Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1995, Blaðsíða 117

Læknaneminn - 01.04.1995, Blaðsíða 117
sá um hinar heilögu slöngur. Nafn hennar hefur einnig verið notað yfir allsherjar lyf, lyf sem læknar öll einkenni. Ein dóttir er þá enn ótalin, Iasó. Synirnir Machaon og Podaleiros voru báðir læknar og er getið í Ilíonskvið Hómers, þar sem þeir sinntu særðum í herbúðum Grikkja í Tróju um 1200 f.Kr. Að lokum er vitað um smásveininn Telesphoros, en verksvið hans var hvíld og endurhæfing. Asclepios var dýrkaður sem frelsari og lækninga- guð, fyrst í Þessaloniku og síðar í Grikklandi öllu. I Þessaloniku var hann staðarguð þar sem hann hélt sig í helli og tók á móti sjúkum að næturlagi. Að degi til birtist hann aðeins sem snákur. Dýrkun hans breiddist út og náði Aþenu um 430 f. Kr. Hann bar ýmis heiti, svo sem iatros (læknir), orthos (heilari) og soter (frelsari). Dýrkun Asclepiosar barst til Rómar til að binda endi á pláguna sem þar geisaði 293 f. Kr. Rómverjar höfðu leitað aðstoðar véfréttarinnar í Delfí og hafði hún ráðlagt þeim að leita til sonar Appollos. Sam- kvæmt frásögn Ovidiusar brá Asclepios sér í gervi snáks, fór um borð í skip og frá borði á lítilli eyju í Tiber, tók aftur á sig fyrra útlit og batt enda á pláguna. Önnun útgáfa sögunnar segir frá því að heilagur snákur frá musterinu í Epidaurus var fluttur um borð í skip til hjálpar gegn plágunni og á eynni í Tiber var honum reist fyrsta Asclepiosarhofið á Italíu. Asclepios var dýrkaður í Grikklandi til lækn- inga í yfir 1000 ár frá því um 500 f. Kr. til 500 e. Kr. Eftir kristnitöku Rómaveldis sætti tignun hans miklu ámæli, en hélst fram til 6. aldar. Ekki voru allir samhljóða í dýrkun sinni. Þannig gerir Aristophanes, Mynd 3. Hringleikahús í einu hofi Asclepiosar. SNÁKURINN í verki sínu Plutus, grín að dýrkuninni og meðferð- inni. Asclepiosi voru byggð stór hof, asclepia (Mynd 3), hið stærsta í íjarlægum fjalladal í Epidaurus og tók það 20.000 manns í sæti. Stundum voru snákar notaðir til að velja hofunum stað. í þeim voru snák- arnir frjálsir. Hugsanlega hafa þeir séð um að halda rottum í skefjum. Hofunum stýrðu prestar, sem einn- ig voru hoflæknar og kölluðust asclepiads. Meira en 200 hof voru byggð í Grikklandi Asclepiosi til dýrðar. Er nýtt hof var reist var sóttur snákur til hofsins í Epidaurus og fluttur til hins nýja hofs. Tvisvar á ári voru hinir heilögu snákar mataðir með hunangskökum við sérstaka helgiathöfn og spádómar féllu eftir því hvort þeir borðuðu þær eða ekki. Samkvæmt hefðinni hafði Hygea þann starfa að mata snákana og er það athyglisvert að margar lyfja- verslanir nota snák og skál sem tákn sitt. Þar virðst, nteð réttu, sem Hygea sé að mata snákinn úr skálinni, en ekki að hann sé að spúa eitri í hana, eins og oft hefur verið talið og líklega ranglega. Sú útgáfa virðist koma til sögunnar síðar. Þeir sem leituðu til hofanna gengu í gegnum ferli sem var kallað incubation. Hún fólst í: 1. Hreinsun (bænir, ölkelduböð, nudd og smyrsl). Eftir föstur og böð voru þeir sem lækningar óskuðu færðir í hvítan kyrtil. Asclepiosi voru gjarnan færðar fórnir sem með tímanum urðu einkum hanar, e.t.v. vegna þess að í trú Zoroasters var hanagal talið bægja frá illum öndum og sjúkdómum. 2. Einni eða fleiri nóttum við fótstall Asclepiosar. Áður fyrr birtust prestarnir íklæddir grímu guðsins og framkvæmdu lækningarnar. Síðar fóru lækningar fram sem draumar sem sjúklingana dreymdi og prestarnir túlkuðu og ráðlögðu meðferð. Oft dreymdi sjúklingana að snákar komu og sleiktu hinn veika líkamshluta. Við lækningarnar voru dætur Asclepiosar, Hygea og Panacea honum til aðstoðar (Mynd 4). 3. Að ef sjúklingurinn hlaut lækningu, fórnaði hann guðinum líkneski, anathema, af hinu sjúka líffæri úr vaxi, silfri, gulli eða marmara (Mynd 5 og 6). 4. Að lokum var komið fyrir töflu í musterinu er greindi frá gangi sjúkdómsins og lækningunni. Fleiri þakkaraðferðir voru þekktar og benda til þess að Asclepios hafi verið nægjusamur guð. LÆKNANEMINN l.Tbl. 1995 48. Árg. 111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.