Læknaneminn - 01.04.1995, Blaðsíða 112
TANNVERND BARNA
RÁÐLEGGINGAR TIL STARFSMANNA
f ALMENNRI HEILSUGÆSLU
Kristín Heimisdóttir
Þrátt fyrir víðtæka menntun lækna og hjúkrunar-
fræðinga, virðist sem fræðsla um sjúkdóma, al-
menna hirðu og heilsugæslu tanna, hafi orðið
hornreka.
Þessu greinarkorni er ætlað að varpa ljósi á
nokkur atriði í þessum efnum, ef það mætti verða til
leiðbeiningar þeim, sem nú eru að hefja störf við
almenna heilsugæslu.
Tannskemmdir eru algengasti sjúkdómurinn í
munnholi, og hjá ungu fólki eru þær algengasta
ástæða þess að tennur tapast. Meginsorsök tanntaps
hjá eldra fólki eru þó tannholdssjúkdómar eða
tannholdsbólgur.
Forvamir beinast því helst gegn tannskemmdum
hjá börnum og ungu fólki. Við þurfum að vita að
tennumar skemmast við ákveðin skilyrði. Þeir þættir
sem þyngst vega eru : Sýrumyndandi sýklagróður
(bakteríur) og sykurneysla. Ef bakteríurnar fá að
starfa óáreittar innan munnsins, gerjast sykurinn sem
við neytum, í sýru, sem leysir upp glerung tanna.
Þannig verður tannbeinið, sem er fyrir innan
glerunginn, berskjaldað og holur myndast.
Skoðum nánar þessa áhættuþætti og hvað við
getum gert.
SYKURNEYSLA
■ Tengsl tannskemmda og sykurneyslu eru flestum
kunn. Ekki vita það þó allir að skaðleg áhrif eru
fremur háð tíðni en magni þeirra sætinda sem neytt
er í hvert skipti.
Höfundur er tannlœknir í Reykjavík.
Þegar sætinda er neytt fellur pH í munnholi úr 7.0
í 5.0. Falli sýrustigið niður fyrir 5.5 skemmast
tennur. Það tekur svo sýrujafnara (buffera) munn-
vatns um 30 mínútur að ná réttu sýrustigi aftur,
þannig að sýrutæringar hætti að gæta. Af þessu er
ljóst að sífellt nart milli mála skapar ákjósan-
lega gróðrarstíu fyrir tannskemmdir. Tannheilsa
verður best tryggð með því að binda næringu
við matmálstíma og sælgætisneyslu við einn dag í
viku.
Vert er að benda á EXTRA tyggigúmmí, en í því
er sætuefnið Xylitol, en það eyðir bakteríum og
veldur því að sýrustig í munni nær sér fyrr.
BAKTERÍUR
Bakteríur í munni eru einstaklingsbundnar. Með
sýnatöku og ræktun má meta hvort bakteríufjöldi og
tegund skipi einstaklingi í áhættuhóp m.t.t. tann-
skemmda.
Við reynum að halda bakteríufjölda í lágmarki
með hreinsun og munnskolun. Munnskolin, sem eru
bakteríudrepandi, eru venjulega ekki gefin bömum.
Dæmi um slíkt munnskol er Corsodyl, sem áður hét
Hibitane.
Nægileg tannhreinsun telst tannburstun með
flúortannkremi tvisvar á dag og tannþráðsnotkun
einu sinni á dag. Það er útbreiddur misskilningur að
ekki þurfi að nota tannþráð hjá börnum; séu ekki bil
á milli tannanna er það nauðsynlegt.
Æskilegt er að venja börn við notkun tannbursta
jafnskjótt og fyrsta tönnin kemur upp; þau veita þeim
mun minni mótþróa því fyrr sem byrjað er að bursta.
Þetta er atriði sem er vert fyrir barnalækna og
106
LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg.