Læknaneminn - 01.04.1995, Blaðsíða 95
TANNÁVERKAR
AVERKAR A TENNUR OG
STOÐVEFIÞEIRRA
BRÁÐAMEÐFERÐ
Jón Viðar Arnórsson
Áverkar á tennur og stoðvefi þeirra eru algengir
áverkar á öllum aldursskeiðum og því oft viðfangs-
efni þeirra, sem sinna fyrstu hjálp. Tilgangur þessa
greinarkorns er að leiðbeina eftir föngum þeim sem
slíka meðferð veita, um meðferð og horfur þessara
áverka (Mynd 1).
Áverkum á tennur og stoðvefi þeirra má skipta í
eftirfarandi flokka:
I. Áverkar á mjúkvefi munnhols.
II. Tannáverkar.
III. Áverkar á kjálkabein.
✓
I. Averkar á mjúkvefí munnhols.
Mjúkvefjaáverkar í munnholi eru að sjálfsögðu
meðhöndlaðir eins og slíkir áverkar á öðrum stöðum
líkamans. Sár eru hreinsuð og vefir saumaðir í réttri
legu. Þetta er oftast gert í staðdeyfingu, en í
alvarlegri tilfellum og þegar um mjög unga
einstaklinga er að ræða verður stundum að grípa til
svæfingar. Til deyfinga í munni er notað lídocaine
2% með adrenalíni, og fínar nálar, 23-27G. Oftast
má ná góðri deyfingu á tannsvæðum með því að
sprauta lyfmu að beini í botni „vestibulum oris“ á því
svæði sem áverkinn er, og deyfa svo mjúkvefinn
góm- eða tungumegin. Með fyrri deyfingunni fæst
dýpri deyfing í beini og á taug tannarinnar, en hin
Höfundur er tannlœknir og sérmenntaður í munn- og
kjálkaskurðlœkningum.
deyfir hluta af aðlægum mjúkvef, sem ekki má
gleyma. Þetta er að sönnu töluverð einföldun því
virkni deyfilyfsins á bein, tennur og taugar, fer mikið
eftir staðbundnum aðstæðum eins og beinþykkt og
þéttleika. Til að tryggja góða verkun lyfsins leggja
tannlæknar lyfin því oft að taugastofni þar sem hann
gengur inn í viðkomandi bein.
Vegna stöðugrar hreyfingar munnsins er óþægi-
legt fyrir sjúkling að vera með sauma upp í sér sem
eru stífir og særa. Þess vegna er mest notað Vicryl,
eða hliðstæðar tegundir seymis, eða silki. Nota skal
þráð 4/0 eða 3/0, með skerandi nál sem er nauð-
synlegt því tannhold getur verið þykkt og oft er erfitt
að þrengja sér í gegn. Saumar eru svo fjarlægðir eftir
7 daga og þá einnig Vicryl því hann eyðist seint í
munni. Sjúklingur er hafður á tæru fljótandi fæði 2-3
daga eftir meðferð.
II. Tannáverkar.
Áverka á tennur má flokka í:
a) los á tönnum.
b) færslur (subluxatio); inn, út eða til hliðar.
c) brottfall (luxatio).
d) brot á tönnum.
i krónum tanna.
ii rótum tanna.
Meðferð tannáverka er mismunandi eftir því hvort
um bamatönn eða fullorðinstönn er að ræða.
LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 4B. árg
89