Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1995, Blaðsíða 109

Læknaneminn - 01.04.1995, Blaðsíða 109
MINNING hans voru engin takmörk sett. íþróttirnar, tónlistin og manneskjan, hvort heldur sem var líkaminn eða sálin og svo að sjálfsögðu heimspekin. Þær voru fáar íþróttagreinarnar sem hann lagði ekki stund á, allt frá skák til lyftinga. Gummi hafði mikla innsýn í skák- listina og var um tíma einn af landsins bestu unglingum í skák. Oft sást hann sitja við skákborðið á kaffistofunni okkar í þungum þönkum. Ekkert truflaði einbeitinguna á slíkum stundum. Hæfileikar hans voru líka miklir á sviði tennisíþróttarinnar en Gummi hafði sinn sérstaka stíl sem skilaði augljóslega góðum árangri. Keppnisskapið var þvílíkt að oft báru samherjar hans þess ekki síður merki en andstæðingarnir þegar leið að lokum knatt- spyrnuleiks. Gummi hafði þann eiginleika að gefast ekki upp þó á brattan væri að sækja og ef eitthvað vantaði upp á lagnina náði hann sínu fram með óþrjótandi kappsemi og harðfylgni. Nám af hvaða tagi sem var sóttist Gumma vel enda var hann góðum gáfum gæddur. I kennslustundum var hann spurull og athugull umfram flesta aðra. Þó gekk hann í gegn um sín efasemdatímabil varðandi námið líkt og flest okkar hinna. Ekkert okkar efast hins vegar um að Gummi hefði orðið framúrskarandi læknir því hann hafði frá náttúrunnar hendi til að bera alla þá kosti sem góðan lækni þarf að prýða; gáfur, skynsemi og samúð. Minning okkar um Gumma mun aldrei gleymast því það sem hann skildi eftir sig er svo dýrmætt. Það var svo margt sem hann kenndi okkur, kostir sem við munum, með misjafnlega góðum árangri þó, flest reyna að tileinka okkur í von um að verða betri manneskjur. Þrátt fyrir sáran söknuð erum við þó öll ríkari, við fengum að kynnast manni sem átti engan sinn líka. Við kveðjum hann með sárum söknuði og djúpri virðingu. Minningin um góðan vin mun ávallt lifa meðal okkar. Bekkjarfélagar, Lœknadeild Háskóla Islands. Mig langar að minnast Guðmundar í örfáum orðum. Við Guðmundur þekktumst lítillega, vorum málkunnugir þar sem við útskrifuðumst saman frá Menntaskólanum við Hamrahlíð vorið 1989. Það var svo fyrir rúmu ári síðan, á skyndihjálparnámskeiði fyrir læknanema, að við Guðmundur hittumst, tókum tal saman og ritjum upp fyrri kynni. Aðspurður sagðist hann lítið hafa aðhafst, en þó aðeins hafa ígrundað heimspeki og væri nú nýkominn í gegnum Clausus. Ég hafði ekki haft neinar spurnir af honum þennan tíma og þakkaði honum fyrir kumpánlegheitin um leið og ég óskaði honum til hamingju með eldskírnina. Síðastliðið sumar hitti ég svo Guðmund endrum og sinnum þar sem hann vann sem vaktmaður á Landspítal- anum. Ég var þá sjúkraflutningamaður og er okkur félagana bar að garði að kvöldlagi eða nóttu. lukti Guðmundur einatt glaðlegur upp dyrum og leiddi okkur um rangala hússins. Oftar en ekki vorum við að ónáða hann við lestur, og við nánari eftirgrennslan var hann sjaldnast að lesa læknisfræði, heldur heimspeki eða sögu. A þessum stundum ræddum við ýrnis mál og kom mér það á óvart hversu vel hann var að sér um hluti sem ég vildi hafa kynnt mér betur. Ég var forvitinn og hann fróður. Um Læknadeild Háskólans hefur oft verið farið ófögrum orðum og hún sögð útunga litlausum og ófrjóum páfagaukum. Þessu hef ég einatt verið ósammála en verð þó að viðurkenna að tími til að sinna öðrum, og frjórri, hugðar- efnum en læknisfræðinni hefur verið nánast enginn. í Guðmundi sá ég mann sem hafði gefið sér góðan tíma í eigin hugðarefni, mann sem myndi ekki láta af þeim, heldur leyfa þeim að vaxa með læknisfræðinni. Hjá Guðmundi lærði ég mikilvægi þess að gefa sér tíma, í önn dagsins, að yrkja mann og málefni á frjórri hátt. Ég votta aðstandendum samúð mína. Helgi Hafsteinn Helgason, ritstjóri LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg. 103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.