Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1995, Page 112

Læknaneminn - 01.04.1995, Page 112
TANNVERND BARNA RÁÐLEGGINGAR TIL STARFSMANNA f ALMENNRI HEILSUGÆSLU Kristín Heimisdóttir Þrátt fyrir víðtæka menntun lækna og hjúkrunar- fræðinga, virðist sem fræðsla um sjúkdóma, al- menna hirðu og heilsugæslu tanna, hafi orðið hornreka. Þessu greinarkorni er ætlað að varpa ljósi á nokkur atriði í þessum efnum, ef það mætti verða til leiðbeiningar þeim, sem nú eru að hefja störf við almenna heilsugæslu. Tannskemmdir eru algengasti sjúkdómurinn í munnholi, og hjá ungu fólki eru þær algengasta ástæða þess að tennur tapast. Meginsorsök tanntaps hjá eldra fólki eru þó tannholdssjúkdómar eða tannholdsbólgur. Forvamir beinast því helst gegn tannskemmdum hjá börnum og ungu fólki. Við þurfum að vita að tennumar skemmast við ákveðin skilyrði. Þeir þættir sem þyngst vega eru : Sýrumyndandi sýklagróður (bakteríur) og sykurneysla. Ef bakteríurnar fá að starfa óáreittar innan munnsins, gerjast sykurinn sem við neytum, í sýru, sem leysir upp glerung tanna. Þannig verður tannbeinið, sem er fyrir innan glerunginn, berskjaldað og holur myndast. Skoðum nánar þessa áhættuþætti og hvað við getum gert. SYKURNEYSLA ■ Tengsl tannskemmda og sykurneyslu eru flestum kunn. Ekki vita það þó allir að skaðleg áhrif eru fremur háð tíðni en magni þeirra sætinda sem neytt er í hvert skipti. Höfundur er tannlœknir í Reykjavík. Þegar sætinda er neytt fellur pH í munnholi úr 7.0 í 5.0. Falli sýrustigið niður fyrir 5.5 skemmast tennur. Það tekur svo sýrujafnara (buffera) munn- vatns um 30 mínútur að ná réttu sýrustigi aftur, þannig að sýrutæringar hætti að gæta. Af þessu er ljóst að sífellt nart milli mála skapar ákjósan- lega gróðrarstíu fyrir tannskemmdir. Tannheilsa verður best tryggð með því að binda næringu við matmálstíma og sælgætisneyslu við einn dag í viku. Vert er að benda á EXTRA tyggigúmmí, en í því er sætuefnið Xylitol, en það eyðir bakteríum og veldur því að sýrustig í munni nær sér fyrr. BAKTERÍUR Bakteríur í munni eru einstaklingsbundnar. Með sýnatöku og ræktun má meta hvort bakteríufjöldi og tegund skipi einstaklingi í áhættuhóp m.t.t. tann- skemmda. Við reynum að halda bakteríufjölda í lágmarki með hreinsun og munnskolun. Munnskolin, sem eru bakteríudrepandi, eru venjulega ekki gefin bömum. Dæmi um slíkt munnskol er Corsodyl, sem áður hét Hibitane. Nægileg tannhreinsun telst tannburstun með flúortannkremi tvisvar á dag og tannþráðsnotkun einu sinni á dag. Það er útbreiddur misskilningur að ekki þurfi að nota tannþráð hjá börnum; séu ekki bil á milli tannanna er það nauðsynlegt. Æskilegt er að venja börn við notkun tannbursta jafnskjótt og fyrsta tönnin kemur upp; þau veita þeim mun minni mótþróa því fyrr sem byrjað er að bursta. Þetta er atriði sem er vert fyrir barnalækna og 106 LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.