Læknagarð þar sem embættis- og félagsmenn geta haft not af henni. Hannes Blöndal hyggst nú koma upp tölvuveri til kennslu í líffærafræði og í vetur áttu stúdentar afar gagnlegan fund með honum um kennslu í líffærafræði og um þær breytingar sem hann hyggst hrinda í framkvæmd á næstunni. Munu þær valda byltingu í líffærafræðikennslu. VII. Húsnæðismál. Um þessar mundir er verið að smíða ný borð og komnir eru glæsilegir stólar í lesstofuna á þriðju hæð í Læknagarði. Auk hennar hafa nú nemendur lestrar- aðstöðu í kjallara Læknagarðs og 6. árs nemar hafa lesaðstöðu á Landspítalanum í gamla endurhæfingar- salnum. Allt útlit er fyrir að 6. árs nemar missi þessa aðstöðu á næstunni þar sem til stendur að stækka bráðamóttöku Landspítalans. A fundi sem Formaður F.L. átti við þá sem sjá um skipulagningu húsnæðis á Land- spítalanum kom fram að ekki lítur út fyrir að fram- kvæmdir hefjist í lestofunni á þessu kennsluári. Það er þó alveg ljóst að ef mikið ónæði verður af framkvæmdum nálægt lesstofunni þá verður F.L. gangast fyrir því að fundin verði ný lesstofa sem fyrst. Einnig er nauðsynlegt að þessi mál verði leyst í eitt skipti fyrir öll svo að komandi stjómir þurfi ekki að eyða stórum hluta af sínum dýrmæta tíma til þess að leysa þessi mál á hverju ári eins verið hefur undanfarin ár. Með því lestrarrými sem nú er til staðar eru flestir sammála um að lesstofurými fyrir læknanema sé nógu mikið hvort sem menn kunna að meta aðstöðuna eða ekki. Um haustið 1991 fékk F.L. upphringingu þar sem félagið var beðið um að tæma húsnæðið á Suðurgötu, þar sem það hafði félagsaðstöðu, fyrir kl.17 daginn eftir. Enn eigum við eftir að verða við þessari beiðni að fullu. Félag íslenskunema, sem hefur þarna aðstöðu, hafði samband við okkur snemmsumars og bað okkur að taka það drasl sem eftir var. Auðvitað lofuðum við því en um svipað leyti fóru allir í sumarfrí og síðan þá hefur ekki tekist að hóa saman mannskap til þessa verks. Það fellur því í hlut næstu stjómar að ganga frá þessu sem fyrst. Ekki er ástæða til þess að ræða önnur húsnæðismál frekar þar sem þau hafa ekkert breyst frá síðustu árs- skýrslu. VII. Útgáfustarfsemi. 1. Á þessu starfsári var útgáfa Læknanemans með miklum ágætum og gleðilegt að sjá hvernig vegur þeirrar útgáfu fer sívaxandi. Einnig er lofsvert hvernig fráfarandi ritstjórn tók á fjármálunum undir traustri forystu gjaldkera Læknanemans sem hefur viðskiptavit á við sjö meðal læknanema. 2. I vetur komu Meinvörp út reglulega og kunnum við ritstjórninni bestu þakkir fyrir vel unnin störf. Ekki verður sagt að mikill tepruskapur hafi verið í fréttaflutningi og gríni þar sem hlutirnir voru nefndir sínu réttu nöfn- um. 3. Svmfvsis-læknafaörn og nokkrir vinir þeirra-. símaskrá F.L., kom óvenju fljótt út í vetur vegna snarra handtaka ritara félagsins. Var hún með svipuðu sniði og í fyrra og hefur þetta litla brot mælst mjög vel fyrir meðal félagsmanna. Við hvetjum nýja stjóm félagsins til þess að safna meiru af handhægum upplýsingum í hana. 4. Gefinn var út bæklingur handa fvrsta árs nemendum á haustmisseri 1993 með helstu upplýsingum starfsemi F.L. og um læknadeildar. VIII. Leiðindamál. Á hverjum vetri koma alltaf upp leiðindamál sem forsvarsmenn F.L. þurfa að leysa, iðulega í samráði við deildarráð. Þessi vetur var engin undanteking. Þar sem þessi mál eru flest öll mjög persónuleg kjósum við að ræða þau ekki frekar í þessari skýrslu. Eitt vil stjórn F.L. þó nefna, en það er ósæmileg hegðun ákveðinna félagsmanna þegar læknanemar koma saman til þess að gera sér glaðan dag. í vetur og í haust afrekuðu þeir ýmislegt og er þetta mjög bagalegt þar sem félagið nýtur trausts og velvildar margra aðila og nær því oft á tíðum góðum samningum. Auk þess gerðust sumir svo kræfir að stela frá félaginu og er slík framkoma algjörlega óþolandi. Það fer afar illa saman að starfa sem læknir og afbrotamaður. IX. Ýmis mál. 1. Haldið var viðamesta skyndhjálparnámskeið sem F.L. hefur staðið fyrir til þessa. Fjölmargir aðilar, læknar, læknanemar, hjúkrunarfræðingar, sjúkrafiutningamenn o.fl. gáfu vinnu sína og stendur F.L. í þakkarskuld við alla þessa aðila. Auk þess sá Pizza Elvis um að næra alla þáttakendur og þökkum við þann rausnarlega stuðning. Sigurður Magnason sá um skipulagningu þessa nám- skeiðs. 2. Fulltrúar F.L. fóru á fund fyrsta árs á haustmisseri 1993 og 1994 til þess að kynna starfsemi félagsins og svara spurningum. 3. Haldin var kennslumálráðstefna sem skiiaði sér í mikilli umræðu um læknakennslu meðal kennara (sbr. 118 LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.