Bændablaðið - 08.06.2023, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 08.06.2023, Blaðsíða 1
11. tölublað 2023 ▯ Fimmtudagur 8. júní ▯ Blað nr. 635 ▯ 29 árg. ▯ Upplag 33.000 ▯ Vefur: bbl.is Sauðfjárbændurnir á Urriðaá og Bergsstöðum í Miðfirði standa saman í erfiðum samningaviðræðum við fulltrúa matvælaráðuneytisins um bótagreiðslur vegna niðurskurðar sem fyrirskipaður var á um 1.400 fjár á bæjunum tveimur í byrjun apríl eftir að riðuveiki var staðfest í þeirra hjörðum. Bæði bú voru meðal þeirra fremstu í íslenskri sauðfjárrækt þar sem mikil alúð var lögð í ræktunina. Á blaðsíðum 32–37 er fjallað um eftirmál riðuveiki á bæjum í Miðfirði og Skagafirði og rætt við bændur. Eru þeir sammála um að reglugerð sem ákvarðar bótagreiðslur sé í raun starfslokasamningur við bændur, enda geri hún ekki ráð fyrir að tjón sé að fullu bætt. Vilji bændur byrja upp á nýtt, með sambærilegan fjárstofn, þurfi þeir sjálfir að leggja til umtalsvert fjármagn. Auk þess séu afurðatjónsbætur langt undir meðalafurðum í dag. Frá vinstri eru þau Dagbjört Diljá Einþórsdóttir og Ólafur Rúnar Ólafsson á Urriðaá, Ari G. Guðmundsson og Elín Anna Skúladóttir á Bergsstöðum. Sjá bls. 32–37. Mynd / Sigurður Már Harðarson Aðalfundur Kaupfélags Skag- firðinga, sem haldinn var á Sauðár- króki þann 6. júní sl., beindi því til stjórnar að félagið og dótturfélög þess stæðu ekki í innflutningi á erlendum búvörum. Í samþykkt fundarins er því jafnframt beint til stjórnar að KS og dótturfélög, bæði verslunar- og framleiðslueiningar, selji ekki landbúnaðarvörur öðruvísi en að uppruni þeirra komi fram með skýrum hætti á umbúðum. Stjórn og stjórnendur samstæðufyrirtækja eigi að vinna í því að fá afurðir úr slátrun sinni vottaðar sem íslenskar af þriðja aðila. Ísland ætti að framleiða allt sitt kjöt Sigurjón R. Rafnsson aðstoðar- kaupfélagsstjóri segir ályktunina vera skýr skilaboð um hvað Kaupfélagið eigi að standa fyrir og það sama eigi að gilda um dótturfélögin. Hann segir að stefna eigi að aukinni innlendri framleiðslu. „Ísland ætti að framleiða allar sínar kjötafurðir sjálft ef það mögulega getur, líkt og þekkist í Noregi þar sem hlutfall innlendrar framleiðslu er yfir 90 prósent. Við höfum landgæði, vatn og getu til meiri framleiðslu. En til að ná því markmiði þurfa stjórnvöld að koma að því með meiri stuðningi. Stuðningur við íslenskan landbúnað er hættulega lítill í samanburði við stuðning í Evrópu og afurðastöðvarnar geta ekki einar brúað það bil sem vantar upp á.“ Í samþykkt aðalfundarins er lögð áhersla á að stjórn KS og stjórnendur samstæðufélaga leitist við að aðstoða sína innleggjendur þannig að starfs- skilyrði þeirra verði sem best og leitast verði við að greiða sem hæst skilaverð fyrir landbúnaðarafurðir til bænda. „Hluti af því er að vinna áfram að því mikilvæga starfi að saman geti fyrirtækin í landbúnaði og bændur tekið saman höndum um að styrkja umgjörð íslensks landbúnaðar,“ segir í samþykktinni. Fleiri bændur í stjórn Hlutfall bænda jókst í stjórn KS þegar Atli Már Traustason, bóndi á Syðri-Hofdölum, og Hjörtur Geirmundsson, Sauðárkróki, voru kjörnir í aðalstjórn. Pétur Pétursson og Örn Þórarinsson fóru úr stjórn. Einnig var ný varastjórn kosin en hana skipa nú bændurnir Guðrún Lárusdóttir í Keldudal og Ingi Björn Árnason, Marbæli, ásamt Ástu Pálmadóttur, Sauðárkróki. Eignarhaldið víða í veitingageiranum Kaupfélag Skagfirðinga á alfarið eða að hluta í nokkrum félögum sem tengjast matvælavinnslum og veitingastöðum. Þar má nefna kjötvinnsluna Esju gæðafæði ehf., veitingastaði Metro, smásölu og dreifingaraðilann Vogabæ ehf. en undir félaginu eru vörumerki á borð við Voga, E.Finnsson og Mjólka, og Gleðipinna ehf., sem rekur m.a. veitingastaðina American Style, Aktu taktu, Hamborgarafabrikkuna og Blackbox. /ghp Skýr skilaboð aðalfundar KS: Ályktað um innflutning og upprunamerkingar Eftirmál riðuveiki 20–23 30 Raddir þeirra heyrast hátt Áhif beitar á vistkerfi Nýr formaður Beint frá býli 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.