Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1995, Blaðsíða 15

Læknaneminn - 01.04.1995, Blaðsíða 15
ASTMI Beta 2 agonistar slaka á sléttum vöðvum í önd- unarvegi með því að ræsa adenylate cyclasa. Þessi hvati eykur cyclic adenosín mónofosfat (cAMP) og lækkar þar með frumubundið kalk. Beta 2 agonistar verka á hvers kyns áreiti og geta því unnið gegn berkjuþrengingu sem stafar af t.d. áreynslu, kulda, reyk og ofnæmisvökum. Þó að vitað sé að 6-, agonistar geti einnig hindrað losun boðefna frá mastfrumum (Mynd 4) og hvítum blóðkornum, er talið að þeir hafi ekki áhrif á bólgunryndun í öndunarvegi. Aukaverkanir af 62 agonistum eru m.a. hypó- kalemía, vöðvaskjálfti, kvíði og örvun á hjartavef. Æskilegt er að nota 6? agonista sem innúðalyf, en ekki í töflu- eða mixtúru formi, því þá þarf hærri styrk af lyfinu til að ná sama árangri, og þeim fylgja fleiri aukaverkanir. Langvarandi B2 agónistar hafa nýlega litið dagsins ljós. Hér eru á ferðinni lyf sem valda langverkandi berkjuvíkkun (verkunartími er um 12 klukkustundir). Tvenns konar lyf hafa verið skráð, en aðeins annað er, enn sem komið er, fáanlegt hérlendis án undanþáguumsóknar. Salmeterol hydroxynaphthoate (Serevent) verkar á u.þ.b. 30 mínútum, en berkjuvíkkun stendur lengur en 12 tíma. Langverkandi 69 agónistar eru kjörlyf hjá sjúklingum með næturastma og hafa reyndar einnig verið notuð með góðum árangri hjá sjúklingum með áreynsluastma, sérstaklega ef sjúklingur þarf að reyna á sig oft á dag. Þetta á sérlega vel við hjá bömum sem eiga venju- lega erfitt með að taka lyfin stuttu fyrir áreynslu þ.s. þau eru á hreyfingu lungan úr deginum. Þá gefur foreldri þeim langvarandi lyf fyrirbyggjandi, t.d. á morgnana áður en bamið fer í skólann. Tíðkast hefur að meðhöndla sjúklinga með veruleg einkenni með auknum skömmtum af inn- úðasterum. Nýlegar rannsóknir á sjúklingum með meðalslæman og slæman astma hafa sýnt, að betri árangur næst ef langvarandi 62 agonistum er bætt við innúðastera, frekar en að tvöfalda skammt innúðasteranna (1). Formoterol fumarate (Foradil) er væntanlegt á markaðinn innan skamms. Kostur lyfsins er hve fljótt það verkar (á nokkrum mínút- um) auk þess sem berkjuvíkkunin stendur í um 12 klukkustundir. Þannig sameinar Foradil eiginleika stutt- og langverkandi 62 agonista. Metýlxantín lyf (Teófýlamín) hefur verið notað til meðhöndlunar á astma í yfir 50 ár. Samt er enn ekki ljóst hver verkunarmáti þess er. Talið er að teófýlamín bæli fosfódíesterasa og valdi þannig aukningu á cAMP og losun á frumubundnu kalki. Auk þess örvar teófýlamín losun katekólamína (t.d. adrenalíns og noradrenalíns), dregur úr bólgu og hefur væga þvagræsandi eiginleika. Teófýlamín getur einnig örvað starfsemi þindar. Teófýlamín er sjaldan notað eitt sér við astma. Stundum er hægt að spá fyrir hvort lyfið komi til með að gagnast sjúklingnum ef þeir finna fyrir berkjuvíkkun eftir fyrsta kaffibollann á morgnanna! Teófýlamín hefur verið notað sem viðbótarlyf hjá sjúklingum með alvarlegan astma þegar full lyfja- meðferð (innúðasterar, stutt- og langverkandi 62 agonistar) reynist ekki nægileg til að halda ein- kennum sjúklings í skefjum. Einnig getur Iang- verkandi (12-24 klst verkun) teófýlamín verið gagnleg hjá einstaka sjúklingi með næturastma (t.d. Unixan 400-800 mg tekið klukkan 18:00). Þannig næst hámarksverkun milli klukkan 04:00-08:00, á þeim tíma sem astminn er hvað verstur. Styrkur teófýlamíns f blóði er þá lægstur yfir daginn þegar sjúklingur þarf minnst á lyfinu að halda. Með því að tímasetja lyfjagjafirnar á þennan hátt finnur sjúklingur lítið fyrir aukaverkunum lyfsins. Mikilvægt er að fylgjast vel með þéttni teófýlam- íns í blóði. Ef lyfið er gefið í of háum skammti getur sjúklingur fengið lífshættulegar aukaverkanir. Þetta ber sérstaklega að hafa í huga hjá eldri sjúklingum með hægri hjartabilun (t.d. sjúklingur með COPD) og lifrarsjúkdóm. Einnig ef sjúklingur er á öðrum lyfjum með verkun á P450 efnaskipti í lifur (t.d. makrólíð fúkkalyf: erythromycin, clari- thromýcín, címetidín, cíprófloxacín og getnaðar- varnapillan). Auk þess þarf að lækka teófýlamín skammta hjá sjúklingum með hita þar sem útskiln- aður lyfsins minnkar. Andkólínerg lyf eins og ipratrópíum brómíð (Atrovent) hemja vagal styrk (tone) og hindra kólinerga reflex berkjuþrengingu. Þessi lyfjaflokkur hefur reynst betur hjá sjúklingum með langvinna teppusjúkdóma (t.d. bronkítis og lungnaþembu). Atrovent er tiltölulega gagnslítið sem berkju- víkkandi lyf hjá sjúklingum með hreinan astma. Talið er að astmasjúklingar séu með gallað LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.